Mæðgur, hundur og tauköttur hjálpast að við að hlaða vegg Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2018 20:00 Það eru eflaust ekki margar mæðgur sem vinna við það hér á landi að hlaða veggi en í Mývatnssveit hafa þó einar slíkar unnið undanfarna mánuði við að koma upp handhlöðnum veggjum upp við hótel við Mývatn.Mæðgurnar Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir og Heiðrún Arna hafa unnið við veggina með hléum frá því í sumar, við Icelandair-hótelið við Mývatn, en núna um helgina er útlit fyrir að verkið klárist. Auk mæðgnanna hjálpar hundur þeirra til við verkið og tauköttur fylgir þeim hvert fótmál.Grjótið sem notað er í veggina er hraungrýti sem kom upp úr jarðvinnu í Aðaldal, en það var ekki hlaupið að því að finna rétt grjót í veggina. „Á eftir vélinni sem var að fleyga þá kom jarðýta og ruddi grjótinu aftur ofan í skurðinn og síðan þurftum við að koma með járnkarla og kúbein til að ná því upp,“ segir Krístin Auður.Að undanskildu því að flytja grjótið á staðinn koma engar vélar að vinnunni og er um mikla nákvæmnisvinnu að ræða. Finna þarf réttan stein á hvern stað og höggva hann til svo hann passi. Kristín hefur hlaðið veggi í ellefu ár og kemur reynslan því að góðum notum.„Það er svolítið erfitt en það er hvað þú þjálfar þig í að muna formið, þegar þú gengur að veggnum, muma hvernig næsta rými er sem þú ætlar að finna steininn í. Það bara kemur með tímanum,“ segir Kristín AuðurAthygli vekur að dóttir Kristínar er samstarfskona hennar og segist hún efast um að hlaðnir hafi verið samskonar veggir hér á landi þar sem konur sjái alfarið um hleðsluna. „Ég veit ekki um aðrar mæðgur sem eru að hlaða veggi,“ segir Kristín Auður.En hvernig er að vinna með móður sinni?„Hún leiðbeinir vel. Hún er nákvæm og segir manni rosa vel til og maður vill, sérstaklega að því að þetta er móðir mín, þá vill maður að þetta sé vel gert,“ segir Heiðrún Arna.Og Kristínu finnst ekki síðra að vinna með dóttur sinniÞað er bara gaman, ég á fjögur börn og ég vildi að ég fengi verk þar sem ég hefði þau öll með mér. Skútustaðahreppur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Það eru eflaust ekki margar mæðgur sem vinna við það hér á landi að hlaða veggi en í Mývatnssveit hafa þó einar slíkar unnið undanfarna mánuði við að koma upp handhlöðnum veggjum upp við hótel við Mývatn.Mæðgurnar Kristín Auður Kelddal Elíasdóttir og Heiðrún Arna hafa unnið við veggina með hléum frá því í sumar, við Icelandair-hótelið við Mývatn, en núna um helgina er útlit fyrir að verkið klárist. Auk mæðgnanna hjálpar hundur þeirra til við verkið og tauköttur fylgir þeim hvert fótmál.Grjótið sem notað er í veggina er hraungrýti sem kom upp úr jarðvinnu í Aðaldal, en það var ekki hlaupið að því að finna rétt grjót í veggina. „Á eftir vélinni sem var að fleyga þá kom jarðýta og ruddi grjótinu aftur ofan í skurðinn og síðan þurftum við að koma með járnkarla og kúbein til að ná því upp,“ segir Krístin Auður.Að undanskildu því að flytja grjótið á staðinn koma engar vélar að vinnunni og er um mikla nákvæmnisvinnu að ræða. Finna þarf réttan stein á hvern stað og höggva hann til svo hann passi. Kristín hefur hlaðið veggi í ellefu ár og kemur reynslan því að góðum notum.„Það er svolítið erfitt en það er hvað þú þjálfar þig í að muna formið, þegar þú gengur að veggnum, muma hvernig næsta rými er sem þú ætlar að finna steininn í. Það bara kemur með tímanum,“ segir Kristín AuðurAthygli vekur að dóttir Kristínar er samstarfskona hennar og segist hún efast um að hlaðnir hafi verið samskonar veggir hér á landi þar sem konur sjái alfarið um hleðsluna. „Ég veit ekki um aðrar mæðgur sem eru að hlaða veggi,“ segir Kristín Auður.En hvernig er að vinna með móður sinni?„Hún leiðbeinir vel. Hún er nákvæm og segir manni rosa vel til og maður vill, sérstaklega að því að þetta er móðir mín, þá vill maður að þetta sé vel gert,“ segir Heiðrún Arna.Og Kristínu finnst ekki síðra að vinna með dóttur sinniÞað er bara gaman, ég á fjögur börn og ég vildi að ég fengi verk þar sem ég hefði þau öll með mér.
Skútustaðahreppur Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira