Landsréttur segir lögreglumenn hafa vænt Thomas um að vera sekan um morð við yfirheyrslu Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2018 16:55 Thomas Møller Olsen í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur telur lögreglumenn hafa sýnt ágengni þegar Thomas Møller Olsen var yfirheyrður vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. Thomas hafði kvartað undan harðræði lögreglu við aðalmeðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti. Héraðsdómur hafði metið það svo að hann hefði ekki verið beittur harðræði eða þvingunum á meðan hann var í haldi eða yfirheyrður. Til eru upptökur af yfirheyrslunum sem héraðsdómur horfði á sem og Landsréttur. Landsréttur segir lögreglumenn hafa komið fram við Thomas að fyllstu háttvísi í fyrstu yfirheyrslunni. Í næstu skýrslutöku gætti hins vegar meiri ágengni af hálfu lögreglumanna. Segir í dómi Landsréttar að lögreglumennirnir hafi vænt Thomas um ósannsögli og lögreglumaður fullyrti meðal annars að Thomas hefði myrt Birnu, keyrt eitthvað með líkið af henni og falið það.Andstætt reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna Landsréttur tekur fram í dómi sínum að þessar aðferðir við skýrslutöku séu andstæðar reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu og fleiru sem mælir meðal annars fyrir um að lögreglumaður sem annast yfirheyrslur skuli sýna kurteisi gagnvart vitnum og gæta þess að vera ávallt rólegur og tillitssamur. Yfirheyrslurnar voru hins vegar ekki taldar hafa brotið í bága við önnur ákvæði laga um meðferð sakamála. Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á hvarfi Birnu, var spurður í héraðsdómi hvort að þetta teldust vera hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja svo vera. Landsréttur segir í dómi sínum að þessi framkoma lögreglumanna við Thomas utan yfirheyrsla og við yfirheyrslur hafi ekki haft þau áhrif á framburð hans að skýringar hans á breyttum framburði geti á nokkurn hátt talist trúverðugar. Sagðist ekki hafa fengið að hvílast Þegar Thomas var spurður við meðferð málsins hvers vegna framburður hans hefði tekið breytingum nefndi hann harðræði sem hann hafði orðið fyrir í varðhaldi. Sagðist hann hafa verið vakinn með hávaða og ekki fengið að hvílast. Thomas var færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu um miðnætti 19. janúar árið 2017 og vistaður þar í 44 klukkustundir áður en hann var síðan fluttir í fangelsið Litla-Hraun. Í dómi Landsréttar kemur fram að Thomas var yfirheyrður þrisvar sinnum á meðan hann var vistaður á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Hann var leiddur fyrir dómara vegna kröfu um gæsluvarðhald og sætti ýmiss konar sýnatöku og rannsóknum af hálfu tæknideildar lögreglu og læknis. Vistunarskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ber með sér að í mörgum tilvikum var stutt á milli þessara rannsóknaraðgerða og fékk Thomas af þeim sökum stuttar hvíldir í fangaklefa þessa fyrstu tvo sólarhringa.Óhjákvæmilegt að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir Við mat á því ónæði sem Thomas sagðist hafa orðið fyrir taldi Landsréttur rétt að líta til þess að hann var undir sterkum grun um að tengjast hvarfi Birnu sem þá var enn ófundin og óhjákvæmilega yrði hann að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir á fyrstu sólarhringum rannsóknarinnar. Thomas var dæmdur til nítján ára fangelsivistar í héraðsdómi fyrir að hafa orðið Birnu að bana og einni fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Landsréttur staðfesti héraðsdóminn fyrr í dag. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Landsréttur telur lögreglumenn hafa sýnt ágengni þegar Thomas Møller Olsen var yfirheyrður vegna rannsóknar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. Thomas hafði kvartað undan harðræði lögreglu við aðalmeðferð málsins í héraði og fyrir Landsrétti. Héraðsdómur hafði metið það svo að hann hefði ekki verið beittur harðræði eða þvingunum á meðan hann var í haldi eða yfirheyrður. Til eru upptökur af yfirheyrslunum sem héraðsdómur horfði á sem og Landsréttur. Landsréttur segir lögreglumenn hafa komið fram við Thomas að fyllstu háttvísi í fyrstu yfirheyrslunni. Í næstu skýrslutöku gætti hins vegar meiri ágengni af hálfu lögreglumanna. Segir í dómi Landsréttar að lögreglumennirnir hafi vænt Thomas um ósannsögli og lögreglumaður fullyrti meðal annars að Thomas hefði myrt Birnu, keyrt eitthvað með líkið af henni og falið það.Andstætt reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna Landsréttur tekur fram í dómi sínum að þessar aðferðir við skýrslutöku séu andstæðar reglugerð um réttarstöðu handtekinna manna, yfirheyrslur hjá lögreglu og fleiru sem mælir meðal annars fyrir um að lögreglumaður sem annast yfirheyrslur skuli sýna kurteisi gagnvart vitnum og gæta þess að vera ávallt rólegur og tillitssamur. Yfirheyrslurnar voru hins vegar ekki taldar hafa brotið í bága við önnur ákvæði laga um meðferð sakamála. Grímur Grímsson, sem stýrði rannsókninni á hvarfi Birnu, var spurður í héraðsdómi hvort að þetta teldust vera hefðbundnar starfsaðferðir lögreglu að segja svona við yfirheyrslu. Sagðist Grímur ekki telja svo vera. Landsréttur segir í dómi sínum að þessi framkoma lögreglumanna við Thomas utan yfirheyrsla og við yfirheyrslur hafi ekki haft þau áhrif á framburð hans að skýringar hans á breyttum framburði geti á nokkurn hátt talist trúverðugar. Sagðist ekki hafa fengið að hvílast Þegar Thomas var spurður við meðferð málsins hvers vegna framburður hans hefði tekið breytingum nefndi hann harðræði sem hann hafði orðið fyrir í varðhaldi. Sagðist hann hafa verið vakinn með hávaða og ekki fengið að hvílast. Thomas var færður á lögreglustöðina við Hverfisgötu um miðnætti 19. janúar árið 2017 og vistaður þar í 44 klukkustundir áður en hann var síðan fluttir í fangelsið Litla-Hraun. Í dómi Landsréttar kemur fram að Thomas var yfirheyrður þrisvar sinnum á meðan hann var vistaður á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Hann var leiddur fyrir dómara vegna kröfu um gæsluvarðhald og sætti ýmiss konar sýnatöku og rannsóknum af hálfu tæknideildar lögreglu og læknis. Vistunarskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ber með sér að í mörgum tilvikum var stutt á milli þessara rannsóknaraðgerða og fékk Thomas af þeim sökum stuttar hvíldir í fangaklefa þessa fyrstu tvo sólarhringa.Óhjákvæmilegt að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir Við mat á því ónæði sem Thomas sagðist hafa orðið fyrir taldi Landsréttur rétt að líta til þess að hann var undir sterkum grun um að tengjast hvarfi Birnu sem þá var enn ófundin og óhjákvæmilega yrði hann að þola fjölmargar rannsóknaraðgerðir á fyrstu sólarhringum rannsóknarinnar. Thomas var dæmdur til nítján ára fangelsivistar í héraðsdómi fyrir að hafa orðið Birnu að bana og einni fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Landsréttur staðfesti héraðsdóminn fyrr í dag.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Nítján ára fangelsisdómur yfir Thomasi Møller Olsen staðfestur Dómur féll í Landsrétti í dag. 23. nóvember 2018 14:00
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent