Annie Lööf fær umboð til stjórnarmyndunar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2018 16:36 Annie Lööf er formaður sænska Miðflokksins. Getty/MICHAEL CAMPANELLA Annie Lööf, formaður Miðflokksins í Svíþjóð, fékk í dag umboð til stjórnarmyndunar. Hún hefur fengið til þess viku með möguleika á framlengingu. Lööf segist þó ekki stefna að því sérstaklega að leiða slíka stjórn sjálf, það er verða forsætisráðherra. Hún segist heldur vilja einblína á málefnin í viðræðunum í leit að stjórn sem meirihluti þings myndi verja falli. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Allt frá því að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu um í lok síðasta mánaðar tilkynnti þingforsetinn Andreas Norlén að hann myndi ekki veita neinum formanni nýtt umboð til stjórnarmyndunar. Þess í stað boðaði hann leiðtoga flokkanna til hópviðræða út frá fjórum tillögum að nýrri stjórn og fóru þær viðræður fram í þarsíðustu viku. Eftir viðræðurnar greindi hann frá því að hann hugðist tilnefna Ulf Kristersson, leiðtoga sænska hægriflokksins Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra og að þingið myndi í kjölfarið greiða atkvæði um hann. Kristersson sagðist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. Atkvæðagreiðsla fór fram um Kristersson sem næsta forsætisráðherra á þinginu í gær og var honum hafnað. 195 þingmenn sögðu nei, 154 sögðu já. Fór því stjórnarmyndunarhringekjan aftur af stað sem nú hefur staðið í rúma tvo mánuði. Að hámarki má sænska þingið greiða atkvæði um tillögu að forsætisráðherra fjórum sinnum áður en boða þarf til nýrra kosninga. Atkvæðagreiðslan um Kristersson var sú fyrsta í röðinni. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00 Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Annie Lööf, formaður Miðflokksins í Svíþjóð, fékk í dag umboð til stjórnarmyndunar. Hún hefur fengið til þess viku með möguleika á framlengingu. Lööf segist þó ekki stefna að því sérstaklega að leiða slíka stjórn sjálf, það er verða forsætisráðherra. Hún segist heldur vilja einblína á málefnin í viðræðunum í leit að stjórn sem meirihluti þings myndi verja falli. Afar snúin staða er á sænska þinginu eftir kosningarnar sem fram fóru 9. september síðastliðinn. Rauðgrænu flokkarnir náðu 144 þingsætum, borgaralegu flokkarnir 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Allt frá því að Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmanna og starfandi forsætisráðherra, skilaði stjórnarmyndunarumboði sínu um í lok síðasta mánaðar tilkynnti þingforsetinn Andreas Norlén að hann myndi ekki veita neinum formanni nýtt umboð til stjórnarmyndunar. Þess í stað boðaði hann leiðtoga flokkanna til hópviðræða út frá fjórum tillögum að nýrri stjórn og fóru þær viðræður fram í þarsíðustu viku. Eftir viðræðurnar greindi hann frá því að hann hugðist tilnefna Ulf Kristersson, leiðtoga sænska hægriflokksins Moderaterna, sem næsta forsætisráðherra og að þingið myndi í kjölfarið greiða atkvæði um hann. Kristersson sagðist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. Atkvæðagreiðsla fór fram um Kristersson sem næsta forsætisráðherra á þinginu í gær og var honum hafnað. 195 þingmenn sögðu nei, 154 sögðu já. Fór því stjórnarmyndunarhringekjan aftur af stað sem nú hefur staðið í rúma tvo mánuði. Að hámarki má sænska þingið greiða atkvæði um tillögu að forsætisráðherra fjórum sinnum áður en boða þarf til nýrra kosninga. Atkvæðagreiðslan um Kristersson var sú fyrsta í röðinni.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00 Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Hringekjan byrjar aftur eftir að þingið hafnaði Kristersson Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun aftur þurfa að setjast niður með leiðtogum sænsku stjórnmálaflokkanna sem eiga sæti á þingi til að ræða um möguleika á myndun nýrrar ríkisstjórnar. 14. nóvember 2018 10:00
Kristersson vill mynda stjórn með Kristilegum demókrötum Ulf Kristersson, leiðtogi sænska hægriflokksins Moderaterna, segist vilja mynda minnihlutastjórn síns flokks og Kristilegra demókrata í Svíþjóð. 12. nóvember 2018 09:10