Íslendingur í haldi í Svíþjóð grunaður um umfangsmikil fjársvik Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 09:21 Brotin áttu sér stað á árunum 2007 og 2008 og eru 54 af þeim 56 brotum sem maðurinn er grunaður um nú þegar fyrnd. VÍSIR/GETTY Íslenskur kaupsýslumaður var á föstudag framseldur sænskum yfirvöldum eftir að hafa verið handtekinn í borginni Brest í Frakklandi fyrr í haust. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er grunaður um alvarleg fjársvik og er hann talinn hafa svikið 14 milljónir sænskra króna, eða tæpar 192 milljónir íslenskra króna út úr fjárfestum. Brotin áttu sér stað á árunum 2007 og 2008 og eru 54 af þeim 56 brotum sem maðurinn er grunaður um nú þegar fyrnd. Greint er frá málinu á vef Gautarborgarpóstsins og þar segir að maðurinn hafi verið eftirlýstur frá árinu 2017. Talið er að um 30 manns í Svíþjóð og Finnlandi hafi fjárfest í fyrirtæki mannsins sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti, aðallega í evrum og dollurum.Grunur vaknaði 2009 Grunur um að ekki væri allt með felldu kom upp árið 2009 þegar einn fjárfestanna reyndi að fá peninginn sinn til baka. „Hann fékk enga peninga og fyrst fékk hann einungis afsakanir og að lokum sagði hann alfarið skilið við fyrirtækið. Vefsíðan sem var notuð var að lokum uppfærð og ekki var lengur mögulegt að ná í fulltrúa fyrirtækisins í síma og síðan berst fyrsta kæran árið 2010,“ segir Mats Sällstrom, yfirmaður rannsóknardeildar sem sér um skipulagða og alþjóðlega glæpastarfsemi hjá lögreglunni í Svíþjóð, í samtali við GP. Sænska lögreglan hefur stýrt rannsókn málsins frá árinu 2015 en þar áður fór breska lögreglan fyrir rannsókninni. Í lok júlí 2017 voru málin sem maðurinn var grunaður um aðild að orðin 56 talsins. Síðan þá hefur maðurinn verið eftirlýstur og var gefin út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Maðurinn var handtekinn þann 10. október af lögreglunni í Frakklandi.Vissi ekki af handtökuskipuninni Fjársvikamál fyrnast á 10 árum í Svíþjóð svo að maðurinn er í haldi grunaður um einungis tvö brot sem snúa að tæplega sjö milljóna króna greiðslu í desember árið 2008. Maðurinn neitar sök. „Hans von er sú að rannsóknin sýni að hann hafi ekki framið neinn glæp, það er það eina sem ég get sagt,“ segir Kent-Olof Stigh, verjandi mannsins. Hann segir að maðurinn hafi ekki vitað af handtökuskipuninni sem gefin var út. Lögreglumál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Íslenskur kaupsýslumaður var á föstudag framseldur sænskum yfirvöldum eftir að hafa verið handtekinn í borginni Brest í Frakklandi fyrr í haust. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, er grunaður um alvarleg fjársvik og er hann talinn hafa svikið 14 milljónir sænskra króna, eða tæpar 192 milljónir íslenskra króna út úr fjárfestum. Brotin áttu sér stað á árunum 2007 og 2008 og eru 54 af þeim 56 brotum sem maðurinn er grunaður um nú þegar fyrnd. Greint er frá málinu á vef Gautarborgarpóstsins og þar segir að maðurinn hafi verið eftirlýstur frá árinu 2017. Talið er að um 30 manns í Svíþjóð og Finnlandi hafi fjárfest í fyrirtæki mannsins sem átti að stunda gjaldeyrisviðskipti, aðallega í evrum og dollurum.Grunur vaknaði 2009 Grunur um að ekki væri allt með felldu kom upp árið 2009 þegar einn fjárfestanna reyndi að fá peninginn sinn til baka. „Hann fékk enga peninga og fyrst fékk hann einungis afsakanir og að lokum sagði hann alfarið skilið við fyrirtækið. Vefsíðan sem var notuð var að lokum uppfærð og ekki var lengur mögulegt að ná í fulltrúa fyrirtækisins í síma og síðan berst fyrsta kæran árið 2010,“ segir Mats Sällstrom, yfirmaður rannsóknardeildar sem sér um skipulagða og alþjóðlega glæpastarfsemi hjá lögreglunni í Svíþjóð, í samtali við GP. Sænska lögreglan hefur stýrt rannsókn málsins frá árinu 2015 en þar áður fór breska lögreglan fyrir rannsókninni. Í lok júlí 2017 voru málin sem maðurinn var grunaður um aðild að orðin 56 talsins. Síðan þá hefur maðurinn verið eftirlýstur og var gefin út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Maðurinn var handtekinn þann 10. október af lögreglunni í Frakklandi.Vissi ekki af handtökuskipuninni Fjársvikamál fyrnast á 10 árum í Svíþjóð svo að maðurinn er í haldi grunaður um einungis tvö brot sem snúa að tæplega sjö milljóna króna greiðslu í desember árið 2008. Maðurinn neitar sök. „Hans von er sú að rannsóknin sýni að hann hafi ekki framið neinn glæp, það er það eina sem ég get sagt,“ segir Kent-Olof Stigh, verjandi mannsins. Hann segir að maðurinn hafi ekki vitað af handtökuskipuninni sem gefin var út.
Lögreglumál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira