Grænlendingar hefja mestu uppbyggingu í sögu landsins Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2018 21:45 Flugvöllurinn í Nuuk eftir stækkun, samkvæmt teikningu. Flugbrautin fer úr 950 metrum upp í 2.200 metra. Grafík/Kalaalit Airports. Grænlenska þingið hefur samþykkt flugvallatillögu landsstjórnarinnar, en hún felur í sér mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágrannaþjóðar Íslendinga. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugvallamálið kostaði stjórnarslit á Grænlandi í haust og mótmæli á götum Nuuk vegna samnings sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, gerði við danska starfsbróður sinn, Lars Løkke Rasmussen. Með samningnum tókst Kim Kielsen að tryggja fjármögnun þessa risavaxna verkefnis, sem felst í því að gera alþjóðaflugvelli í Ilulissat og Nuuk, með 2.200 metra braut, og leggja 1.500 metra langa flugbraut við stærsta bæ Suður-Grænlands, Qaqortoq.Flugvellirnir þrír á Grænlandi. Íslenska flugfélagið Air Iceland Connect flýgur bæði til Nuuk og Ilulissat sem og til Narsarsuaq, sem Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af hólmi sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands.Grafík/Tótla.Til að ná málinu í gegn þurfti Kielsen að tryggja því meirihluta og mynda nýja ríkisstjórn. Niðurstaðan varð minnihlutastjórn þriggja flokka, með stuðningi þess fjórða, og síðastliðinn fimmtudag samþykkti grænlenska þingið flugvallasamninginn. 18 þingmenn voru með, 9 voru á móti og tveir greiddu ekki atkvæði. Flugvallagerðinni, sem áætlað er að kosti andvirði 67 milljarða íslenskra króna, er lýst sem stærstu innviðauppbyggingu í sögu Grænlendinga en þar sem landið er án vegakerfis eru flugvellir mikilvægasti þátturinn í framtíðarsamgöngum Grænlands. Jafnframt er flugvallagerðin talin forsenda fyrir stóreflingu ferðaþjónustu í landinu. Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.Grænlendingar stefna að því að framkvæmdir við stækkun vallanna í Nuuk og Ilulissat hefjist næsta vor en frekari rannsókna er þörf á flugvallarstæðinu í Qaqortoq áður en þar verður hafist handa. Allir flugvellirnir þrír eiga að vera komnir í notkun árið 2023. Grænlenski landssjóðurinn greiðir 55,6 prósent kostnaðar, danska ríkið greiðir 19,4 prósent en 25 prósent verða fjármögnuð með lántöku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Norðurlönd Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Grænlenska þingið hefur samþykkt flugvallatillögu landsstjórnarinnar, en hún felur í sér mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágrannaþjóðar Íslendinga. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Flugvallamálið kostaði stjórnarslit á Grænlandi í haust og mótmæli á götum Nuuk vegna samnings sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, gerði við danska starfsbróður sinn, Lars Løkke Rasmussen. Með samningnum tókst Kim Kielsen að tryggja fjármögnun þessa risavaxna verkefnis, sem felst í því að gera alþjóðaflugvelli í Ilulissat og Nuuk, með 2.200 metra braut, og leggja 1.500 metra langa flugbraut við stærsta bæ Suður-Grænlands, Qaqortoq.Flugvellirnir þrír á Grænlandi. Íslenska flugfélagið Air Iceland Connect flýgur bæði til Nuuk og Ilulissat sem og til Narsarsuaq, sem Qaqortoq-flugvelli er ætlað að leysa af hólmi sem aðalflugvöllur Suður-Grænlands.Grafík/Tótla.Til að ná málinu í gegn þurfti Kielsen að tryggja því meirihluta og mynda nýja ríkisstjórn. Niðurstaðan varð minnihlutastjórn þriggja flokka, með stuðningi þess fjórða, og síðastliðinn fimmtudag samþykkti grænlenska þingið flugvallasamninginn. 18 þingmenn voru með, 9 voru á móti og tveir greiddu ekki atkvæði. Flugvallagerðinni, sem áætlað er að kosti andvirði 67 milljarða íslenskra króna, er lýst sem stærstu innviðauppbyggingu í sögu Grænlendinga en þar sem landið er án vegakerfis eru flugvellir mikilvægasti þátturinn í framtíðarsamgöngum Grænlands. Jafnframt er flugvallagerðin talin forsenda fyrir stóreflingu ferðaþjónustu í landinu. Grafísk mynd af flugvellinum í Ilulissat eftir stækkun. Grænlendingar gera ráð fyrir flugvélum frá Icelandair og Air Iceland Connect.Grafík/Kalallit Airports.Grænlendingar stefna að því að framkvæmdir við stækkun vallanna í Nuuk og Ilulissat hefjist næsta vor en frekari rannsókna er þörf á flugvallarstæðinu í Qaqortoq áður en þar verður hafist handa. Allir flugvellirnir þrír eiga að vera komnir í notkun árið 2023. Grænlenski landssjóðurinn greiðir 55,6 prósent kostnaðar, danska ríkið greiðir 19,4 prósent en 25 prósent verða fjármögnuð með lántöku. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Norðurlönd Tengdar fréttir Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00 Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30 Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45 Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Kielsen tryggði flugvallagerð og fyrsta þjóðveg Grænlands Grænlendingar byggja upp nýtt flugvallakerfi og leggja fyrsta þjóðveg landsins, samkvæmt stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Kim Kielsen, en ráðherralistinn var kynntur í dag. 5. október 2018 21:00
Framlag Dana til flugvallagerðar sprengdi ríkisstjórn Grænlands Grænlenska ríkisstjórnin er sprungin vegna samnings um að danska ríkið leggi til tugi milljarða króna til flugvallagerðar á Grænlandi. Danir eru sagðir vilja koma í veg fyrir að Kínverjar komist til áhrifa á Grænlandi. 11. september 2018 21:30
Bandaríkin blanda sér í flugvallamál Grænlands Bandaríska varnarmálaráðuneytið hefur lýst yfir vilja til að taka þátt í flugvallauppbyggingu Grænlands í því skyni að styrkja stöðu Bandaríkjanna og NATO á norðurslóðum. 18. september 2018 20:45
Ístak keppir við Kínverja um gerð flugvalla á Grænlandi Ístak er eitt sex verktakafyrirtækja sem fá að bjóða í gerð þriggja flugvalla á Grænlandi. Meiri athygli hefur þó vakið að kínverskt fyrirtæki fær einnig að taka þátt í útboðinu. 16. apríl 2018 21:15
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent