Samfélagsleg áhrif 90 milljarða uppbyggingar ekki skoðaðar Sveinn Arnarsson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Of mikið einblínt á óskir flugfélaga segir Skipulagsstofnun. Fréttablaðið/Ernir Skipulagsstofnun segir samfélagsleg áhrif stórfelldrar uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli ekki nægilega rannsakaða af hinu opinbera. Áætlað er að settir verði rúmir níutíu milljarðar í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar til ársins 2022.Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.Samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar liggur nú fyrir Alþingi. Fjölmargir hafa sent inn umsögn við áætlun ráðherrans. Skipulagsstofnun segir í umsögn sinni að eftir lestur hennar „[…]virðist stefna stjórnvalda um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli einvörðungu byggja á eftirspurn flugfélaga eftir aðstöðu á flugvellinum. Þannig er ekki að sjá að lagt hafi verið mat á æskilegt umfang flugvallarstarfseminnar með tilliti til ýmissa samfélagslegra áhrifa innanlands,“ segir í umsögn Skipulagsstofnunar Í tillögu ráðherrans er stefnan að aðstaða á Keflavíkurflugvelli verði stórbætt til að mæta gríðarlegri fjölgun ferðamanna sem um flugvöllinn fara ár hvert. Jafnframt er sagt í greinargerð með áætluninni að það þurfi að stækka flugvöllinn „ef á að anna fleiri farþegum og styðja flugfélögin í að fjölga skiptifarþegum“. „Við svona mikil uppbyggingaráform sem hafa víðtæk áhrif um allt land ætti að liggja fyrir skýrari stefna frá stjórnvöldum,“ segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar. „Með þessari umsögn vorum við að fylgja eftir umræðum sem sköpuðust við vinnu við aðalskipulag Keflavíkurflugvallar fyrir nokkrum misserum. Samgönguáætlun er réttur vettvangur að okkar mati fyrir stefnumótun sem þessa.“Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA.Óli HaukurMillilandaflug fer nánast eingöngu um Keflavíkurflugvöll og ferðaþjónustuaðilar vítt og breitt um landið hafa talað um mikilvægi þess að fjölga gáttum inn í landið. Þannig mætti nýta þá fjárfestingu innviða í ferðaþjónustu betur. Stækkun vallarins í Keflavík fyrir tæpa eitt hundrað milljarða er, að margra mati, staðfesting á að ekki eigi að fjölga gáttum inn í landið. „Flugstefna fyrir Ísland hefur ekki verið mörkuð, né afstaða stjórnvalda um þolmörk Íslands. Í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar er tilgreint að eigendastefna verði mótuð fyrir Isavia,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. „Þá boðaði samgönguráðherra nýverið í svari við fyrirspurn að fyrsta flugstefna Íslands líti dagsins ljós á vordögum 2019. Isavia fagnar því að flug- og eigendastefna verði skilgreind og mörkuð.“ Gert er ráð fyrir að um 2,3 milljónir ferðamanna heimsæki Ísland á næsta ári og að farþegar sem leið eiga um völlinn verði yfir tíu milljónir. Því er talið mikilvægt að stækka flugvöllinn til að taka á móti þeim aukna fjölda farþega sem fljúga milli Evrópu og Bandaríkjanna. Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Skipulagsstofnun segir samfélagsleg áhrif stórfelldrar uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli ekki nægilega rannsakaða af hinu opinbera. Áætlað er að settir verði rúmir níutíu milljarðar í uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar til ársins 2022.Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.Samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar liggur nú fyrir Alþingi. Fjölmargir hafa sent inn umsögn við áætlun ráðherrans. Skipulagsstofnun segir í umsögn sinni að eftir lestur hennar „[…]virðist stefna stjórnvalda um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli einvörðungu byggja á eftirspurn flugfélaga eftir aðstöðu á flugvellinum. Þannig er ekki að sjá að lagt hafi verið mat á æskilegt umfang flugvallarstarfseminnar með tilliti til ýmissa samfélagslegra áhrifa innanlands,“ segir í umsögn Skipulagsstofnunar Í tillögu ráðherrans er stefnan að aðstaða á Keflavíkurflugvelli verði stórbætt til að mæta gríðarlegri fjölgun ferðamanna sem um flugvöllinn fara ár hvert. Jafnframt er sagt í greinargerð með áætluninni að það þurfi að stækka flugvöllinn „ef á að anna fleiri farþegum og styðja flugfélögin í að fjölga skiptifarþegum“. „Við svona mikil uppbyggingaráform sem hafa víðtæk áhrif um allt land ætti að liggja fyrir skýrari stefna frá stjórnvöldum,“ segir Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar. „Með þessari umsögn vorum við að fylgja eftir umræðum sem sköpuðust við vinnu við aðalskipulag Keflavíkurflugvallar fyrir nokkrum misserum. Samgönguáætlun er réttur vettvangur að okkar mati fyrir stefnumótun sem þessa.“Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA.Óli HaukurMillilandaflug fer nánast eingöngu um Keflavíkurflugvöll og ferðaþjónustuaðilar vítt og breitt um landið hafa talað um mikilvægi þess að fjölga gáttum inn í landið. Þannig mætti nýta þá fjárfestingu innviða í ferðaþjónustu betur. Stækkun vallarins í Keflavík fyrir tæpa eitt hundrað milljarða er, að margra mati, staðfesting á að ekki eigi að fjölga gáttum inn í landið. „Flugstefna fyrir Ísland hefur ekki verið mörkuð, né afstaða stjórnvalda um þolmörk Íslands. Í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar er tilgreint að eigendastefna verði mótuð fyrir Isavia,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. „Þá boðaði samgönguráðherra nýverið í svari við fyrirspurn að fyrsta flugstefna Íslands líti dagsins ljós á vordögum 2019. Isavia fagnar því að flug- og eigendastefna verði skilgreind og mörkuð.“ Gert er ráð fyrir að um 2,3 milljónir ferðamanna heimsæki Ísland á næsta ári og að farþegar sem leið eiga um völlinn verði yfir tíu milljónir. Því er talið mikilvægt að stækka flugvöllinn til að taka á móti þeim aukna fjölda farþega sem fljúga milli Evrópu og Bandaríkjanna.
Birtist í Fréttablaðinu Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira