Frétt Vísis um þrívíddargangbrautina á Ísafirði vakti mikla athygli og fór víða um heim. Höfðu embættismenn á Ísafirði vart undan að svara fyrirspurnum vegna gangbrautarinnar sem er þó ekki íslensk uppfinning, enda slíkar gangbrautir að finna í Rússlandi, Indlandi og Kína.
Í frétt Kansas City Star um gangbrautina segir þó að hugmyndin að því að mála gangbrautina á götu í borginni hafi skotið upp eftir að embættismenn þar sáu frétt um ísfirsku gangbrautina.
„Okkur fannst þetta var flott og skemmtileg leið til þess að reyna að auka öryggi þannig að við vildum prófa það,“ segir Lideana Layboy, verkfræðingur hjá Kansas-borg.
Gangbrautin hefur þau áhrif á skynfærin að svo virðist sem að hvítir kassar séu á veginum. Ætlunin er að fá ökumenn til þess að hægja á sér áður en að komið er að gangbrautinni.
Frétt Stöðvar 2 um gangbrautina má sjá hér að neðan.