Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 08:19 Maðurinn setti sig í samband við drengina í gegnum Snapchat og spjallþræði á netinu. Getty/Thomas Trutschel Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. Maðurinn notaði samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu til að komast í samband við drengina. Um er að ræða umfangsmesta kynferðisbrotamál í sögu landsins, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins, NRK.Þolendurnir á aldrinum 9-21 árs Maðurinn starfaði sem knattspyrnudómari og framdi umrædd kynferðisbrot á árunum 2011-2016, að því er fram kemur á vef Deutsche Welle. Þá segir NRK manninn fyrst hafa verið handtekinn vegna kynferðisbrotanna árið 2016, en sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hafi þá haldið áfram að brjóta af sér og var í kjölfarið handtekinn á ný. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Þolendurnir eru drengir frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. NRK segir þá hafa verið á aldrinum 9-21 árs þegar maðurinn braut á þeim.Lofaði drengjunum myndum af sér „léttklæddri“ Maðurinn setti sig í samband við drengina á netinu, bæði í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði. Hann þóttist í flestum tilvikum vera stúlka á aldur við drengina og hóf við þá kynferðisleg samskipti. Hann bað drengina jafnan um að fróa sér í mynd og senda sér upptökurnar. Í staðinn lofaði maðurinn drengjunum myndum af sér „léttklæddri“. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi sankað að sér yfir 16 þúsund myndböndum sem sýndu drengina í kynferðislegum athöfnum. Þá hótaði maðurinn að birta myndböndin á netinu ef drengirnir héldu sendingunum ekki áfram. Einnig er talið víst að hann hafi narrað nokkra þeirra til sín og nauðgaði þeim.Játar sök að mestu Guro Hanson Bull ríkissaksóknari segir málið sýna hversu erfitt það sé fyrir börn, og sérstaklega drengi, að tilkynna um kynferðisbrot. Í umræddu máli hafi aðeins einn drengjanna sagt sjálfur frá. Haft er eftir lögmanni mannsins, Gunhild Lærum, á vef NRK að hann játi í grunninn brot sín en hafi ekki enn tekið afstöðu til allra ákæruliðanna. Þá segir hún manninn hafa reynst lögreglu samvinnuþýður. Réttarhöld í málinu hefjast árið 2019. Norðurlönd Noregur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. Maðurinn notaði samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu til að komast í samband við drengina. Um er að ræða umfangsmesta kynferðisbrotamál í sögu landsins, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins, NRK.Þolendurnir á aldrinum 9-21 árs Maðurinn starfaði sem knattspyrnudómari og framdi umrædd kynferðisbrot á árunum 2011-2016, að því er fram kemur á vef Deutsche Welle. Þá segir NRK manninn fyrst hafa verið handtekinn vegna kynferðisbrotanna árið 2016, en sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hafi þá haldið áfram að brjóta af sér og var í kjölfarið handtekinn á ný. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Þolendurnir eru drengir frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. NRK segir þá hafa verið á aldrinum 9-21 árs þegar maðurinn braut á þeim.Lofaði drengjunum myndum af sér „léttklæddri“ Maðurinn setti sig í samband við drengina á netinu, bæði í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði. Hann þóttist í flestum tilvikum vera stúlka á aldur við drengina og hóf við þá kynferðisleg samskipti. Hann bað drengina jafnan um að fróa sér í mynd og senda sér upptökurnar. Í staðinn lofaði maðurinn drengjunum myndum af sér „léttklæddri“. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi sankað að sér yfir 16 þúsund myndböndum sem sýndu drengina í kynferðislegum athöfnum. Þá hótaði maðurinn að birta myndböndin á netinu ef drengirnir héldu sendingunum ekki áfram. Einnig er talið víst að hann hafi narrað nokkra þeirra til sín og nauðgaði þeim.Játar sök að mestu Guro Hanson Bull ríkissaksóknari segir málið sýna hversu erfitt það sé fyrir börn, og sérstaklega drengi, að tilkynna um kynferðisbrot. Í umræddu máli hafi aðeins einn drengjanna sagt sjálfur frá. Haft er eftir lögmanni mannsins, Gunhild Lærum, á vef NRK að hann játi í grunninn brot sín en hafi ekki enn tekið afstöðu til allra ákæruliðanna. Þá segir hún manninn hafa reynst lögreglu samvinnuþýður. Réttarhöld í málinu hefjast árið 2019.
Norðurlönd Noregur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira