Sjómannafélag Íslands fer fram á málskostnaðartryggingu frá Heiðveigu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2018 18:38 Heiðveig María Einarsdóttir við Félagdóm í dag Vísir/Vilhelm Sjómannafélag Íslands gerði í dag þá kröfu að Heiðveig María Einarsdóttir greiði málskostnaðartryggingu vegna stefnu hennar gegn félaginu fyrir félagsdómi. Málið var þingfest síðdegis þar sem málsaðilar lögðu fram gögn en skorið verður úr um kröfu félagins á mánudag. Lögmaður Heiðveigar stefndi Sjómannafélagi Íslands eftir að félagið gerði hana brottræka úr félaginu í lok síðasta mánaðar, með ólögmætum hætti að sögn lögmannsins. Heiðveig hafði gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og gefið út að hún hygði á framboð til stjórnar í komandi stjórnarkosningum sem hefjast 24. nóvember næstkomandi. Málið var þingfest í dag þar sem lögmaður Heiðveigar fór fram á flýtimeðferð en frestur til þess að leggja fram framboðslista í komandi stjórnarkjöri í Sjómannafélaginu rennur út á hádegi á mánudag. „Það er allt of seint að gera það núna. Lögin eru skýr með það að kosningar skulu hefjast 24. nóvember og þær gera það hvort sem það er einn listi eða tveir listar eða fleiri,“ sagði Jónas Haraldsson, lögmaður Sjómannafélags Íslands eftir þingfestinguna í dag. Lögmaður Sjómannafélags Íslands fór fram á það fyrir dómi að Heiðveigu yrði gert að leggja fram málskosnaðartryggingu vegna málaferlanna í ljósi þess að gert hafi verið árangurslaust fjárnám henni. Að sögn Heiðveigar er það vegna fasteignaveðkrafna frá því eftir hrun.Málið er komið töluvert lengra en þú hafði ætlað þér kannski í upphafi. Hversu langt ætlar þú með það?„Alla leið. Þetta er ekki boðlegt. Þetta er kolólöglegt að okkar mati og algjörlega fordæmalaust og engan veginn í lagi að okkar mati,“ sagði Heiðveig að lokinni þingfestingu.Sjómannafélagið leggur fram málskostnaðarkröfu á hendur þér, áttu von á því að það eigi eftir að eyðileggja málið fyrir þér„Að sjálfsögðu ekki nei. Ég er tryggð fyrir þessu og svo leyfi ég bara dómnum að úrskurða um það, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Heiðveig. Dómurinn gat ekki skorið úr um kröfuna eða upphæð hennar þar sem dómur var ekki fjölskipaður og verði gert síðdegis á mánudag. „Að þetta mál sé komið þetta langt er algjörlega galið að öllu leiti,“ segir Heiðveig.Hefur þú heyrt um önnur framboð sem fyrirhugað er að leggja fram fyrir hádegi á mánudag?„Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt af lista stjórnar sem þeir hafa ekki gerst svo góðir að tilkynna fyrir félagsmönnum, þrátt fyrir að framboðsfrestur renni út á mánudag,“ segir Heiðveig. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Sjómannafélag Íslands gerði í dag þá kröfu að Heiðveig María Einarsdóttir greiði málskostnaðartryggingu vegna stefnu hennar gegn félaginu fyrir félagsdómi. Málið var þingfest síðdegis þar sem málsaðilar lögðu fram gögn en skorið verður úr um kröfu félagins á mánudag. Lögmaður Heiðveigar stefndi Sjómannafélagi Íslands eftir að félagið gerði hana brottræka úr félaginu í lok síðasta mánaðar, með ólögmætum hætti að sögn lögmannsins. Heiðveig hafði gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og gefið út að hún hygði á framboð til stjórnar í komandi stjórnarkosningum sem hefjast 24. nóvember næstkomandi. Málið var þingfest í dag þar sem lögmaður Heiðveigar fór fram á flýtimeðferð en frestur til þess að leggja fram framboðslista í komandi stjórnarkjöri í Sjómannafélaginu rennur út á hádegi á mánudag. „Það er allt of seint að gera það núna. Lögin eru skýr með það að kosningar skulu hefjast 24. nóvember og þær gera það hvort sem það er einn listi eða tveir listar eða fleiri,“ sagði Jónas Haraldsson, lögmaður Sjómannafélags Íslands eftir þingfestinguna í dag. Lögmaður Sjómannafélags Íslands fór fram á það fyrir dómi að Heiðveigu yrði gert að leggja fram málskosnaðartryggingu vegna málaferlanna í ljósi þess að gert hafi verið árangurslaust fjárnám henni. Að sögn Heiðveigar er það vegna fasteignaveðkrafna frá því eftir hrun.Málið er komið töluvert lengra en þú hafði ætlað þér kannski í upphafi. Hversu langt ætlar þú með það?„Alla leið. Þetta er ekki boðlegt. Þetta er kolólöglegt að okkar mati og algjörlega fordæmalaust og engan veginn í lagi að okkar mati,“ sagði Heiðveig að lokinni þingfestingu.Sjómannafélagið leggur fram málskostnaðarkröfu á hendur þér, áttu von á því að það eigi eftir að eyðileggja málið fyrir þér„Að sjálfsögðu ekki nei. Ég er tryggð fyrir þessu og svo leyfi ég bara dómnum að úrskurða um það, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Heiðveig. Dómurinn gat ekki skorið úr um kröfuna eða upphæð hennar þar sem dómur var ekki fjölskipaður og verði gert síðdegis á mánudag. „Að þetta mál sé komið þetta langt er algjörlega galið að öllu leiti,“ segir Heiðveig.Hefur þú heyrt um önnur framboð sem fyrirhugað er að leggja fram fyrir hádegi á mánudag?„Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt af lista stjórnar sem þeir hafa ekki gerst svo góðir að tilkynna fyrir félagsmönnum, þrátt fyrir að framboðsfrestur renni út á mánudag,“ segir Heiðveig.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38
Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49
Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30
Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59
Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06
„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59