Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2018 08:06 Rússar reyndu að hjálpa Donald Trump í forsetakosningunum árið 2016. Vísbendingar eru um að þeir reyni enn að hafa áhrif á kosningar vestanhafs. Vísir/Getty Áróðursherferð sem ætlað er að ala á sundrung og öfgahyggju að undirlagi rússneskra útsendara hefur aftur átt sér stað í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum líkt og gerðist fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum. Sérfræðingar segja Rússana hins vegar reyna að hylja spor sín betur nú en þá. Bandaríkjamenn kjósa til þings, ríkisstjóra og ýmissa embætta í hverju ríki fyrir sig í dag. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa lengi varað við því að Rússar reyndu að leika sama leik og þeir gerðu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þá eru þeir taldir hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem ætlað var að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti. Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við segja að aðferðirnar sem útsendarar Rússa beiti nú séu minna augljósar en áður og geri þeim kleift að forðast hreinsanir samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Bæði fyrirtæki hafa tilkynnt um að reikningum hafi verið hent út í aðdraganda kosninganna. Áróðurinn byggist ekki lengur aðeins á hreinum lygum eins og áður. Þess í stað eru rússneskir samfélagsmiðlareikningar byrjaðir að dreifa færslum og myndum sem raunverulegar öfgahreyfingar til hægri og vinstri í bandarískum fjölmiðlum hafa þegar deilt. Erfiðara sé að rekja slíkar deilingar til erlendra aðila og auðveldara að framleiða en skáldaðar fréttir sem bæði samfélagsmiðlanotendur og stjórnendur séu meira vakandi fyrir nú en síðast. Á meðal þeirra málefna sem útsendarar Rússa virðast hafa reynt að magna upp er hvatning til bandarískra blökkumanna um að segja skilið við Demókrataflokkinn. Þá hafa þeir reynt að nota tilnefningu Bretts Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna til þess að æsa upp íhaldsama kjósendur. Þá eru Rússarnir sagðir nota skilaboðaforrit Facebook til þess að sannfæra Bandaríkjamenn um að kaupa auglýsingar fyrir sig og að fá róttæklinga þar til þess að auglýsa mótmælaaðgerðir. Þannig sé auðveldara fyrir útsendarana að forðast athygli. „Þeir eru að tæla Bandaríkjamenn til þess að senda frá sér efni sem er meira sundrandi og biturt,“ segir Graham Brookie, forstöðumaður hugveitunnar Atlantshafsráðsins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Áróðursherferð sem ætlað er að ala á sundrung og öfgahyggju að undirlagi rússneskra útsendara hefur aftur átt sér stað í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum líkt og gerðist fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum. Sérfræðingar segja Rússana hins vegar reyna að hylja spor sín betur nú en þá. Bandaríkjamenn kjósa til þings, ríkisstjóra og ýmissa embætta í hverju ríki fyrir sig í dag. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa lengi varað við því að Rússar reyndu að leika sama leik og þeir gerðu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þá eru þeir taldir hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem ætlað var að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti. Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við segja að aðferðirnar sem útsendarar Rússa beiti nú séu minna augljósar en áður og geri þeim kleift að forðast hreinsanir samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Bæði fyrirtæki hafa tilkynnt um að reikningum hafi verið hent út í aðdraganda kosninganna. Áróðurinn byggist ekki lengur aðeins á hreinum lygum eins og áður. Þess í stað eru rússneskir samfélagsmiðlareikningar byrjaðir að dreifa færslum og myndum sem raunverulegar öfgahreyfingar til hægri og vinstri í bandarískum fjölmiðlum hafa þegar deilt. Erfiðara sé að rekja slíkar deilingar til erlendra aðila og auðveldara að framleiða en skáldaðar fréttir sem bæði samfélagsmiðlanotendur og stjórnendur séu meira vakandi fyrir nú en síðast. Á meðal þeirra málefna sem útsendarar Rússa virðast hafa reynt að magna upp er hvatning til bandarískra blökkumanna um að segja skilið við Demókrataflokkinn. Þá hafa þeir reynt að nota tilnefningu Bretts Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna til þess að æsa upp íhaldsama kjósendur. Þá eru Rússarnir sagðir nota skilaboðaforrit Facebook til þess að sannfæra Bandaríkjamenn um að kaupa auglýsingar fyrir sig og að fá róttæklinga þar til þess að auglýsa mótmælaaðgerðir. Þannig sé auðveldara fyrir útsendarana að forðast athygli. „Þeir eru að tæla Bandaríkjamenn til þess að senda frá sér efni sem er meira sundrandi og biturt,“ segir Graham Brookie, forstöðumaður hugveitunnar Atlantshafsráðsins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira