Innherjar víða Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. nóvember 2018 08:00 Fréttablaðið greindi í október frá skipan starfshóps með fulltrúum forsætis- og fjármálaráðuneytis og Seðlabankans. Starfshópurinn vann svokallaða sviðsmyndagreiningu vegna mögulegra áfalla í rekstri Wow Air. Á mannamáli voru stjórnvöld að skoða hvaða afleiðingar gjaldþrot Wow hefði á þjóðarbúið. Niðurstöðurnar voru að gjaldþrot félagsins gæti leitt til að landsframleiðsla drægist saman um tæp þrjú prósent og gengi krónunnar gæti veikst um allt að 13 prósent á næsta ári. Til samanburðar gerði spá Hagstofunnar og Seðlabankans ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti og að gengi krónunnar héldist stöðugt. Fram kom að fall Wow gæti orðið til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent, verðbólga hækkaði um þrjú prósent – færi hátt í sex prósent – og að um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Þetta væri grafalvarleg staða. Erfiðleikar Wow hafa verið til umræðu. Framangreindar upplýsingar lýsa hversu mikil áhrif áföll stórra fyrirtækja hafa á okkar litla hagkerfi. Vonandi tekst að koma rekstri íslenskra flugfélaga í skjól og verja þau mikilvægu störf sem þar eru unnin, og þau fjölmörgu afleiddu störf sem þau skapa. Fjölmörgum spurningum er þó ósvarað þegar litið er yfir atburðarásina. Icelandair, sem hefur keypt Wow, er skráð félag í Kauphöllinni. Eigendur þess eru lífeyrissjóðir, fagfjárfestar og almenningur. Hjá skráðum félögum er gert ráð fyrir að allir sem hlut eiga að máli fái sömu upplýsingar á sama tíma. Var það svo? Fréttablaðið greindi nýlega frá fundarhöldum um vanda flugfélaga, sem stjórnmálamenn og embættismenn tóku þátt í. Hvaða upplýsingar voru veittar á þeim fundum? Og hvaða upplýsingar hafði starfshópurinn sem vann sviðsmyndagreininguna? Forsætisráðherra ræddi kaup Icelandair á Wow í viðtali í vikunni og sagðist ekki geta sagt að þetta hefði komið sér á óvart og auðvitað „höfum við fylgst grannt með þessum málum um nokkurt skeið“. Forsætisráðherra verður að upplýsa hvaða upplýsingar hún hafði. Kaupin komu almennum fjárfestum á óvart, en ekki forsætisráðherra. Hlutabréf Icelandair hækkuðu um tæplega 40% á dagsparti. Hverju hafði forsætisráðherra fylgst svona grannt með? Hafði ríkisstjórnin meiri upplýsingar en eigendur fyrirtækisins? Forsætisráðherra segir „við“. Hverjir eru við? Getur verið að innherjaupplýsingar hafi verið meðal fólks sem ekki var skráð sem innherjar? Af fréttum er ljóst að ekki ber öllum saman um aðdraganda og tímalínu kaupanna. Það er umhugsunarefni. Hluthafar Iclandair hljóta að spyrja af hverju opið var fyrir viðskipti með bréf félagsins að morgni 5. nóvember í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir. Seðlabankinn tók þátt í sviðsmyndagreiningunni. Bankinn hafði gert ráð fyrir stöðugu gengi íslensku krónunnar í náinni framtíð. Íslenska krónan hefur hins vegar fallið eins og steinn samfara vinnunni við úrlausn vanda flugfélaganna. Því er eðlilegt að spyrja: Var veiking íslensku krónunnar hluti af björgunaraðgerðum stjórnvalda? Frá ágústbyrjun hefur gengi krónunnar fallið yfir 10%. Var það ákvörðun stjórnvalda að fella gengi íslensku krónunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fréttablaðið greindi í október frá skipan starfshóps með fulltrúum forsætis- og fjármálaráðuneytis og Seðlabankans. Starfshópurinn vann svokallaða sviðsmyndagreiningu vegna mögulegra áfalla í rekstri Wow Air. Á mannamáli voru stjórnvöld að skoða hvaða afleiðingar gjaldþrot Wow hefði á þjóðarbúið. Niðurstöðurnar voru að gjaldþrot félagsins gæti leitt til að landsframleiðsla drægist saman um tæp þrjú prósent og gengi krónunnar gæti veikst um allt að 13 prósent á næsta ári. Til samanburðar gerði spá Hagstofunnar og Seðlabankans ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti og að gengi krónunnar héldist stöðugt. Fram kom að fall Wow gæti orðið til þess að útflutningur drægist saman um tíu prósent, verðbólga hækkaði um þrjú prósent – færi hátt í sex prósent – og að um 1.400 manns bættust á atvinnuleysisskrá. Þetta væri grafalvarleg staða. Erfiðleikar Wow hafa verið til umræðu. Framangreindar upplýsingar lýsa hversu mikil áhrif áföll stórra fyrirtækja hafa á okkar litla hagkerfi. Vonandi tekst að koma rekstri íslenskra flugfélaga í skjól og verja þau mikilvægu störf sem þar eru unnin, og þau fjölmörgu afleiddu störf sem þau skapa. Fjölmörgum spurningum er þó ósvarað þegar litið er yfir atburðarásina. Icelandair, sem hefur keypt Wow, er skráð félag í Kauphöllinni. Eigendur þess eru lífeyrissjóðir, fagfjárfestar og almenningur. Hjá skráðum félögum er gert ráð fyrir að allir sem hlut eiga að máli fái sömu upplýsingar á sama tíma. Var það svo? Fréttablaðið greindi nýlega frá fundarhöldum um vanda flugfélaga, sem stjórnmálamenn og embættismenn tóku þátt í. Hvaða upplýsingar voru veittar á þeim fundum? Og hvaða upplýsingar hafði starfshópurinn sem vann sviðsmyndagreininguna? Forsætisráðherra ræddi kaup Icelandair á Wow í viðtali í vikunni og sagðist ekki geta sagt að þetta hefði komið sér á óvart og auðvitað „höfum við fylgst grannt með þessum málum um nokkurt skeið“. Forsætisráðherra verður að upplýsa hvaða upplýsingar hún hafði. Kaupin komu almennum fjárfestum á óvart, en ekki forsætisráðherra. Hlutabréf Icelandair hækkuðu um tæplega 40% á dagsparti. Hverju hafði forsætisráðherra fylgst svona grannt með? Hafði ríkisstjórnin meiri upplýsingar en eigendur fyrirtækisins? Forsætisráðherra segir „við“. Hverjir eru við? Getur verið að innherjaupplýsingar hafi verið meðal fólks sem ekki var skráð sem innherjar? Af fréttum er ljóst að ekki ber öllum saman um aðdraganda og tímalínu kaupanna. Það er umhugsunarefni. Hluthafar Iclandair hljóta að spyrja af hverju opið var fyrir viðskipti með bréf félagsins að morgni 5. nóvember í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir. Seðlabankinn tók þátt í sviðsmyndagreiningunni. Bankinn hafði gert ráð fyrir stöðugu gengi íslensku krónunnar í náinni framtíð. Íslenska krónan hefur hins vegar fallið eins og steinn samfara vinnunni við úrlausn vanda flugfélaganna. Því er eðlilegt að spyrja: Var veiking íslensku krónunnar hluti af björgunaraðgerðum stjórnvalda? Frá ágústbyrjun hefur gengi krónunnar fallið yfir 10%. Var það ákvörðun stjórnvalda að fella gengi íslensku krónunnar?
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun