Tíu ára prjónasnillingur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. nóvember 2018 19:45 Þrátt fyrir að Helgi Reynisson í Flóahreppi sé ekki nema tíu ára gamall þá er hann búin að prjóna ullarsokka, vettlinga, húfu og lopapeysu á sig. Auk þess hefur hann lært krosssaum. Helgi býr á bænum Hurðarbaki í Flóa en hann á fjögur systkini sem eru dugleg að leika sér saman í sveitinni, ekki síst að hoppa á trampólíninu á bæjarhlaðinu. Þegar Helgi er í prjónastuði þá fer hann til Kristínar ömmu sinnar þar sem þau setjast saman við eldhúsborðið og prjóna saman. Í fyrra prjónaði Helgi á sig húfu, vettlinga og sokka og í vikunni kláraði hann lopapeysuna sína. Nú er Helgi komin með nýtt prjónaverkefni. „Ég er að gera svona eyrnaband, ég hafði ekkert að gera og því fór ég að byrja á einhverju og þá datt mér í hug eyrnaband“, segir Helgi og bætir við að það sé alls ekki erfitt að prjóna þegar maður er búin að læra það. Helgi hefur líka lært að sauma krosssaum en hann kláraði nýlega þannig púða með mynd af fugli. Helgi Reynisson, tíu ára prjónasnillingur á bænum Hurðarbaki í Flóa.Magnús HlynurKristín Stefánsdóttir sem er frá Vorsabæ í Flóa hefur kennt Helga að prjóna og sauma í en hún býr á Hurðarbaki í næsta húsi við heimili Helga. Hún segir mjög sérstakt að svona ungur krakki eins og Helgi vilji læra að prjóna. „Já, bara mjög sérstakt, hann kom átta ára gamall og vildi læra að prjóna og prjónaði þá einhverja trefilslengju. Síðan vildi hann halda áfram, sem var mjög óvenjulegt, hann vildi prjóna vettlinga og þegar þeir voru búnir þá vildi hann prjóna sokka. Ég hélt alltaf að hann myndi gefast upp. Svo þegar hann fór að tala um að hann vildi prjóna peysu þá hugsaði ég með mér, nei, hann hlítur að gefast upp á því, en það varð ekki“, segir Kristín og bætir við. „Hann er mjög handlaginn við að prjóna og strax þegar ég kenndi honum að fitja upp hafði hann svo gott vald á prjónunum, það vafðist ekkert fyrir honum“. En hvernig strákur er Helgi ? „Helgi er skemmtilegur strákur sem er líflegur og íþróttasinnaður, það er gaman að fá hann hér inn og spjalla við hann“, segir Kristín amma Helga á Hurðarbaki. Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira
Þrátt fyrir að Helgi Reynisson í Flóahreppi sé ekki nema tíu ára gamall þá er hann búin að prjóna ullarsokka, vettlinga, húfu og lopapeysu á sig. Auk þess hefur hann lært krosssaum. Helgi býr á bænum Hurðarbaki í Flóa en hann á fjögur systkini sem eru dugleg að leika sér saman í sveitinni, ekki síst að hoppa á trampólíninu á bæjarhlaðinu. Þegar Helgi er í prjónastuði þá fer hann til Kristínar ömmu sinnar þar sem þau setjast saman við eldhúsborðið og prjóna saman. Í fyrra prjónaði Helgi á sig húfu, vettlinga og sokka og í vikunni kláraði hann lopapeysuna sína. Nú er Helgi komin með nýtt prjónaverkefni. „Ég er að gera svona eyrnaband, ég hafði ekkert að gera og því fór ég að byrja á einhverju og þá datt mér í hug eyrnaband“, segir Helgi og bætir við að það sé alls ekki erfitt að prjóna þegar maður er búin að læra það. Helgi hefur líka lært að sauma krosssaum en hann kláraði nýlega þannig púða með mynd af fugli. Helgi Reynisson, tíu ára prjónasnillingur á bænum Hurðarbaki í Flóa.Magnús HlynurKristín Stefánsdóttir sem er frá Vorsabæ í Flóa hefur kennt Helga að prjóna og sauma í en hún býr á Hurðarbaki í næsta húsi við heimili Helga. Hún segir mjög sérstakt að svona ungur krakki eins og Helgi vilji læra að prjóna. „Já, bara mjög sérstakt, hann kom átta ára gamall og vildi læra að prjóna og prjónaði þá einhverja trefilslengju. Síðan vildi hann halda áfram, sem var mjög óvenjulegt, hann vildi prjóna vettlinga og þegar þeir voru búnir þá vildi hann prjóna sokka. Ég hélt alltaf að hann myndi gefast upp. Svo þegar hann fór að tala um að hann vildi prjóna peysu þá hugsaði ég með mér, nei, hann hlítur að gefast upp á því, en það varð ekki“, segir Kristín og bætir við. „Hann er mjög handlaginn við að prjóna og strax þegar ég kenndi honum að fitja upp hafði hann svo gott vald á prjónunum, það vafðist ekkert fyrir honum“. En hvernig strákur er Helgi ? „Helgi er skemmtilegur strákur sem er líflegur og íþróttasinnaður, það er gaman að fá hann hér inn og spjalla við hann“, segir Kristín amma Helga á Hurðarbaki.
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Erlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Innlent Hestar á vappi um Kórana Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Innlent Mette Frederiksen heldur til Grænlands Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Innlent Fleiri fréttir Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Sjá meira