Stóri samráðsfundurinn Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Í gær fullyrðir mennta- og menningarmálaráðherra í forsíðufrétt Fréttablaðsins að ráðuneyti hennar og starfsmenn hafi átt samráð við ábyrgðaraðila í sviðslistum um drög að sviðslistafrumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Það er ekki satt. „Stóri samráðsfundurinn“ sem hún kýs að kalla svo var haldinn í ráðuneytinu í janúar og þangað var boðið Ernu Ómarsdóttur, listrænum stjórnanda Íslenska dansflokksins, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra, Birnu Hafstein, forseta Sviðslistasambandsins, og Kolbrúnu Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, en hún var forfölluð og sat ég fundinn í hennar stað. Á fundinum sem stóð í eina og hálfa klukkustund kynntu höfundar frumvarpsins, verkefnisstjóri og starfsmaður lögfræðideildar vinnu sína við drögin sem voru þá enn á vinnslustigi. Voru þau ekki send út fyrir fundinn og gestir því ekki átt þess kost að kynna sér þau. Aðspurð sögðu þau drögin ekki til dreifingar og fengu gestir því ekki með sér plaggið frá fundinum til frekari skoðunar. Starfsmennirnir fóru yfir drögin og höfðu orðið en gestir höfðu fátt fram að færa þó Ari Matthíasson óskaði eftir að sá skilningur sinn væri réttur að starfssvið þjóðleikhússtjóra væri í drögunum fært að lögum um starfsmenn ríkisstofnana og ákvæðum laga um forstöðumenn. Lýst var vonbrigðum með stöðu óperunnar, ánægju með að Íslenski dansflokkurinn væri kominn í lög og varað við að innan fagfélaga sviðslistafólks yrði litið á kynntar breytingar á stjórnkerfi Þjóðleikhúss gagnrýnisaugum. Forseti BÍL fékk fáum dögum síðar send drögin og eru afrit þeirra frá janúar því í höndum hagsmunaaðila til samanburðar við það plagg sem kynnt var í samráðsgátt fyrir fáum dögum. Ósk um að frestur til athugasemda yrði lengdur sem send var ráðherra í síðustu viku var ekki svarað. Á opnum fundi Sviðslistasambandsins á mánudag upplýsti Ari Matthíason að ráðuneytið hafi ekki leitað til þjóðleikhússtjóra eða þjóðleikhúsráðs um samráð, ekki hefur ráðuneytið leitað til fagfélaga leikara, leikstjóra og annarra sviðslistamanna. Ekki til Sviðslistasambands Íslands, ekki félaga leikskálda eða rithöfunda. Ráðherra hefur kosið að halda vinnu sinna manna í lokuðum herbergjum ráðuneytis síns. Á lýðveldistímanum frá 1947 hefur menntamálaráðherra nokkrum sinnum haft forgöngu um breytingar á lögum um Þjóðleikhús og leikstarfsemi sem um síðir runnu inn í lagabálk sem nú á að endurskoða. Í hvert sinn sem ráðuneytið hefur hreyft lagabreytingum hafa ráðamenn átt náið samráð við sviðslistafólk. Það gerðist ekki nú og ber að harma. Nú ber að minnast þess að flokkur ráðherrans átti frá upphafi frumkvæði að stofnun Þjóðleikhúss með bandalagi Jónasar Jónssonar og Jakobs Möllers. Flokkurinn hreyfði fyrst breytingum á lögum um Þjóðleikhús að frumkvæði Einars Ágústssonar 1966-7. Vert er að minnast frumvarps Ingvars Gíslasonar í hans tíð sem ráðherra. Nú gefst ráðherra flokksins kostur á að kasta þessu copy/paste frumvarpi starfsmanna sinna, óska eftir tillögum sviðslistamanna um ný drög. Má byggja þau á lagafrumvarpi sem samstarfsnefnd sviðslistamanna vann 2013. Ekki er að efa að sviðslistamenn eru reiðubúnir að hlusta á sjónarmið embættismanna, meta þau og greina. Lög um fjármál ríkisins sem heimta langtímahugsun í rekstri menningarstofnana kalla á að ráðherrann gangi í lið þeirra sem vilja marka framtíðarsýn um hag sviðslistanna í landinu öllum þegnum til gleði og ánægju. Höndin er útrétt, Lilja. Við skulum vinna saman að því að smíða ný lög um sviðslistir til næstu áratuga. Sláðu ekki á útrétta hönd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Sjá meira
Í gær fullyrðir mennta- og menningarmálaráðherra í forsíðufrétt Fréttablaðsins að ráðuneyti hennar og starfsmenn hafi átt samráð við ábyrgðaraðila í sviðslistum um drög að sviðslistafrumvarpi sem hún hyggst leggja fram á Alþingi. Það er ekki satt. „Stóri samráðsfundurinn“ sem hún kýs að kalla svo var haldinn í ráðuneytinu í janúar og þangað var boðið Ernu Ómarsdóttur, listrænum stjórnanda Íslenska dansflokksins, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, óperustjóra Íslensku óperunnar, Ara Matthíassyni þjóðleikhússtjóra, Birnu Hafstein, forseta Sviðslistasambandsins, og Kolbrúnu Halldórsdóttur, forseta Bandalags íslenskra listamanna, en hún var forfölluð og sat ég fundinn í hennar stað. Á fundinum sem stóð í eina og hálfa klukkustund kynntu höfundar frumvarpsins, verkefnisstjóri og starfsmaður lögfræðideildar vinnu sína við drögin sem voru þá enn á vinnslustigi. Voru þau ekki send út fyrir fundinn og gestir því ekki átt þess kost að kynna sér þau. Aðspurð sögðu þau drögin ekki til dreifingar og fengu gestir því ekki með sér plaggið frá fundinum til frekari skoðunar. Starfsmennirnir fóru yfir drögin og höfðu orðið en gestir höfðu fátt fram að færa þó Ari Matthíasson óskaði eftir að sá skilningur sinn væri réttur að starfssvið þjóðleikhússtjóra væri í drögunum fært að lögum um starfsmenn ríkisstofnana og ákvæðum laga um forstöðumenn. Lýst var vonbrigðum með stöðu óperunnar, ánægju með að Íslenski dansflokkurinn væri kominn í lög og varað við að innan fagfélaga sviðslistafólks yrði litið á kynntar breytingar á stjórnkerfi Þjóðleikhúss gagnrýnisaugum. Forseti BÍL fékk fáum dögum síðar send drögin og eru afrit þeirra frá janúar því í höndum hagsmunaaðila til samanburðar við það plagg sem kynnt var í samráðsgátt fyrir fáum dögum. Ósk um að frestur til athugasemda yrði lengdur sem send var ráðherra í síðustu viku var ekki svarað. Á opnum fundi Sviðslistasambandsins á mánudag upplýsti Ari Matthíason að ráðuneytið hafi ekki leitað til þjóðleikhússtjóra eða þjóðleikhúsráðs um samráð, ekki hefur ráðuneytið leitað til fagfélaga leikara, leikstjóra og annarra sviðslistamanna. Ekki til Sviðslistasambands Íslands, ekki félaga leikskálda eða rithöfunda. Ráðherra hefur kosið að halda vinnu sinna manna í lokuðum herbergjum ráðuneytis síns. Á lýðveldistímanum frá 1947 hefur menntamálaráðherra nokkrum sinnum haft forgöngu um breytingar á lögum um Þjóðleikhús og leikstarfsemi sem um síðir runnu inn í lagabálk sem nú á að endurskoða. Í hvert sinn sem ráðuneytið hefur hreyft lagabreytingum hafa ráðamenn átt náið samráð við sviðslistafólk. Það gerðist ekki nú og ber að harma. Nú ber að minnast þess að flokkur ráðherrans átti frá upphafi frumkvæði að stofnun Þjóðleikhúss með bandalagi Jónasar Jónssonar og Jakobs Möllers. Flokkurinn hreyfði fyrst breytingum á lögum um Þjóðleikhús að frumkvæði Einars Ágústssonar 1966-7. Vert er að minnast frumvarps Ingvars Gíslasonar í hans tíð sem ráðherra. Nú gefst ráðherra flokksins kostur á að kasta þessu copy/paste frumvarpi starfsmanna sinna, óska eftir tillögum sviðslistamanna um ný drög. Má byggja þau á lagafrumvarpi sem samstarfsnefnd sviðslistamanna vann 2013. Ekki er að efa að sviðslistamenn eru reiðubúnir að hlusta á sjónarmið embættismanna, meta þau og greina. Lög um fjármál ríkisins sem heimta langtímahugsun í rekstri menningarstofnana kalla á að ráðherrann gangi í lið þeirra sem vilja marka framtíðarsýn um hag sviðslistanna í landinu öllum þegnum til gleði og ánægju. Höndin er útrétt, Lilja. Við skulum vinna saman að því að smíða ný lög um sviðslistir til næstu áratuga. Sláðu ekki á útrétta hönd.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun