Hvert er siðferði Háskóla Íslands? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Háskóli Íslands hefur tekið þátt í umdeildum rannsóknum sem beinast gegn einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins á undanförnum árum. Innan veggja HÍ hafa farið fram tanngreiningar á hælisleitendum til þess að ákvarða aldur þeirra og hefur Útlendingastofnun nýtt niðurstöðurnar til ákvörðunar um hvort viðkomandi fái hæli hérlendis. Í október 2017 birtist frétt í Stundinni um að 17 ára fylgdarlaust barn var metið fullorðið hér á landi með tanngreiningar rannsókn. Slík ákvörðun hefur afdrifaríkar afleiðingar þar sem barnið fær ekki þá vernd sem það á rétt á. Háskóli Íslands virðist vera tilbúinn til að setja nafn sitt við þessar rannsóknir en verið er að undirbúa þjónustusamning við Útlendingastofnun um að tanngreiningar fari fram til frambúðar innan veggja skólans. Hvert er siðferðið innan HÍ hvað þetta varðar? Hvers vegna tekur menntastofnun þá ákvörðun að taka þátt í jafn umdeildum rannsóknum sem beinast að jafn viðkvæmum hópi? Svo ekki sé minnst á siðferði Útlendingastofnunnar sem notast við tanngreiningar til aldursgreiningar hælisleitenda eða þá staðreynd að gerð er krafa um aldur en ekki einfaldlega stöðu viðkomandi við þessa ákvörðunartöku. Háskólinn hefur samþykkt vísindasiðareglur sem m.a. skyldar rannsakendur til að gæta þess að skaða ekki hagsmuni fólks í erfiðri stöðu. Þrátt fyrir það virðist HÍ ákveðinn í að þjónusta Útlendingastofnun með þessum hætti. Háskóli Íslands fyrirmyndarstofnun? Stúdentaráð HÍ ályktaði einróma gegn því að skólinn tæki þátt í þessum rannsóknum. UNICEF og Rauði krossinn hafa gefið út yfirlýsingar gegn tanngreiningum. Á fundi Stúdentaráðs HÍ bókaði ég þá skoðun að HÍ væri sjálfstæður í sínum ákvörðunum um hvers konar rannsóknir fari fram innan veggja skólans, enda kemur það fram í lögum og frumvarpi til laga um háskóla. HÍ getur ekki haldið því fram að Útlendingastofnun eða nokkur opinber aðili geti sagt þeim fyrir um hvaða starfsemi skuli fara fram innan skólans eða með hvaða hætti. Sú ákvörðun að veita aðstöðu fyrir aldursgreiningar hælisleitenda með tanngreiningum skrifast á stjórnvöld skólans. Vill Háskóli Íslands ekki vera til fyrirmyndar í mannúðarstefnu? Vill HÍ ekki sýna gott siðferðislegt fordæmi og taka vel á móti þeim sem leita til Íslands? Stúdentar vilja vera stoltir af þeirri menntastofnun sem þeir kjósa að tilheyra. Það er miður að HÍ leggi nafn sitt við þessar rannsóknir og rýri orðspor skólans. Rannsóknirnar hafa afdrifarík áhrif á börn og ungmenni og þegar hælisleitandi er barn, en álitið fullorðið í gildandi lagaumhverfi á Íslandi, geta afleiðingarnar orðið alvarlegar fyrir barnið og verða ekki teknar til baka. Er HÍ tilbúinn að standa fyrir því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands hefur tekið þátt í umdeildum rannsóknum sem beinast gegn einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins á undanförnum árum. Innan veggja HÍ hafa farið fram tanngreiningar á hælisleitendum til þess að ákvarða aldur þeirra og hefur Útlendingastofnun nýtt niðurstöðurnar til ákvörðunar um hvort viðkomandi fái hæli hérlendis. Í október 2017 birtist frétt í Stundinni um að 17 ára fylgdarlaust barn var metið fullorðið hér á landi með tanngreiningar rannsókn. Slík ákvörðun hefur afdrifaríkar afleiðingar þar sem barnið fær ekki þá vernd sem það á rétt á. Háskóli Íslands virðist vera tilbúinn til að setja nafn sitt við þessar rannsóknir en verið er að undirbúa þjónustusamning við Útlendingastofnun um að tanngreiningar fari fram til frambúðar innan veggja skólans. Hvert er siðferðið innan HÍ hvað þetta varðar? Hvers vegna tekur menntastofnun þá ákvörðun að taka þátt í jafn umdeildum rannsóknum sem beinast að jafn viðkvæmum hópi? Svo ekki sé minnst á siðferði Útlendingastofnunnar sem notast við tanngreiningar til aldursgreiningar hælisleitenda eða þá staðreynd að gerð er krafa um aldur en ekki einfaldlega stöðu viðkomandi við þessa ákvörðunartöku. Háskólinn hefur samþykkt vísindasiðareglur sem m.a. skyldar rannsakendur til að gæta þess að skaða ekki hagsmuni fólks í erfiðri stöðu. Þrátt fyrir það virðist HÍ ákveðinn í að þjónusta Útlendingastofnun með þessum hætti. Háskóli Íslands fyrirmyndarstofnun? Stúdentaráð HÍ ályktaði einróma gegn því að skólinn tæki þátt í þessum rannsóknum. UNICEF og Rauði krossinn hafa gefið út yfirlýsingar gegn tanngreiningum. Á fundi Stúdentaráðs HÍ bókaði ég þá skoðun að HÍ væri sjálfstæður í sínum ákvörðunum um hvers konar rannsóknir fari fram innan veggja skólans, enda kemur það fram í lögum og frumvarpi til laga um háskóla. HÍ getur ekki haldið því fram að Útlendingastofnun eða nokkur opinber aðili geti sagt þeim fyrir um hvaða starfsemi skuli fara fram innan skólans eða með hvaða hætti. Sú ákvörðun að veita aðstöðu fyrir aldursgreiningar hælisleitenda með tanngreiningum skrifast á stjórnvöld skólans. Vill Háskóli Íslands ekki vera til fyrirmyndar í mannúðarstefnu? Vill HÍ ekki sýna gott siðferðislegt fordæmi og taka vel á móti þeim sem leita til Íslands? Stúdentar vilja vera stoltir af þeirri menntastofnun sem þeir kjósa að tilheyra. Það er miður að HÍ leggi nafn sitt við þessar rannsóknir og rýri orðspor skólans. Rannsóknirnar hafa afdrifarík áhrif á börn og ungmenni og þegar hælisleitandi er barn, en álitið fullorðið í gildandi lagaumhverfi á Íslandi, geta afleiðingarnar orðið alvarlegar fyrir barnið og verða ekki teknar til baka. Er HÍ tilbúinn að standa fyrir því?
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun