Miklar áskoranir framundan í íslenskri skógrækt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2018 20:00 Skógræktin stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum því fjórfalda þarf gróðursetningu skógarplanta ef markmið átaksins á að ná. Rætt er um að Finnsk gróðrarstöð opni útibú hér á landi til að framleiða hluta plantnanna. Þröstur Eysteinsson, Skógræktarstjóri fundaði nýlega með skógarbændum á Suðurlandi til að fara yfir stöðuna um framtíð skógræktar í ljósi nýrra ákvarðana stjórnvalda í loftlagsmálum. Af þeim sjö milljörðum króna sem ríkisstjórnin mun setja í málaflokkinn á næstu fimm árum fara um fjórir milljarðar til skógræktar og landgræðslu til kolefnisbindingar. „Þetta er spennandi verkefni framundan, okkur hefur verið falið núna ásamt landgræðslunni að binda kolefni. Við þurfum að taka verulega á á næstu fimm árum um það, sem hefur ýmislegt í för með sér eins og að auka plöntuframleiðslu, auka gróðursetningu og margt fleira“, segir Þröstur.En er Skógræktin í stakk búin undir þetta verkefni? „Já, það er mikil jákvæðni hjá Skógræktinni og ég finn það hjá skógarbændum líka sem ég hef verið að tala við að þeir eru mjög jákvæðir að spýta í eins og kallað er. Við erum alveg til í þetta, við eigum auðvitað margt óunnið enn þá en það kemur“, segir Þröstur. Skógræktarmegin mun verkefnið fara hægt af stað, á næsta ári er reiknað með að gróðursetja um fjórar milljónir plantna en á loka ári átaksins, 2023 verða gróðursettar 12 milljónir plantna. Þröstur segir þetta sýna fram á mikilvægi þessa málaflokks, það er að segja að nota þessar stofnanir sem verkfæri til að binda kolefni fyrir Íslendinga.Alaskaösp er ein af þeim tegundum sem notuð verður við gróðursetningu vegna kolefnisverkefnis ríkisstjórnarinnar.Vísir/Magnús HlynurSkógræktarstjóri segir að hann reikni með að 36 milljónir plantna verði gróðursettar næstu fimm árin en þá er verið að tala um birki, ösp, lerki, sitkagreni, stafafuru og alaskaösp. Svo gæti farið að gróðrarstöð í Finnlandi opni útibú hér á landi til að framleiða hluta af plöntunum í verkefnið. „Þeir sýndu áhuga og komu með fyrirspurn um það hvort það væri einhver fótur væri fyrir því að við séum að fara að fjölga hér plöntuframleiðslu. Ég sagði þeim að það væri, þeir eru að skoða það hvort þeir hafi áhuga á að setja hér útibú. Það væri mjög spennandi því þeir kæmu með ákveðin faglegheit hingað. Við höfum góða fagmenn í plöntuframleiðslu en kannski ekki mjög marga“, segir Þröstur. Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Skógræktin stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna stefnu ríkisstjórnarinnar í loftlagsmálum því fjórfalda þarf gróðursetningu skógarplanta ef markmið átaksins á að ná. Rætt er um að Finnsk gróðrarstöð opni útibú hér á landi til að framleiða hluta plantnanna. Þröstur Eysteinsson, Skógræktarstjóri fundaði nýlega með skógarbændum á Suðurlandi til að fara yfir stöðuna um framtíð skógræktar í ljósi nýrra ákvarðana stjórnvalda í loftlagsmálum. Af þeim sjö milljörðum króna sem ríkisstjórnin mun setja í málaflokkinn á næstu fimm árum fara um fjórir milljarðar til skógræktar og landgræðslu til kolefnisbindingar. „Þetta er spennandi verkefni framundan, okkur hefur verið falið núna ásamt landgræðslunni að binda kolefni. Við þurfum að taka verulega á á næstu fimm árum um það, sem hefur ýmislegt í för með sér eins og að auka plöntuframleiðslu, auka gróðursetningu og margt fleira“, segir Þröstur.En er Skógræktin í stakk búin undir þetta verkefni? „Já, það er mikil jákvæðni hjá Skógræktinni og ég finn það hjá skógarbændum líka sem ég hef verið að tala við að þeir eru mjög jákvæðir að spýta í eins og kallað er. Við erum alveg til í þetta, við eigum auðvitað margt óunnið enn þá en það kemur“, segir Þröstur. Skógræktarmegin mun verkefnið fara hægt af stað, á næsta ári er reiknað með að gróðursetja um fjórar milljónir plantna en á loka ári átaksins, 2023 verða gróðursettar 12 milljónir plantna. Þröstur segir þetta sýna fram á mikilvægi þessa málaflokks, það er að segja að nota þessar stofnanir sem verkfæri til að binda kolefni fyrir Íslendinga.Alaskaösp er ein af þeim tegundum sem notuð verður við gróðursetningu vegna kolefnisverkefnis ríkisstjórnarinnar.Vísir/Magnús HlynurSkógræktarstjóri segir að hann reikni með að 36 milljónir plantna verði gróðursettar næstu fimm árin en þá er verið að tala um birki, ösp, lerki, sitkagreni, stafafuru og alaskaösp. Svo gæti farið að gróðrarstöð í Finnlandi opni útibú hér á landi til að framleiða hluta af plöntunum í verkefnið. „Þeir sýndu áhuga og komu með fyrirspurn um það hvort það væri einhver fótur væri fyrir því að við séum að fara að fjölga hér plöntuframleiðslu. Ég sagði þeim að það væri, þeir eru að skoða það hvort þeir hafi áhuga á að setja hér útibú. Það væri mjög spennandi því þeir kæmu með ákveðin faglegheit hingað. Við höfum góða fagmenn í plöntuframleiðslu en kannski ekki mjög marga“, segir Þröstur.
Landbúnaður Skógrækt og landgræðsla Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira