Reiði í Katalóníu vegna leka Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. nóvember 2018 07:45 Cosidó sagði Lýðflokkinn geta stýrt úr bakherbergjum. Nordicphotos/Getty Spænski fréttavefurinn El Español birti í gær skilaboð sem Ignacio Cosidó, þingflokksformaður Lýðflokksins, sendi samherjum sínum á þingi um gerð samkomulags við Sósíalistaflokkinn, sem er í ríkisstjórn, og sagði Lýðflokkinn hafa náð því fram að flokkurinn fengi ákveðið vald yfir hæstarétti Spánar. Þannig hafi flokkurinn fengið að ráða forseta stjórnar hæstaréttar og níu stjórnarmenn til viðbótar á meðan Sósíalistar fá ellefu. Fram kemur í skilaboðunum að nú geti Lýðflokkurinn stýrt „annarri deild hæstaréttar úr bakherbergjunum“. Undir þessa aðra deild falla meðal annars mál þeirra Katalóna sem yfirvöld í Madríd hafa ákært fyrir þátt sinn í atkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins í október á síðasta ári. Um er að ræða bæði aðgerðasinna, þingmenn og ráðherra héraðsstjórnarinnar. Katalónskir aðskilnaðarsinnar hafa ítrekað haldið því fram að ásakanirnar séu fráleitar í lýðræðisríki, þær séu pólitísks eðlis og að stjórnvöld hafi óeðlileg áhrif á dómsvaldið. Vert er að taka fram að Lýðflokkurinn var í stjórn þegar þessir atburðir áttu sér stað en Mariano Rajoy forsætisráðherra féll í atkvæðagreiðslu um vantraust í júní og vinstrimaðurinn Pedro Sánchez tók við. Það kemur því ekki á óvart að Quim Torra, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, var reiður eftir lestur ásakananna í gær. Torra sagði á Twitter að skilaboð Cosidós sýndu enn á ný fram á að réttlætið á Spáni væri háð samkomulagi Sósíalistaflokksins og Lýðflokksins. „Frelsi og tilvist raunverulegs réttarríkis eru ekki lengur sjálfsagðir hlutir sem ríkisborgarar geta treyst á. Hér er sjálfstæði dómstóla ekkert og sama að segja um hlutleysi eða heiðarleika,“ tísti héraðsforsetinn. Albert Rivera, formanni katalónska Borgaraflokksins, höfuðandstæðings Torra og sambandssinna, ofbauð skilaboð Cosidós. Rivera sagði orð Cosidós og gerð samkomulagsins skammarlega og að það væri aðför gegn sjálfstæði dómstóla. Cosidó svaraði fyrir umfjöllunina og skilaboð sín í gær. Hann sagði þau rangtúlkuð en viðurkenndi að orðavalið hefði verið óheppilegt. Að auki benti hann á að hann hefði ekki sagt að Lýðflokkurinn stýrði dómsvaldinu enda „er það ómögulegt“. Þá neitaði hann að segja af sér, en þess hafði grasrótarflokkurinn Podemos krafist. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Spænski fréttavefurinn El Español birti í gær skilaboð sem Ignacio Cosidó, þingflokksformaður Lýðflokksins, sendi samherjum sínum á þingi um gerð samkomulags við Sósíalistaflokkinn, sem er í ríkisstjórn, og sagði Lýðflokkinn hafa náð því fram að flokkurinn fengi ákveðið vald yfir hæstarétti Spánar. Þannig hafi flokkurinn fengið að ráða forseta stjórnar hæstaréttar og níu stjórnarmenn til viðbótar á meðan Sósíalistar fá ellefu. Fram kemur í skilaboðunum að nú geti Lýðflokkurinn stýrt „annarri deild hæstaréttar úr bakherbergjunum“. Undir þessa aðra deild falla meðal annars mál þeirra Katalóna sem yfirvöld í Madríd hafa ákært fyrir þátt sinn í atkvæðagreiðslu og sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins í október á síðasta ári. Um er að ræða bæði aðgerðasinna, þingmenn og ráðherra héraðsstjórnarinnar. Katalónskir aðskilnaðarsinnar hafa ítrekað haldið því fram að ásakanirnar séu fráleitar í lýðræðisríki, þær séu pólitísks eðlis og að stjórnvöld hafi óeðlileg áhrif á dómsvaldið. Vert er að taka fram að Lýðflokkurinn var í stjórn þegar þessir atburðir áttu sér stað en Mariano Rajoy forsætisráðherra féll í atkvæðagreiðslu um vantraust í júní og vinstrimaðurinn Pedro Sánchez tók við. Það kemur því ekki á óvart að Quim Torra, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, var reiður eftir lestur ásakananna í gær. Torra sagði á Twitter að skilaboð Cosidós sýndu enn á ný fram á að réttlætið á Spáni væri háð samkomulagi Sósíalistaflokksins og Lýðflokksins. „Frelsi og tilvist raunverulegs réttarríkis eru ekki lengur sjálfsagðir hlutir sem ríkisborgarar geta treyst á. Hér er sjálfstæði dómstóla ekkert og sama að segja um hlutleysi eða heiðarleika,“ tísti héraðsforsetinn. Albert Rivera, formanni katalónska Borgaraflokksins, höfuðandstæðings Torra og sambandssinna, ofbauð skilaboð Cosidós. Rivera sagði orð Cosidós og gerð samkomulagsins skammarlega og að það væri aðför gegn sjálfstæði dómstóla. Cosidó svaraði fyrir umfjöllunina og skilaboð sín í gær. Hann sagði þau rangtúlkuð en viðurkenndi að orðavalið hefði verið óheppilegt. Að auki benti hann á að hann hefði ekki sagt að Lýðflokkurinn stýrði dómsvaldinu enda „er það ómögulegt“. Þá neitaði hann að segja af sér, en þess hafði grasrótarflokkurinn Podemos krafist.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira