Árásarmaðurinn í Pittsburgh lýsir yfir sakleysi sínu Andri Eysteinsson skrifar 1. nóvember 2018 23:01 Tree of Life bænahúsið sem Robert Bowers réðst á síðasta laugardag. EPA / Jared Wickenham Robert Bowers, maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt ellefu manns í skotárásinni á Tree of Life bænahúsið í Pittsburgh um síðustu helgi, hefur lýst yfir sakleysi sínu. Washington Post greinir frá.Bowers var ákærður í 44 liðum og á yfir höfði sér dauðarefsingu. Bowers óskaði eftir því að réttað yfir honum væri með kviðdóm.Réðst inn þungvopnaður Rétt fyrir klukkan 10 um morgun, laugardaginn 27. október réðst vopnaður maður inn í Tree of Life bænahúsið í Squirrell Hill hverfinu í Pittsburgh, næststærstu borgar Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Maðurinn var vopnaður AR-15 riffli og þremur Glock skammbyssum og skaut að sögn vitna nær stanslaust í 20 mínútur á meðan hann öskraði „Allir gyðingar verða að deyja.“ Níu mínútum eftir að árásin hófst mætti lögregla á svæðið, tveimur tímum síðar gaf maðurinn sig fram til lögreglu. Maðurinn var hinn 46 ára gamli Robert Gregory Bowers Bowers reyndist vera virkur á samfélagsmiðlum þar sem nýnasistar og fleiri öfgamenn skiptast á skoðunum. Þar hafði Bowers til að mynda skrifað margar færslur þar sem hann kenndi gyðingum um það sem amar að heiminum. Gæti játað verknaðinn seinna í dómsferlinu Bowers var ákærður eins og áður sagði í 44 liðum, þar á meðal fyrir ellefu morð. Bowers var leiddur fyrir dómara í dag og lýsti þar yfir sakleysi sínu. Lögmaður Bowers, Michael Novara mælti fyrir hans hönd. Lagaprófessorinn, Eric M. Freedman hjá lagadeild Hofstra háskólans, sagði í viðtali við Wall Street Journal, að þetta væri algengt, sé verjandi ákærða hæfur lögmaður, gangist ákærði ekki við neinu fyrr en að verjandi telur sig hafa kynnt sér málsatvik að fullu. Bowers gæti hugsanlega játað á sig verknaðinn seinna í ferlinu í þeim tilgangi að sleppa við dauðarefsingu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32 Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Talið er að átta séu látnir hið minnsta eftir skotárás á Bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag. 27. október 2018 15:32 Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46 Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09 Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15 Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Robert Bowers, maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt ellefu manns í skotárásinni á Tree of Life bænahúsið í Pittsburgh um síðustu helgi, hefur lýst yfir sakleysi sínu. Washington Post greinir frá.Bowers var ákærður í 44 liðum og á yfir höfði sér dauðarefsingu. Bowers óskaði eftir því að réttað yfir honum væri með kviðdóm.Réðst inn þungvopnaður Rétt fyrir klukkan 10 um morgun, laugardaginn 27. október réðst vopnaður maður inn í Tree of Life bænahúsið í Squirrell Hill hverfinu í Pittsburgh, næststærstu borgar Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Maðurinn var vopnaður AR-15 riffli og þremur Glock skammbyssum og skaut að sögn vitna nær stanslaust í 20 mínútur á meðan hann öskraði „Allir gyðingar verða að deyja.“ Níu mínútum eftir að árásin hófst mætti lögregla á svæðið, tveimur tímum síðar gaf maðurinn sig fram til lögreglu. Maðurinn var hinn 46 ára gamli Robert Gregory Bowers Bowers reyndist vera virkur á samfélagsmiðlum þar sem nýnasistar og fleiri öfgamenn skiptast á skoðunum. Þar hafði Bowers til að mynda skrifað margar færslur þar sem hann kenndi gyðingum um það sem amar að heiminum. Gæti játað verknaðinn seinna í dómsferlinu Bowers var ákærður eins og áður sagði í 44 liðum, þar á meðal fyrir ellefu morð. Bowers var leiddur fyrir dómara í dag og lýsti þar yfir sakleysi sínu. Lögmaður Bowers, Michael Novara mælti fyrir hans hönd. Lagaprófessorinn, Eric M. Freedman hjá lagadeild Hofstra háskólans, sagði í viðtali við Wall Street Journal, að þetta væri algengt, sé verjandi ákærða hæfur lögmaður, gangist ákærði ekki við neinu fyrr en að verjandi telur sig hafa kynnt sér málsatvik að fullu. Bowers gæti hugsanlega játað á sig verknaðinn seinna í ferlinu í þeim tilgangi að sleppa við dauðarefsingu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32 Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Talið er að átta séu látnir hið minnsta eftir skotárás á Bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag. 27. október 2018 15:32 Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46 Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09 Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15 Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Fjöldamorðinginn í Pittsburgh ákærður fyrir hatursglæpi Alríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákært manninn sem myrti ellefu í bænahúsi gyðinga í Pittsburg á laugardag. 31. október 2018 19:32
Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Talið er að átta séu látnir hið minnsta eftir skotárás á Bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag. 27. október 2018 15:32
Árasarmaðurinn ákærður fyrir morðin í 29 liðum Maðurinn sem skaut ellefu til bana í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh í Bandaríkjunum í gær var ákærður fyrir morðin í gærkvöldi. 28. október 2018 08:46
Lýsir því hvernig hann lifði návígi við árásarmanninn af "Ég veit ekki af hverju hann heldur að gyðingar beri sök á öllu því sem er að heiminum, en hann er ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti.“ 29. október 2018 09:09
Ákærði tjáði oftsinnis hatur sitt á gyðingum Bowers hafði áður margsinnis tjáð andúð sína á gyðingum á veraldarvefnum. 29. október 2018 06:15
Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. 27. október 2018 19:01