Umfangsmesta kynferðisbrotamál Noregs: Braut gegn þrjú hundruð drengjum á Snapchat Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 08:19 Maðurinn setti sig í samband við drengina í gegnum Snapchat og spjallþræði á netinu. Getty/Thomas Trutschel Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. Maðurinn notaði samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu til að komast í samband við drengina. Um er að ræða umfangsmesta kynferðisbrotamál í sögu landsins, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins, NRK.Þolendurnir á aldrinum 9-21 árs Maðurinn starfaði sem knattspyrnudómari og framdi umrædd kynferðisbrot á árunum 2011-2016, að því er fram kemur á vef Deutsche Welle. Þá segir NRK manninn fyrst hafa verið handtekinn vegna kynferðisbrotanna árið 2016, en sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hafi þá haldið áfram að brjóta af sér og var í kjölfarið handtekinn á ný. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Þolendurnir eru drengir frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. NRK segir þá hafa verið á aldrinum 9-21 árs þegar maðurinn braut á þeim.Lofaði drengjunum myndum af sér „léttklæddri“ Maðurinn setti sig í samband við drengina á netinu, bæði í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði. Hann þóttist í flestum tilvikum vera stúlka á aldur við drengina og hóf við þá kynferðisleg samskipti. Hann bað drengina jafnan um að fróa sér í mynd og senda sér upptökurnar. Í staðinn lofaði maðurinn drengjunum myndum af sér „léttklæddri“. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi sankað að sér yfir 16 þúsund myndböndum sem sýndu drengina í kynferðislegum athöfnum. Þá hótaði maðurinn að birta myndböndin á netinu ef drengirnir héldu sendingunum ekki áfram. Einnig er talið víst að hann hafi narrað nokkra þeirra til sín og nauðgaði þeim.Játar sök að mestu Guro Hanson Bull ríkissaksóknari segir málið sýna hversu erfitt það sé fyrir börn, og sérstaklega drengi, að tilkynna um kynferðisbrot. Í umræddu máli hafi aðeins einn drengjanna sagt sjálfur frá. Haft er eftir lögmanni mannsins, Gunhild Lærum, á vef NRK að hann játi í grunninn brot sín en hafi ekki enn tekið afstöðu til allra ákæruliðanna. Þá segir hún manninn hafa reynst lögreglu samvinnuþýður. Réttarhöld í málinu hefjast árið 2019. Norðurlönd Noregur Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Saksóknari í Noregi hefur ákært 26 ára karlmann fyrir kynferðisbrot gegn yfir þrjú hundruð drengjum. Maðurinn notaði samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði á netinu til að komast í samband við drengina. Um er að ræða umfangsmesta kynferðisbrotamál í sögu landsins, að því er fram kemur á vef norska ríkisútvarpsins, NRK.Þolendurnir á aldrinum 9-21 árs Maðurinn starfaði sem knattspyrnudómari og framdi umrædd kynferðisbrot á árunum 2011-2016, að því er fram kemur á vef Deutsche Welle. Þá segir NRK manninn fyrst hafa verið handtekinn vegna kynferðisbrotanna árið 2016, en sleppt úr haldi skömmu síðar. Hann hafi þá haldið áfram að brjóta af sér og var í kjölfarið handtekinn á ný. Hann hefur verið í haldi lögreglu síðan þá. Þolendurnir eru drengir frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku. NRK segir þá hafa verið á aldrinum 9-21 árs þegar maðurinn braut á þeim.Lofaði drengjunum myndum af sér „léttklæddri“ Maðurinn setti sig í samband við drengina á netinu, bæði í gegnum samskiptaforritið Snapchat og spjallþræði. Hann þóttist í flestum tilvikum vera stúlka á aldur við drengina og hóf við þá kynferðisleg samskipti. Hann bað drengina jafnan um að fróa sér í mynd og senda sér upptökurnar. Í staðinn lofaði maðurinn drengjunum myndum af sér „léttklæddri“. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi sankað að sér yfir 16 þúsund myndböndum sem sýndu drengina í kynferðislegum athöfnum. Þá hótaði maðurinn að birta myndböndin á netinu ef drengirnir héldu sendingunum ekki áfram. Einnig er talið víst að hann hafi narrað nokkra þeirra til sín og nauðgaði þeim.Játar sök að mestu Guro Hanson Bull ríkissaksóknari segir málið sýna hversu erfitt það sé fyrir börn, og sérstaklega drengi, að tilkynna um kynferðisbrot. Í umræddu máli hafi aðeins einn drengjanna sagt sjálfur frá. Haft er eftir lögmanni mannsins, Gunhild Lærum, á vef NRK að hann játi í grunninn brot sín en hafi ekki enn tekið afstöðu til allra ákæruliðanna. Þá segir hún manninn hafa reynst lögreglu samvinnuþýður. Réttarhöld í málinu hefjast árið 2019.
Norðurlönd Noregur Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent