Dómur fellur yfir Thomasi Møller Olsen Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2018 10:11 Thomas Møller Olsen huldi ekki andlit sitt í Landsrétti eins og hann gerði þegar málið var til meðferðar í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Kveðinn verður upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn grænlenska skipverjanum Thomasi Møller Olsen í Landsrétti í dag klukkan 14. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann áfrýjaði dómnum. Aðalmeðferð í málinu fyrir Landsrétti fór fram í lok október. Þar sagði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að nítján ára dómurinn í héraði hefði síst verið of þungur. Enginn skynsamlegur vafi væri á því að Thomas hefði ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Gnótt sönnunargagna bentu til þess og sá eini sem gæti svarað ósvöruðum spurningum um málið væri Thomas sjálfur. Það kysi hann að gera ekki. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hefði orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Ríkissaksóknari mat ásakanir Thomasar á hendur Nikolaj haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Hanna Lára Helgadóttir, lögmaður foreldra Birnu, gerði 10,5 milljóna bótakröfu fyrir hönd hvors foreldris. Vísaði hún til þess að þau væru enn að vinna úr áfallinu að missa dóttur sína auk þess sem umfjöllun fjölmiðla hefði tafið fyrir sorgarferlinu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, hefur sett spurningamerki við sekt Thomasar. Hann hefur þó ekki snert á því hvar Thomas hafi verið í fjórar klukkustundir morguninn sem talið er að Birna hafi verið myrt og líki hennar komið fyrir. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma. 2. nóvember 2018 07:30 Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen lauk í Landsrétti um níu í gærkvöldi og hafði þá staðið í 12 tíma. Allur málflutningur verjanda miðaði að því að sýna fram á vafa um sekt Thomasar Møller Olsen. 30. október 2018 07:00 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Kveðinn verður upp dómur í máli ákæruvaldsins gegn grænlenska skipverjanum Thomasi Møller Olsen í Landsrétti í dag klukkan 14. Thomas var dæmdur í nítján ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur í janúar 2017 og stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann áfrýjaði dómnum. Aðalmeðferð í málinu fyrir Landsrétti fór fram í lok október. Þar sagði Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari að nítján ára dómurinn í héraði hefði síst verið of þungur. Enginn skynsamlegur vafi væri á því að Thomas hefði ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Gnótt sönnunargagna bentu til þess og sá eini sem gæti svarað ósvöruðum spurningum um málið væri Thomas sjálfur. Það kysi hann að gera ekki. Þegar Thomas bar vitni sagðist hann telja líklegt að Nikolaj Olsen, félagi hans úr áhöfn togarans Polar Nanoq, hefði orðið Birnu að bana. Þrátt fyrir það gerði verjandi hans ekki kröfu um að Nikolaj bæri vitni. Ríkissaksóknari mat ásakanir Thomasar á hendur Nikolaj haldlausar. Thomas hafi gert allt sem hann gæti til að koma sök á einhvern annan og Landsréttur mætti líta til þess að þyngja refsingu hans með tilliti til þess. Hanna Lára Helgadóttir, lögmaður foreldra Birnu, gerði 10,5 milljóna bótakröfu fyrir hönd hvors foreldris. Vísaði hún til þess að þau væru enn að vinna úr áfallinu að missa dóttur sína auk þess sem umfjöllun fjölmiðla hefði tafið fyrir sorgarferlinu. Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar, hefur sett spurningamerki við sekt Thomasar. Hann hefur þó ekki snert á því hvar Thomas hafi verið í fjórar klukkustundir morguninn sem talið er að Birna hafi verið myrt og líki hennar komið fyrir.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30 Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma. 2. nóvember 2018 07:30 Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen lauk í Landsrétti um níu í gærkvöldi og hafði þá staðið í 12 tíma. Allur málflutningur verjanda miðaði að því að sýna fram á vafa um sekt Thomasar Møller Olsen. 30. október 2018 07:00 Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Vilja svör frá Landsrétti Skrifstofustjóri Landsréttar segir að séð verði til þess að hægt verði að koma alveg í veg fyrir að þeir sem ganga í dómsal verði myndaðir. Fréttaljósmyndarar ósáttir. 31. október 2018 07:30
Vara við of löngum dögum fyrir dómi Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen fór langt fram úr áætluðum tíma í Landsrétti. Skýrslutökur sem áttu að taka þrjá tíma tóku þrefalt lengri tíma. 2. nóvember 2018 07:30
Telur mikinn vafa leika á sekt Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller Olsen lauk í Landsrétti um níu í gærkvöldi og hafði þá staðið í 12 tíma. Allur málflutningur verjanda miðaði að því að sýna fram á vafa um sekt Thomasar Møller Olsen. 30. október 2018 07:00
Alskýjað þegar Thomas segist hafa verið við stjörnuskoðun Thomas Møller Olsen segist hafa pissað og horft á stjörnurnar á meðan hann beið eftir að félagi hans Nikolaj Olsen sneri aftur eftir að hafa ekið á brott með Birnu Brjánsdóttur í janúar í fyrra. 29. október 2018 15:00