Sátt um sjávarútveginn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Skortur á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar varð skýr þessa vikuna. Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar var rifið út úr nefnd með enn frekari lækkun veiðigjalda til útgerða. Síðar í vikunni knúðu stjórnarflokkarnir fram lækkun framlaga til öryrkja og eldri borgara við fjárlagaumræðu. Skilaboðin eru merkilega skýr hjá ríkisstjórninni undir forystu sósíalista: Öryrkjar og eldri borgarar geta beðið en útgerðirnar ekki. Við í Viðreisn höfum talað fyrir því að frjáls markaður sé best til þess fallinn að skila sanngjörnu verði til eigenda fiskveiðiauðlindarinnar – þjóðarinnar sjálfrar. Ekki er meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Það er miður. Nokkuð breiður samhljómur er hins vegar um aðrar leiðir sem við höfum einnig talað fyrir sem vert er að ná samkomulagi um; tímabundna samninga og innviðauppbyggingu. Vilji þjóðarinnar um eignarhald fiskveiðiauðlindanna og að framsal nýtingarréttarins sé tímabundið hefur ítrekað verið staðfestur. Því væri rétt að lögfesta endurgjald fyrir tímabundinn afnotarétt útgerðanna. Hættan á því að almannahagsmunir verði látnir víkja er raunveruleg eftir því sem dráttur á töku ákvörðunar er lengdur. Slíkt óréttlæti má ekki festast í sessi. Þess vegna þarf þetta skref, auk auðlindaákvæðis í stjórnarskrá. Á undanförnum þremur áratugum hefur orðið mikil hagræðing og framleiðniaukning í sjávarútvegi. Færri og stærri sjávarútvegsfyrirtæki hafa styrkt þjóðarbúskapinn í heild og störfum við veiðar og vinnslu fækkað umtalsvert. Sömu áhrif hafa orðið af hagræðingu í landbúnaði. Þessi þróun mun halda áfram. Þéttbýlið hefur notið ávaxta af framþróun þessara tveggja atvinnugreina, sérstaklega sjávarútvegsins, en landsbyggðin hefur setið eftir. Þess vegna ætti að verja meginhluta af endurgjaldinu í uppbyggingarsjóð fyrir landshlutana sem skapa verðmætin og efla nýsköpun, þróun eða aðrar atvinnugreinar í samvinnu við sveitarstjórnir. Hér gæti verið um að ræða eitt stærsta framtakið til þess að jafna atvinnuþróun í landinu í áratugi. Tímabundnir samningar og uppbyggingarsjóður fyrir landsbyggðina eru fyrstu skrefin í átt að aukinni sátt um sjávarútveginn með almannahagsmuni í huga. Ef ríkisstjórnin treystir sér til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Skortur á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar varð skýr þessa vikuna. Veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar var rifið út úr nefnd með enn frekari lækkun veiðigjalda til útgerða. Síðar í vikunni knúðu stjórnarflokkarnir fram lækkun framlaga til öryrkja og eldri borgara við fjárlagaumræðu. Skilaboðin eru merkilega skýr hjá ríkisstjórninni undir forystu sósíalista: Öryrkjar og eldri borgarar geta beðið en útgerðirnar ekki. Við í Viðreisn höfum talað fyrir því að frjáls markaður sé best til þess fallinn að skila sanngjörnu verði til eigenda fiskveiðiauðlindarinnar – þjóðarinnar sjálfrar. Ekki er meirihluti fyrir því á Alþingi eins og er. Það er miður. Nokkuð breiður samhljómur er hins vegar um aðrar leiðir sem við höfum einnig talað fyrir sem vert er að ná samkomulagi um; tímabundna samninga og innviðauppbyggingu. Vilji þjóðarinnar um eignarhald fiskveiðiauðlindanna og að framsal nýtingarréttarins sé tímabundið hefur ítrekað verið staðfestur. Því væri rétt að lögfesta endurgjald fyrir tímabundinn afnotarétt útgerðanna. Hættan á því að almannahagsmunir verði látnir víkja er raunveruleg eftir því sem dráttur á töku ákvörðunar er lengdur. Slíkt óréttlæti má ekki festast í sessi. Þess vegna þarf þetta skref, auk auðlindaákvæðis í stjórnarskrá. Á undanförnum þremur áratugum hefur orðið mikil hagræðing og framleiðniaukning í sjávarútvegi. Færri og stærri sjávarútvegsfyrirtæki hafa styrkt þjóðarbúskapinn í heild og störfum við veiðar og vinnslu fækkað umtalsvert. Sömu áhrif hafa orðið af hagræðingu í landbúnaði. Þessi þróun mun halda áfram. Þéttbýlið hefur notið ávaxta af framþróun þessara tveggja atvinnugreina, sérstaklega sjávarútvegsins, en landsbyggðin hefur setið eftir. Þess vegna ætti að verja meginhluta af endurgjaldinu í uppbyggingarsjóð fyrir landshlutana sem skapa verðmætin og efla nýsköpun, þróun eða aðrar atvinnugreinar í samvinnu við sveitarstjórnir. Hér gæti verið um að ræða eitt stærsta framtakið til þess að jafna atvinnuþróun í landinu í áratugi. Tímabundnir samningar og uppbyggingarsjóður fyrir landsbyggðina eru fyrstu skrefin í átt að aukinni sátt um sjávarútveginn með almannahagsmuni í huga. Ef ríkisstjórnin treystir sér til þess.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun