Hafa borið kennsl á árásarmanninn Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2018 14:15 Árásarmaðurinn hét Ian Long og var 28 ára fyrrverandi landgönguliði. Hann er sagður hafa komist nokkrum sinnum í kast við lögin á undanförnum árum. AP/RMG Uppfært 15:35 Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem hóf skothríð á veitingastað í Thousand Oaks í Kaliforníu í morgun, þar sem minnst þrettán létu lífið, að árásarmanninum meðtöldum. Hann hét Ian Long og var 28 ára fyrrverandi landgönguliði. Hann er sagður hafa komist nokkrum sinnum í kast við lögin á undanförnum árum. Nú síðast í apríl þegar lögregluþjónar voru kallaðir til heimilis hans. Þá var Long sagður hafa hagað sér á undarlegan hátt. Sálfræðiteymi var fengið til að meta Long og var ekki talið nauðsynlegt að handtaka hann eða leggja inn. Long dó á veitingastaðnum og er talið að hann hafi beint byssu sinni að sjálfum sér. Í samtali við fjölmiðla ytra segja nágrannar Long að hann hafi líklega þjáðst af áfallastreituröskun (PTSD). Tíu til tólf manns voru flutt á sjúkrahús, samkvæmt lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segja hann hafa kastað reyksprengjum inn á veitingahúsið áður en hann hóf skothríð með .45 kalíbera skammbyssu. Maðurinn hóf skothríðina inni á veitingastaðnum Borderline Bar & Grill klukkan 23:20 að staðartíma, eða 7:20 að íslenskum tíma. Á annað hundrað manns voru inn á staðnum þegar árásin var gerð og þar af voru flestir háskólanemendur. Eins og áður segir eru tólf látnir og var einn þeirra lögregluþjónninn Ron Helus. Fógetinn Geoff Dean sagði frá dauða Helus á blaðamannafundi í dag og því að Helus hefði verið fyrsti lögregluþjónninn á vettvang árásarinnar. Helus hljóp rakleiðis inn en hann varð fyrir mörgum skotum og féll nánast um leið og hann fór inn um dyr veitingastaðarins. Annar lögregluþjónn dró hann á brott og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi um klukkustund síðar. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir en lögreglan segist ekki telja að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. "I turned around and saw him shoot" - A witness recalls being on the dancefloor when a gunman opened fire in a California bar. Follow live updates on the story here: https://t.co/OvQ331ZV8f pic.twitter.com/Nnzd4Q4fzW— Sky News (@SkyNews) November 8, 2018 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Kaliforníu er látinn Ellefu manns hið minnsta særðust þegar maðurinn hóf skothríð inni á veitingastað í Thousand Oaks. 8. nóvember 2018 10:45 Skotárás á veitingastað í Kaliforníu Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni. 8. nóvember 2018 08:39 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Uppfært 15:35 Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem hóf skothríð á veitingastað í Thousand Oaks í Kaliforníu í morgun, þar sem minnst þrettán létu lífið, að árásarmanninum meðtöldum. Hann hét Ian Long og var 28 ára fyrrverandi landgönguliði. Hann er sagður hafa komist nokkrum sinnum í kast við lögin á undanförnum árum. Nú síðast í apríl þegar lögregluþjónar voru kallaðir til heimilis hans. Þá var Long sagður hafa hagað sér á undarlegan hátt. Sálfræðiteymi var fengið til að meta Long og var ekki talið nauðsynlegt að handtaka hann eða leggja inn. Long dó á veitingastaðnum og er talið að hann hafi beint byssu sinni að sjálfum sér. Í samtali við fjölmiðla ytra segja nágrannar Long að hann hafi líklega þjáðst af áfallastreituröskun (PTSD). Tíu til tólf manns voru flutt á sjúkrahús, samkvæmt lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segja hann hafa kastað reyksprengjum inn á veitingahúsið áður en hann hóf skothríð með .45 kalíbera skammbyssu. Maðurinn hóf skothríðina inni á veitingastaðnum Borderline Bar & Grill klukkan 23:20 að staðartíma, eða 7:20 að íslenskum tíma. Á annað hundrað manns voru inn á staðnum þegar árásin var gerð og þar af voru flestir háskólanemendur. Eins og áður segir eru tólf látnir og var einn þeirra lögregluþjónninn Ron Helus. Fógetinn Geoff Dean sagði frá dauða Helus á blaðamannafundi í dag og því að Helus hefði verið fyrsti lögregluþjónninn á vettvang árásarinnar. Helus hljóp rakleiðis inn en hann varð fyrir mörgum skotum og féll nánast um leið og hann fór inn um dyr veitingastaðarins. Annar lögregluþjónn dró hann á brott og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi um klukkustund síðar. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir en lögreglan segist ekki telja að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. "I turned around and saw him shoot" - A witness recalls being on the dancefloor when a gunman opened fire in a California bar. Follow live updates on the story here: https://t.co/OvQ331ZV8f pic.twitter.com/Nnzd4Q4fzW— Sky News (@SkyNews) November 8, 2018
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Kaliforníu er látinn Ellefu manns hið minnsta særðust þegar maðurinn hóf skothríð inni á veitingastað í Thousand Oaks. 8. nóvember 2018 10:45 Skotárás á veitingastað í Kaliforníu Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni. 8. nóvember 2018 08:39 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Árásarmaðurinn í Kaliforníu er látinn Ellefu manns hið minnsta særðust þegar maðurinn hóf skothríð inni á veitingastað í Thousand Oaks. 8. nóvember 2018 10:45
Skotárás á veitingastað í Kaliforníu Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni. 8. nóvember 2018 08:39
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent