Mannréttindaráð: Ísland gerir kröfu til Sádí-Arabíu að stöðva stríðið í Jemen Heimsljós kynnir 6. nóvember 2018 14:00 Sameinuðu þjóðirnar í Genf Genève Tourisme Fulltrúi Íslands bar upp sex tilmæli til stjórnvalda í Sádí-Arabíu í fyrirtöku vegna svokallaðrar allsherjarúttektar á stöðu mannréttindamála í landinu sem fram fór í Genf í gær, meðal annars að stöðva stríðið í Jemen og að fram fari rannsókn á morðinu á blaðamanninum Jamhal Khashoggi. Allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála, eða jafningjarýni eins og hún er einnig kölluð, er meðal grundvallarstoða starfsemi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og þurfa öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að undirgangast hana með reglubundnum hætti. Alls fjórtán ríki eru til umfjöllunar í yfirstandandi lotu allsherjarúttektarinnar. Sádí-Arabía var fyrst á dagskrá en önnur ríki sem koma til skoðunar að þessu sinni eru Kína, Mexíkó, Nígería, Malta, Senegal, Máritíus, Jórdanía, Malasía, Mið-Afríkulýðveldið, Mónakó, Belize, Tsjad og Lýðræðislega Lýðveldið Kongó. Jafningjarýni Mannréttindaráðsins (Universal Periodic Review – UPR) felur í sér gerð allsherjarúttektar á stöðu mannréttindamála í sérhverju aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Slíkar úttektir eru gerðar á fimm ára fresti og af þeim loknum fer fram umræða í mannréttindaráðinu þar sem tækifæri gefst til að bera upp tilmæli til þeirra ríkja sem til skoðunar eru hverju sinni. Auk kröfunnar um stöðvun stríðsins í Jemen og rannsóknina á morðinu á Khashoggi bar fulltrúi Íslands upp þau tilmæli í gær til stjórnvalda í Sádí-Arabíu að sleppa úr haldi þeim sem hafa verið handteknir fyrir að nýta tjáningarrétt sinn, þá voru stjórnvöld voru hvött til að tryggja kynjajafnrétti á öllum sviðum og ennfremur að stöðva ofbeldi gegn konum. Jafningjarýnin er á dagskrá Mannréttindaráðsins þrisvar sinnum á ári og um fjórtán ríki eru tekin fyrir hverju sinni.. Ísland undirgekkst síðast jafningjarýni Mannréttindaráðsins árið 2016 og verður næst tekið fyrir árið 2021.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Þróunarsamvinna Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent
Fulltrúi Íslands bar upp sex tilmæli til stjórnvalda í Sádí-Arabíu í fyrirtöku vegna svokallaðrar allsherjarúttektar á stöðu mannréttindamála í landinu sem fram fór í Genf í gær, meðal annars að stöðva stríðið í Jemen og að fram fari rannsókn á morðinu á blaðamanninum Jamhal Khashoggi. Allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála, eða jafningjarýni eins og hún er einnig kölluð, er meðal grundvallarstoða starfsemi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og þurfa öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að undirgangast hana með reglubundnum hætti. Alls fjórtán ríki eru til umfjöllunar í yfirstandandi lotu allsherjarúttektarinnar. Sádí-Arabía var fyrst á dagskrá en önnur ríki sem koma til skoðunar að þessu sinni eru Kína, Mexíkó, Nígería, Malta, Senegal, Máritíus, Jórdanía, Malasía, Mið-Afríkulýðveldið, Mónakó, Belize, Tsjad og Lýðræðislega Lýðveldið Kongó. Jafningjarýni Mannréttindaráðsins (Universal Periodic Review – UPR) felur í sér gerð allsherjarúttektar á stöðu mannréttindamála í sérhverju aðildarríki Sameinuðu þjóðanna. Slíkar úttektir eru gerðar á fimm ára fresti og af þeim loknum fer fram umræða í mannréttindaráðinu þar sem tækifæri gefst til að bera upp tilmæli til þeirra ríkja sem til skoðunar eru hverju sinni. Auk kröfunnar um stöðvun stríðsins í Jemen og rannsóknina á morðinu á Khashoggi bar fulltrúi Íslands upp þau tilmæli í gær til stjórnvalda í Sádí-Arabíu að sleppa úr haldi þeim sem hafa verið handteknir fyrir að nýta tjáningarrétt sinn, þá voru stjórnvöld voru hvött til að tryggja kynjajafnrétti á öllum sviðum og ennfremur að stöðva ofbeldi gegn konum. Jafningjarýnin er á dagskrá Mannréttindaráðsins þrisvar sinnum á ári og um fjórtán ríki eru tekin fyrir hverju sinni.. Ísland undirgekkst síðast jafningjarýni Mannréttindaráðsins árið 2016 og verður næst tekið fyrir árið 2021.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Þróunarsamvinna Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent