Yfirvöld í Belgíu lögðu hald á 58 verk eftir Banksy Sylvía Hall skrifar 24. nóvember 2018 21:36 Verkin sem voru til sýnis eru metin á hátt í tvo milljarða króna. Getty Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. Á sýningunni voru listaverk listamannsins Banksy til sýnis. Þetta kemur fram í frétt á vef The Guardian. Sýningin hafði verið auglýst undir nafninu „Banksy unauthorised“ sem mætti þýða sem „Banksy án heimildar“. Á sýningunni voru 58 verk eftir listamanninn til sýnis og er virði þeirra sagt vera í kringum 12 milljónir evra, eða hátt í tveir milljarðar íslenskra króna. Lögðu yfirvöld hald á verkin eftir að umsjónarmaður sýningarinnar gat ekki sýnt fram á að verkin væru tryggð. Listaverkin voru hluti af sýningu sem hafði ferðast milli borga í um fjóra mánuði og var hún skipulögð af Steve Lazarides, fyrrum gallerí-eiganda og umboðsmanni Banksy. Hann er sagður hafa sett upp sýninguna án leyfis listamannsins og er titillinn vísun í það. Í sumar tjáði Banksy sig um uppsetningu sýningarinnar í Moskvu í Rússlandi þar sem hann hneykslaðist á aðgangsverði sýningarinnar sem var um þrjú þúsund krónur. Í færslunni má sjá skilaboðasamskipti listamannsins þar sem honum er ekki skemmt yfir sýningunni. „Ég rukka ekki fólk sem vill sjá listina mína,“ segir Banksy meðal annars í skilaboðunum. View this post on InstagramA post shared by Banksy (@banksy) on Aug 15, 2018 at 9:00am PDT Belgía Evrópa Myndlist Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Listaverkasýningu sem sett var upp í tómum verslunarkjarna í Brussel var lokað eftir að yfirvöld í Belgíu lögðu hald á verkin í kjölfar dómsúrskurðar. Á sýningunni voru listaverk listamannsins Banksy til sýnis. Þetta kemur fram í frétt á vef The Guardian. Sýningin hafði verið auglýst undir nafninu „Banksy unauthorised“ sem mætti þýða sem „Banksy án heimildar“. Á sýningunni voru 58 verk eftir listamanninn til sýnis og er virði þeirra sagt vera í kringum 12 milljónir evra, eða hátt í tveir milljarðar íslenskra króna. Lögðu yfirvöld hald á verkin eftir að umsjónarmaður sýningarinnar gat ekki sýnt fram á að verkin væru tryggð. Listaverkin voru hluti af sýningu sem hafði ferðast milli borga í um fjóra mánuði og var hún skipulögð af Steve Lazarides, fyrrum gallerí-eiganda og umboðsmanni Banksy. Hann er sagður hafa sett upp sýninguna án leyfis listamannsins og er titillinn vísun í það. Í sumar tjáði Banksy sig um uppsetningu sýningarinnar í Moskvu í Rússlandi þar sem hann hneykslaðist á aðgangsverði sýningarinnar sem var um þrjú þúsund krónur. Í færslunni má sjá skilaboðasamskipti listamannsins þar sem honum er ekki skemmt yfir sýningunni. „Ég rukka ekki fólk sem vill sjá listina mína,“ segir Banksy meðal annars í skilaboðunum. View this post on InstagramA post shared by Banksy (@banksy) on Aug 15, 2018 at 9:00am PDT
Belgía Evrópa Myndlist Tengdar fréttir Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54 Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London. 6. október 2018 11:54
Banksy birtir myndband af tætaranum í listaverkinu „Löngunin til að eyðileggja er líka listræn löngun,“ skrifar Banksy við myndbandið. 7. október 2018 12:10