Tíðindaríkir haustmánuðir Agnar Tómas Möller skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Óhætt er að segja að haustið hafi farið af stað með látum í efnahagslegu tilliti. Frá byrjun september hefur krónan gefið eftir um nær 12%, WOW air horfði fram af bjargbrún og Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu á fjárstreymistæki sínu og hækkaði stýrivexti úr 4,25% í 4,50%. Hafði bankinn þá ekki hreyft við fjárstreymistækinu frá því hann setti það á sumarið 2016 og stýrivextir bankans hækkuðu á ný eftir þriggja ára hlé. Breyting á bindiskyldu fjárstreymistækisins, eða „innflæðishöftunum“ svokölluðu, var gleðiefni enda löngu tímabær. Þótt áhrif breytinganna verði líklega lítil meðan bindingin sjálf er virk styttist vonandi í að bindingin verði með öllu afnumin. Rökstuðningur bankans fyrir breytingunni er minnkandi vaxtamunur við útlönd og að ekki sé lengur hætta á ofrisi krónunnar. Reyndar hefur alger skortur á erlendum fjárfestum ýtt undir fall krónunnar undanfarin misseri þegar innlendir fjárfestar streymdu út með fé sitt gegnum hinn næfurþunna íslenska gjaldeyrismarkað – Seðlabankinn bendir einmitt á fjármagnsútstreymi sem ástæðu veikingar krónunnar í nýjustu Peningamálum sínum. Þá er athyglisvert að þrátt fyrir samanlagt tugi prósenta verðfall skuldabréfa og veikingu krónunnar þá virðist sem þeir erlendu fjárfestar sem fjárfest hafa undanfarin ár í löngum ríkisbréfum hafi ekki að neinu markverðu leyti selt úr stöðum sínum. Hinir kviku fjárfestar virðast því eftir allt saman ekki vera eins kvikir og Seðlabankinn hefur haft áhyggjur af.Vextir hækka Þrátt fyrir að minnkandi vaxtamunur hafi verið meginrökin á bak við slökun innflæðishafta, ákvað peningastefnunefnd að hækka stýrivexti úr 4,25% í 4,50% aðeins fimm dögum síðar. Peningastefnunefnd taldi ekki skynsamlegt að raunvextir bankans færu niður fyrir 1% að svo stöddu, eins og þeir eru nú metnir miðað við meðaltal verðbólguvæntinga til skemmri tíma. Það breytir því ekki að raunvaxtaaðhaldið, þar sem það raunverulega bítur, er meira en yfirdrifið nóg. Fastir verðtryggðir húsnæðisvextir til heimila hjá lífeyrissjóðum og bönkum eru á bilinu 3,5-3,8%, fastir óverðtryggðir húsnæðisvextir munu að óbreyttu fara yfir 7% miðað við lánskjör bankanna á skuldabréfamarkaði. Við það bætist aðhald sem kemur í gegnum hin ýmsu þjóðhagsvarúðartæki bankans sem eru virk í dag.Glasið hálffullt? Góðu fréttirnar eru þær að þrátt fyrir versnandi verðbólguhorfur til skemmri tíma virðast verðbólguvæntingar til lengri tíma vera stöðugar og lágar. Í könnun Seðlabankans á verðbólguvæntingum markaðsaðila (hæsta svarhlutfall könnunarinnar frá upphafi, 93%) kemur fram að væntingar eru um að verðbólga verði 3,6% að jafnaði næstu 2 árin, 3,0% næstu 5 ár og 2,9% næstu 10 ár. Það þýðir að væntingar eru um að verðbólga fari hratt niður í markmið eftir 2 ár og verði um 2,6% næstu 3 ár á eftir, og eftir 5 ár verði hún að jafnaði 2,8%. Þessar væntingar eru nálægt sínum lægstu gildum frá upphafi mælinga. Þá hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarlækkað undanfarnar tvær vikur, eða úr 4,5% í um 4,0% í dag. Margt spilar þar inn í en ljóst er að lækkunin er sambland af lækkun verðbólguvæntinga og óvissuálags, auk jákvæðra framboðsáhrifa þar sem Lánasýsla ríkisins hefur ekki gefið út óverðtryggð ríkisbréf í 7 vikur, eftir að hafa beinlínis drekkt skuldabréfamarkaðnum undanfarin tvö ár með linnulausri útgáfu þeirra. Blikur eru á lofti í íslensku efnahagslífi og vísbendingar þess efnis að hagkerfið sé að kólna hraðar en spár höfðu gert ráð fyrir. Innflæðishöftin hafa stuðlað að fjármagnsskorti í landinu sem ekki aðeins hefur ýtt undir veikingu krónunnar heldur einnig hækkað fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja. Höftin hafa því lagst á sveif með aðhaldssamri peningastefnu um að ýta undir kólnun hagkerfisins og hlýtur það raunvaxtastig sem blasir við heimilum og fyrirtækjum að vera yfirdrifið miðað við stöðuna í dag. Það væri því æskilegt að binding fjárstreymistækisins yrði tekin alveg niður svo hagkerfið geti tengst erlendu langtímafjármagni í gegnum skuldabréfamarkaðinn. Það myndi leiða yfir í lægri vexti óverðtryggðra húsnæðislána og á endanum í lægri skuldaraálög annarra útgefenda á markaði. Munurinn á raunvöxtum Seðlabankans og þess sem heimili og fyrirtæki greiða myndi því smám saman minnka, öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Skoðun Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að haustið hafi farið af stað með látum í efnahagslegu tilliti. Frá byrjun september hefur krónan gefið eftir um nær 12%, WOW air horfði fram af bjargbrún og Seðlabankinn lækkaði bindiskyldu á fjárstreymistæki sínu og hækkaði stýrivexti úr 4,25% í 4,50%. Hafði bankinn þá ekki hreyft við fjárstreymistækinu frá því hann setti það á sumarið 2016 og stýrivextir bankans hækkuðu á ný eftir þriggja ára hlé. Breyting á bindiskyldu fjárstreymistækisins, eða „innflæðishöftunum“ svokölluðu, var gleðiefni enda löngu tímabær. Þótt áhrif breytinganna verði líklega lítil meðan bindingin sjálf er virk styttist vonandi í að bindingin verði með öllu afnumin. Rökstuðningur bankans fyrir breytingunni er minnkandi vaxtamunur við útlönd og að ekki sé lengur hætta á ofrisi krónunnar. Reyndar hefur alger skortur á erlendum fjárfestum ýtt undir fall krónunnar undanfarin misseri þegar innlendir fjárfestar streymdu út með fé sitt gegnum hinn næfurþunna íslenska gjaldeyrismarkað – Seðlabankinn bendir einmitt á fjármagnsútstreymi sem ástæðu veikingar krónunnar í nýjustu Peningamálum sínum. Þá er athyglisvert að þrátt fyrir samanlagt tugi prósenta verðfall skuldabréfa og veikingu krónunnar þá virðist sem þeir erlendu fjárfestar sem fjárfest hafa undanfarin ár í löngum ríkisbréfum hafi ekki að neinu markverðu leyti selt úr stöðum sínum. Hinir kviku fjárfestar virðast því eftir allt saman ekki vera eins kvikir og Seðlabankinn hefur haft áhyggjur af.Vextir hækka Þrátt fyrir að minnkandi vaxtamunur hafi verið meginrökin á bak við slökun innflæðishafta, ákvað peningastefnunefnd að hækka stýrivexti úr 4,25% í 4,50% aðeins fimm dögum síðar. Peningastefnunefnd taldi ekki skynsamlegt að raunvextir bankans færu niður fyrir 1% að svo stöddu, eins og þeir eru nú metnir miðað við meðaltal verðbólguvæntinga til skemmri tíma. Það breytir því ekki að raunvaxtaaðhaldið, þar sem það raunverulega bítur, er meira en yfirdrifið nóg. Fastir verðtryggðir húsnæðisvextir til heimila hjá lífeyrissjóðum og bönkum eru á bilinu 3,5-3,8%, fastir óverðtryggðir húsnæðisvextir munu að óbreyttu fara yfir 7% miðað við lánskjör bankanna á skuldabréfamarkaði. Við það bætist aðhald sem kemur í gegnum hin ýmsu þjóðhagsvarúðartæki bankans sem eru virk í dag.Glasið hálffullt? Góðu fréttirnar eru þær að þrátt fyrir versnandi verðbólguhorfur til skemmri tíma virðast verðbólguvæntingar til lengri tíma vera stöðugar og lágar. Í könnun Seðlabankans á verðbólguvæntingum markaðsaðila (hæsta svarhlutfall könnunarinnar frá upphafi, 93%) kemur fram að væntingar eru um að verðbólga verði 3,6% að jafnaði næstu 2 árin, 3,0% næstu 5 ár og 2,9% næstu 10 ár. Það þýðir að væntingar eru um að verðbólga fari hratt niður í markmið eftir 2 ár og verði um 2,6% næstu 3 ár á eftir, og eftir 5 ár verði hún að jafnaði 2,8%. Þessar væntingar eru nálægt sínum lægstu gildum frá upphafi mælinga. Þá hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði snarlækkað undanfarnar tvær vikur, eða úr 4,5% í um 4,0% í dag. Margt spilar þar inn í en ljóst er að lækkunin er sambland af lækkun verðbólguvæntinga og óvissuálags, auk jákvæðra framboðsáhrifa þar sem Lánasýsla ríkisins hefur ekki gefið út óverðtryggð ríkisbréf í 7 vikur, eftir að hafa beinlínis drekkt skuldabréfamarkaðnum undanfarin tvö ár með linnulausri útgáfu þeirra. Blikur eru á lofti í íslensku efnahagslífi og vísbendingar þess efnis að hagkerfið sé að kólna hraðar en spár höfðu gert ráð fyrir. Innflæðishöftin hafa stuðlað að fjármagnsskorti í landinu sem ekki aðeins hefur ýtt undir veikingu krónunnar heldur einnig hækkað fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja. Höftin hafa því lagst á sveif með aðhaldssamri peningastefnu um að ýta undir kólnun hagkerfisins og hlýtur það raunvaxtastig sem blasir við heimilum og fyrirtækjum að vera yfirdrifið miðað við stöðuna í dag. Það væri því æskilegt að binding fjárstreymistækisins yrði tekin alveg niður svo hagkerfið geti tengst erlendu langtímafjármagni í gegnum skuldabréfamarkaðinn. Það myndi leiða yfir í lægri vexti óverðtryggðra húsnæðislána og á endanum í lægri skuldaraálög annarra útgefenda á markaði. Munurinn á raunvöxtum Seðlabankans og þess sem heimili og fyrirtæki greiða myndi því smám saman minnka, öllum til hagsbóta.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun