Óska eftir umsögnum um plastpokafrumvarp Atli Ísleifsson skrifar 14. nóvember 2018 18:47 Um er að ræða breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, en með frumvarpinu er innleidd Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á þunnum plastpokum. vísir/vilhelm Óskað hefur verið eftir umsögnum um frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um takmörkun á notkun plastpoka. Um er að ræða breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, en með frumvarpinu er innleidd Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á þunnum plastpokum. Þar er sett fram tillaga að tölulegum markmiðum sem skuli náð varðandi árlega notkun plastpoka. Er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling eða færri og eigi síðar en í árslok 2025 skuli magnið vera 40 burðarpokar eða færri. Á heimasíðu stjórnarráðsins segir að frumvarpið geri einnig ráð fyrir að bannað verði að afhenda plastpoka án endurgjalds á sölustöðum vara og að gjaldið verði sýnilegt á kassakvittun. Þá verði lagt til að óheimilt verði að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara frá og með 1. júlí 2021. Bónus greindi frá því í síðasta mánuði að hætt hafi verið að selja plastpoka í verslunum þess og yrði þess í stað boðið upp á lífniðurbrjótanlega burðarpoka.Berist fyrir 28. nóvember „Frumvarpið er í samræmi við tillögu að aðgerðaáætlun um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu þess og takast á við plastmengun í hafi sem samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum skilaði til umhverfis- og auðlindaráðherra 1. nóvember 2018. Þar eru lagðar til alls 18 aðgerðir og eru tillögurnar í samráðsferli til 4. desember 2018. Ein af aðgerðunum sem gerð er tillaga um varðar burðapoka úr plasti. Óskað er eftir því að athugasemdir við frumvarpsdrögin berist í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 28. nóvember nk.,“ segir í fréttinni. Neytendur Umhverfismál Tengdar fréttir Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Óskað hefur verið eftir umsögnum um frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra um takmörkun á notkun plastpoka. Um er að ræða breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, en með frumvarpinu er innleidd Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á þunnum plastpokum. Þar er sett fram tillaga að tölulegum markmiðum sem skuli náð varðandi árlega notkun plastpoka. Er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling eða færri og eigi síðar en í árslok 2025 skuli magnið vera 40 burðarpokar eða færri. Á heimasíðu stjórnarráðsins segir að frumvarpið geri einnig ráð fyrir að bannað verði að afhenda plastpoka án endurgjalds á sölustöðum vara og að gjaldið verði sýnilegt á kassakvittun. Þá verði lagt til að óheimilt verði að afhenda burðarpoka úr plasti, hvort sem er með eða án endurgjalds, á sölustöðum vara frá og með 1. júlí 2021. Bónus greindi frá því í síðasta mánuði að hætt hafi verið að selja plastpoka í verslunum þess og yrði þess í stað boðið upp á lífniðurbrjótanlega burðarpoka.Berist fyrir 28. nóvember „Frumvarpið er í samræmi við tillögu að aðgerðaáætlun um hvernig draga má úr notkun plasts, bæta endurvinnslu þess og takast á við plastmengun í hafi sem samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum skilaði til umhverfis- og auðlindaráðherra 1. nóvember 2018. Þar eru lagðar til alls 18 aðgerðir og eru tillögurnar í samráðsferli til 4. desember 2018. Ein af aðgerðunum sem gerð er tillaga um varðar burðapoka úr plasti. Óskað er eftir því að athugasemdir við frumvarpsdrögin berist í samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 28. nóvember nk.,“ segir í fréttinni.
Neytendur Umhverfismál Tengdar fréttir Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27