„Maðurinn minn fór á fótboltaleik og kom aldrei til baka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 11:30 Liverpool leikmennirnir Andy Robertson og Georginio Wijnaldum með fána til stuðnings Sean Cox. Vísir/Getty Martina Cox, eiginkona Liverpool-stuðningsmannsins sem var ráðist á fyrir Meistaradeildarleik Roma og Liverpool síðasta vor, hefur tjáð sig opinberlega um afleiðingar árásarinnar fyrir fjölskylduna. Sean Cox var mættur á Anfield til að horfa á undanúrslitaleik Liverpool og AS Roma í apríl en fyrir leikinn var ráðist á hann fyrir utan leikvanginn. Martina Cox segir að árásin hafi bara staðið yfir í sautján sekúndur en að þessar sautján sekúndur muni hafa áhrif á hans líf allt til dauðadags. Sean Cox er 53 ára gamall en í dag getur hann ekki talað, gengið eða sitið uppi án aðstoðar. Sean Cox er harður stuðningsmaður Liverpool og tók þá ákvörðun á síðustu stundu að drífa sig til Liverpool og á leikinn. Hann býr á Írlandi en bróðir hans fór með honum á leikinn. „Eiginmaðurinn minn fór á fótboltaleik í apríl og kom aldrei til baka,“ sagði Martina Cox í viðtali við BBC. „Hann hefur verið stuðningsmaður Liverpool alla sína ævi. Sean fór reglulega á leiki, annaðhvort með bróður sínum eða öðrum úr fjölskyldunni. Það var hluti af hans lífi,“ sagði Martina Cox."Sean went to a match in April and he never came home, that's the reality of it." Sean Cox’s wife Martina has spoken about the impact of the serious assault on her husband.https://t.co/aWLbLUKbkrpic.twitter.com/DVeaVmqtAW — BBC Sport (@BBCSport) November 27, 2018„Hann þekkti mjög vel til þarna og hélt hann væri öruggur,“ bætti Martina við. Það var stuðningsmaður Roma sem réðst á Sean klukkutíma fyrir leik. Árásin var gerð fyrir framan bar í aðeins nokkra metra fjarlægð frá leikvanginum. Enginn hefur samt verið dæmdur sekur fyrir þessa árás. Sean Cox er þriggja barna faðir en börnin hans eru Jack, 21 árs, Shauna, 20 ára, og Emma, 17 ára. Hann fékk mjög slæma höfuðáverka í árásinni og var vart hugað líf. Hann lifði hinsvegar af en líf hans verður aldrei það sama. Martina Cox segir frá upplifun sinni af því að fá þessar skelfilegu fréttir í viðtalinu sem og hvernig líf fjölskyldunnar hefur breyst. Það má finna allt viðtalið hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Martina Cox, eiginkona Liverpool-stuðningsmannsins sem var ráðist á fyrir Meistaradeildarleik Roma og Liverpool síðasta vor, hefur tjáð sig opinberlega um afleiðingar árásarinnar fyrir fjölskylduna. Sean Cox var mættur á Anfield til að horfa á undanúrslitaleik Liverpool og AS Roma í apríl en fyrir leikinn var ráðist á hann fyrir utan leikvanginn. Martina Cox segir að árásin hafi bara staðið yfir í sautján sekúndur en að þessar sautján sekúndur muni hafa áhrif á hans líf allt til dauðadags. Sean Cox er 53 ára gamall en í dag getur hann ekki talað, gengið eða sitið uppi án aðstoðar. Sean Cox er harður stuðningsmaður Liverpool og tók þá ákvörðun á síðustu stundu að drífa sig til Liverpool og á leikinn. Hann býr á Írlandi en bróðir hans fór með honum á leikinn. „Eiginmaðurinn minn fór á fótboltaleik í apríl og kom aldrei til baka,“ sagði Martina Cox í viðtali við BBC. „Hann hefur verið stuðningsmaður Liverpool alla sína ævi. Sean fór reglulega á leiki, annaðhvort með bróður sínum eða öðrum úr fjölskyldunni. Það var hluti af hans lífi,“ sagði Martina Cox."Sean went to a match in April and he never came home, that's the reality of it." Sean Cox’s wife Martina has spoken about the impact of the serious assault on her husband.https://t.co/aWLbLUKbkrpic.twitter.com/DVeaVmqtAW — BBC Sport (@BBCSport) November 27, 2018„Hann þekkti mjög vel til þarna og hélt hann væri öruggur,“ bætti Martina við. Það var stuðningsmaður Roma sem réðst á Sean klukkutíma fyrir leik. Árásin var gerð fyrir framan bar í aðeins nokkra metra fjarlægð frá leikvanginum. Enginn hefur samt verið dæmdur sekur fyrir þessa árás. Sean Cox er þriggja barna faðir en börnin hans eru Jack, 21 árs, Shauna, 20 ára, og Emma, 17 ára. Hann fékk mjög slæma höfuðáverka í árásinni og var vart hugað líf. Hann lifði hinsvegar af en líf hans verður aldrei það sama. Martina Cox segir frá upplifun sinni af því að fá þessar skelfilegu fréttir í viðtalinu sem og hvernig líf fjölskyldunnar hefur breyst. Það má finna allt viðtalið hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira