Liðið klárt hjá Hamrén: Sverrir eða Ari Freyr í hægri bakverði? Tómas Þór Þórðarson í Brussel skrifar 14. nóvember 2018 15:00 Ragnar er ekki með en Sverrir er samt ekki öruggur í liðið. vísir/getty „Ef ekki fleiri meiðast þá er liðið klárt. Ég hlakka til að sjá þetta lið sem við spilum með á morgun. Þetta verður í fyrsta sinn sem þetta lið spilar saman. Ég vona bara að þeir leikmenn sem fá tækifæri á morgun nýti það.“ Þetta sagði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í fótbolta, við Vísi í viðtali eftir æfingu liðsins í hádeginu í dag en gríðarleg forföll eru í hópnum vegna meiðsla. Alls eru tíu leikmenn á meiðslalistanum en í morgun dró Birkir Bjarnason sig út úr hópnum og á fréttamannafundinum eftir æfingu dagsins staðfesti Harmén að Birkir Már Sævarsson gæti ekki spilað, sömuleiðis vegna meiðsla.Bara nokkrir öruggir Ljóst er að Hamrén verður að gera miklar breytingar á byrjunarliðinu og því er erfitt að spá fyrir um hverjir byrja leikinn á móti Belgíu annað kvöld. Þeir sem eru öruggir eru Hannes Þór Halldórsson í markinu, Kári Árnason í miðverði, Aron Einar Gunnarson á miðjunni og Alfreð Finnbogason frammi. Meira er það ekki þó Hörður Björgvin sé mjög líklegur til að spila vinstra megin í vörninni þrátt fyrir mistök í síðustu leikjum. Hamrén kom inn á það á fréttamannafundi á Íslandi á dögunum að Ari Freyr Skúlason gæti vel spilað hægra megin í vörninni en þá hefur hann einnig verið að prófa Sverri Inga Ingason þar. Sverrir gefur meiri styrk inn í teignum og er því líklegur fyrir morgundaginn. Það er líklegra að Jón Guðni Fjóluson byrji í miðverðinum á morgun frekar en Sverrir.Múrað fyrir? Arnór Sigurðsson byrjar mögulega vinstra megin á miðjunni í sínum fyrsta landsleik en hann er sjóðheitur þessa dagana. Nafni hans Arnór Ingvi verður líklega að láta sér varamannabekkinn duga og Rúrik Gíslason byrjar hægra megin að mati Vísis en Rúrik er framarlega í goggunarröðinni hjá Hamrén. Spurningin er hvort Svíinn verði með sóknarsinnaðan miðjumann eða reyni frekar að múra fyrir. Guðlaugur Victor Pálsson verður eflaust inn á miðjunni með Aroni Einari en hvort að Eggert Gunnþór verði með þeim eða Albert fyrir framan er stórt spurningamerki. Hamrén vill tæplega fá aðra eins útreið og á móti Sviss en það verður ekki mikið um spil fram á við ef Aron, Eggert og Victor verða allir saman. Albert Guðmundsson er því líklegur til að spila fyrir aftan Alfreð.Mögulegt byrjunarlið. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00 Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í morgun | Birkir æfði einn 22 æfðu þar sem að Birkir Bjarnason þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. 14. nóvember 2018 10:48 Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35 Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42 Birkir Bjarnason úr leik og Aron Elís kemur inn Birkir Bjarnason er enn einn fastamaðurinn í landsliði Íslands sem missir af leikjunum á móti Belgíu og Katar. 14. nóvember 2018 09:56 Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
„Ef ekki fleiri meiðast þá er liðið klárt. Ég hlakka til að sjá þetta lið sem við spilum með á morgun. Þetta verður í fyrsta sinn sem þetta lið spilar saman. Ég vona bara að þeir leikmenn sem fá tækifæri á morgun nýti það.“ Þetta sagði Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í fótbolta, við Vísi í viðtali eftir æfingu liðsins í hádeginu í dag en gríðarleg forföll eru í hópnum vegna meiðsla. Alls eru tíu leikmenn á meiðslalistanum en í morgun dró Birkir Bjarnason sig út úr hópnum og á fréttamannafundinum eftir æfingu dagsins staðfesti Harmén að Birkir Már Sævarsson gæti ekki spilað, sömuleiðis vegna meiðsla.Bara nokkrir öruggir Ljóst er að Hamrén verður að gera miklar breytingar á byrjunarliðinu og því er erfitt að spá fyrir um hverjir byrja leikinn á móti Belgíu annað kvöld. Þeir sem eru öruggir eru Hannes Þór Halldórsson í markinu, Kári Árnason í miðverði, Aron Einar Gunnarson á miðjunni og Alfreð Finnbogason frammi. Meira er það ekki þó Hörður Björgvin sé mjög líklegur til að spila vinstra megin í vörninni þrátt fyrir mistök í síðustu leikjum. Hamrén kom inn á það á fréttamannafundi á Íslandi á dögunum að Ari Freyr Skúlason gæti vel spilað hægra megin í vörninni en þá hefur hann einnig verið að prófa Sverri Inga Ingason þar. Sverrir gefur meiri styrk inn í teignum og er því líklegur fyrir morgundaginn. Það er líklegra að Jón Guðni Fjóluson byrji í miðverðinum á morgun frekar en Sverrir.Múrað fyrir? Arnór Sigurðsson byrjar mögulega vinstra megin á miðjunni í sínum fyrsta landsleik en hann er sjóðheitur þessa dagana. Nafni hans Arnór Ingvi verður líklega að láta sér varamannabekkinn duga og Rúrik Gíslason byrjar hægra megin að mati Vísis en Rúrik er framarlega í goggunarröðinni hjá Hamrén. Spurningin er hvort Svíinn verði með sóknarsinnaðan miðjumann eða reyni frekar að múra fyrir. Guðlaugur Victor Pálsson verður eflaust inn á miðjunni með Aroni Einari en hvort að Eggert Gunnþór verði með þeim eða Albert fyrir framan er stórt spurningamerki. Hamrén vill tæplega fá aðra eins útreið og á móti Sviss en það verður ekki mikið um spil fram á við ef Aron, Eggert og Victor verða allir saman. Albert Guðmundsson er því líklegur til að spila fyrir aftan Alfreð.Mögulegt byrjunarlið.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00 Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í morgun | Birkir æfði einn 22 æfðu þar sem að Birkir Bjarnason þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. 14. nóvember 2018 10:48 Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35 Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42 Birkir Bjarnason úr leik og Aron Elís kemur inn Birkir Bjarnason er enn einn fastamaðurinn í landsliði Íslands sem missir af leikjunum á móti Belgíu og Katar. 14. nóvember 2018 09:56 Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Aron Einar: Engin ein skýring á þessu gengi Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyririliði, segir að það sé engin ein skýring afhverju það hefur ekki gengið sem skildi hjá íslenska landsliðinu að ná í úrslit á árinu 2018. 14. nóvember 2018 12:00
Strákarnir æfðu á keppnisvellinum í morgun | Birkir æfði einn 22 æfðu þar sem að Birkir Bjarnason þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. 14. nóvember 2018 10:48
Birkir Már tíundi leikmaðurinn sem dettur út vegna meiðsla Það ætlar ekki af íslenska landsliðinu að ganga fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld. 14. nóvember 2018 11:35
Erik Hamrén: Ég er hrifinn af Þjóðadeildinni Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í álit sitt á Þjóðadeildinni á blaðamannafundi í dag. 14. nóvember 2018 11:42
Birkir Bjarnason úr leik og Aron Elís kemur inn Birkir Bjarnason er enn einn fastamaðurinn í landsliði Íslands sem missir af leikjunum á móti Belgíu og Katar. 14. nóvember 2018 09:56
Aron: Við erum ekki gamlir Aron Einar Gunnarsson segir að það sé enn nægur tími fyrir íslenska landsliðið að endurnýja sig. 14. nóvember 2018 11:48
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn