Veröld ný og góð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Það vald sem felst í því að geta stýrt erfðafræðilegri framtíð tegundarinnar okkar er í senn stórkostlegt og ógnvekjandi. Hvernig við ákveðum að fara með þetta vald er hugsanlega stærsta áskorun sem við höfum staðið frammi fyrir.“ Þetta ritar bandaríski lífefnafræðingurinn Jennifer Doudna í lokakafla bókarinnar A Crack in Creation sem kom út í fyrra og fjallar um uppgötvun og innleiðingu erfðabreytingatækninnar CRISPR. Tækni sem hrundið hefur af stað gullöld erfðavísindanna. CRISPR er ævafornt ónæmiskerfi baktería; leiðarvísir þeirra til að finna, geyma og eyða skaðlegu erfðaefni. Þegar CRISPR-kerfið er notað samhliða prótíni sem klofið getur erfðaefni í sundur er afraksturinn hárnákvæm og afar skilvirk sameindaskæri sem nota má til að eiga við erfðaefni nær allra lífvera. CRISPR-kerfið er nú notað á rannsóknarstofum um víða veröld. Tæknin boðar nýja tíma í meðhöndlun erfðasjúkdóma og þróun lyfja, en um leið skorar hún á okkur að taka afstöðu til siðferðilegra álitaefna sem engin önnur kynslóð í sögunni hefur staðið frammi fyrir, svo sem erfðabreytinga í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Á þessu sviði hafa vísindin tekið fram úr samfélaginu. Doudna og aðrir hafa kallað eftir því að hægt verði á róttækri tilraunastarfsemi með CRISPR-tæknina, enda hefur heldur rýrt og fátæklegt samtal átt sér stað um hana. Eins og greint var frá í gær fullyrða kínverskir vísindamenn nú að þeir hafi notað CRISPR til að eiga við erfðaefni tveggja stúlkubarna. Tæknin var notuð til að hindra gen sem gerir HIV-veiru kleift að brjótast inn í frumu. Yfirlýsingar vísindamanna mættu nær einróma fordæmingu. Stúlkurnar eru fórnarlömb óþarfa inngrips, og það sama má segja um afkomendur þeirra. Í sjálfu sér er lítið mark hægt að taka á þessum fullyrðingum. Niðurstöður hafa ekki verið kynntar með formlegum hætti og þær hafa ekki farið í gegnum ritrýni og birtingu í vísindariti. En yfirlýsingar kínversku vísindamannanna eru áminning um að ekkert fær stöðvað tækniframfarir. Það er okkar að aðlagast þeim, og það höfum við aðeins gert að afar takmörkuðu leyti með tilliti til erfðabreytinga. Erfðabreytingar verða hluti af veruleika okkar og það er okkar að leysa úr þeim félagslegu, siðferðilegu og læknisfræðilegu áskorunum sem þeim fylgja. Doudna, líkt og svo margir brautryðjendur í vísindum, virðist skilja tilhneigingu mannkyns til að fara sér að voða en um leið er hún meðvituð um að okkar mikilvægasta vísindatól – samtalið – getur fleytt okkur með öruggum hætti inn í nýja tíma. Doudna kveður því lesandann með mikilvægri hvatningu: „Ég vona – ég trúi því – að við getum mætt þessari áskorun.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það vald sem felst í því að geta stýrt erfðafræðilegri framtíð tegundarinnar okkar er í senn stórkostlegt og ógnvekjandi. Hvernig við ákveðum að fara með þetta vald er hugsanlega stærsta áskorun sem við höfum staðið frammi fyrir.“ Þetta ritar bandaríski lífefnafræðingurinn Jennifer Doudna í lokakafla bókarinnar A Crack in Creation sem kom út í fyrra og fjallar um uppgötvun og innleiðingu erfðabreytingatækninnar CRISPR. Tækni sem hrundið hefur af stað gullöld erfðavísindanna. CRISPR er ævafornt ónæmiskerfi baktería; leiðarvísir þeirra til að finna, geyma og eyða skaðlegu erfðaefni. Þegar CRISPR-kerfið er notað samhliða prótíni sem klofið getur erfðaefni í sundur er afraksturinn hárnákvæm og afar skilvirk sameindaskæri sem nota má til að eiga við erfðaefni nær allra lífvera. CRISPR-kerfið er nú notað á rannsóknarstofum um víða veröld. Tæknin boðar nýja tíma í meðhöndlun erfðasjúkdóma og þróun lyfja, en um leið skorar hún á okkur að taka afstöðu til siðferðilegra álitaefna sem engin önnur kynslóð í sögunni hefur staðið frammi fyrir, svo sem erfðabreytinga í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Á þessu sviði hafa vísindin tekið fram úr samfélaginu. Doudna og aðrir hafa kallað eftir því að hægt verði á róttækri tilraunastarfsemi með CRISPR-tæknina, enda hefur heldur rýrt og fátæklegt samtal átt sér stað um hana. Eins og greint var frá í gær fullyrða kínverskir vísindamenn nú að þeir hafi notað CRISPR til að eiga við erfðaefni tveggja stúlkubarna. Tæknin var notuð til að hindra gen sem gerir HIV-veiru kleift að brjótast inn í frumu. Yfirlýsingar vísindamanna mættu nær einróma fordæmingu. Stúlkurnar eru fórnarlömb óþarfa inngrips, og það sama má segja um afkomendur þeirra. Í sjálfu sér er lítið mark hægt að taka á þessum fullyrðingum. Niðurstöður hafa ekki verið kynntar með formlegum hætti og þær hafa ekki farið í gegnum ritrýni og birtingu í vísindariti. En yfirlýsingar kínversku vísindamannanna eru áminning um að ekkert fær stöðvað tækniframfarir. Það er okkar að aðlagast þeim, og það höfum við aðeins gert að afar takmörkuðu leyti með tilliti til erfðabreytinga. Erfðabreytingar verða hluti af veruleika okkar og það er okkar að leysa úr þeim félagslegu, siðferðilegu og læknisfræðilegu áskorunum sem þeim fylgja. Doudna, líkt og svo margir brautryðjendur í vísindum, virðist skilja tilhneigingu mannkyns til að fara sér að voða en um leið er hún meðvituð um að okkar mikilvægasta vísindatól – samtalið – getur fleytt okkur með öruggum hætti inn í nýja tíma. Doudna kveður því lesandann með mikilvægri hvatningu: „Ég vona – ég trúi því – að við getum mætt þessari áskorun.“
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun