Markaðssettur spuni Bjarni Már Júlíusson skrifar 20. nóvember 2018 07:00 Á vinnumarkaði er gott orðspor mikilvæg auðlind og við starfslok er orðspor um vel unnin störf ómetanlegt. Ég tel mig hafa áunnið mér gott orðspor í störfum hjá stærstu orkufyrirtækjum landsins undanfarin 28 ár. Atburðarás í kjölfar fyrirvaralausrar uppsagnar minnar úr starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, þar sem mér var ekki gefinn kostur á að standa fyrir máli mínu, hefur hins vegar skaðað orðspor mitt. Óvíst er hvort hægt verður að vinda ofan af ásökunum í minn garð, sem dreift hefur verið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.Ummæli slitin úr samhengi Það var ömurleg reynsla fyrir mig, fjölskyldu mína og nána vini að fylgjast með hvernig vegið var að mannorði mínu með vandlega útfærðum spuna, sem dreift var á rétta staði til að ná sem mestri fylgni við einhliða og óstaðfesta frásögn af ástæðum uppsagnar tiltekins starfsmanns hjá ON. Ólíkt uppsögn minni var þessi uppsögn ekki skyndiákvörðun í kjölfar skrifa á samfélagsmiðlum, heldur byggði hún á faglegu mati. Niðurstaða í úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar er að uppsögn starfsmannsins telst réttmæt. Til að breiða yfir raunverulega ástæðu uppsagnarinnar, var búin til frásögn á samfélagsmiðlum, þar sem ummæli og atburðir voru slitin úr samhengi eða uppskálduð. Ég viðurkenni fúslega að ég tala yfirleitt hreint út um það sem mér býr í brjósti og mætti eflaust stundum orða hlutina á nærgætnari hátt. Upplifun fólks af aðstæðum er misjöfn og það sem einum finnst í lagi að segja í samskiptum á vinnustað, getur annar tekið illa upp. Talsmáti og samskipti sem áður þóttu í lagi á karllægum vinnustöðum teljast ekki boðleg í dag. Þetta þurfa ég og aðrir karlar að læra að tileinka okkur á nýjum tímum og það hef ég leitast við að gera.Ógagnrýnið samspil samfélagsmiðla og fjölmiðla Rannsókn Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sýnir að tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast og þau sem ég vann nánast með bera mér ekki illa söguna. Það er mér léttir að samkvæmt úttektinni upplifði enginn starfsmaður að henni eða honum hafi staðið ógn af framkomu minni. Í ljósi atburðarásar, sem í þessu tilfelli kom fyrirmyndar stórfyrirtæki í uppnám, tel ég að fyrirtæki þurfi að bæta óhróðri á samfélagsmiðlum inn í áhættustjórnun sína. Viðbrögð við öðrum hættum eru kortlögð og æfð og má sem dæmi nefna viðbrögð við eldi sem kom upp í Hellisheiðarvirkjun í janúar síðastliðnum en þar tókst að koma í veg fyrir stórtjón vegna þess að hættan var fyrirséð og búið að æfa viðbrögð við henni. Ég tel ólíklegt að íslensk fyrirtæki eða stofnanir hafi yfirleitt gert viðbragðsáætlanir til að undirbúa viðbrögð við árás á orðspor þeirra eða starfsmanna þeirra frá aðilum sem telja sig eiga harma að hefna. Í gagnrýnislitlu samspili samfélagmiðla og fjölmiðla er auðvelt að dreifa sögum sem þykja líklegar til að ná athygli lesenda, án þess að haft sé fyrir því að kanna sannleiksgildi þeirra. Því tel ég fulla ástæðu til að huga að þessari hættu. Að lokum vil ég þakka þeim fjölmörgu fyrrverandi samstarfsmönnum sem hafa sent mér skilaboð og lýst jákvæðri upplifun af samskiptum við mig í leik og starfi. Einnig vil ég þakka Brynhildi Davíðsdóttur, stjórnarformanni Orkuveitunnar, fyrir að taka faglega á málinu og láta framkvæma þá úttekt sem nú eru komnar niðurstöður úr. Ég ber fullt traust til þeirra sem unnu að úttektinni og vona að með niðurstöðum hennar linni atlögum að mannorði mínu og óhróðri um minn fyrrverandi vinnustað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Á vinnumarkaði er gott orðspor mikilvæg auðlind og við starfslok er orðspor um vel unnin störf ómetanlegt. Ég tel mig hafa áunnið mér gott orðspor í störfum hjá stærstu orkufyrirtækjum landsins undanfarin 28 ár. Atburðarás í kjölfar fyrirvaralausrar uppsagnar minnar úr starfi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, þar sem mér var ekki gefinn kostur á að standa fyrir máli mínu, hefur hins vegar skaðað orðspor mitt. Óvíst er hvort hægt verður að vinda ofan af ásökunum í minn garð, sem dreift hefur verið í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum.Ummæli slitin úr samhengi Það var ömurleg reynsla fyrir mig, fjölskyldu mína og nána vini að fylgjast með hvernig vegið var að mannorði mínu með vandlega útfærðum spuna, sem dreift var á rétta staði til að ná sem mestri fylgni við einhliða og óstaðfesta frásögn af ástæðum uppsagnar tiltekins starfsmanns hjá ON. Ólíkt uppsögn minni var þessi uppsögn ekki skyndiákvörðun í kjölfar skrifa á samfélagsmiðlum, heldur byggði hún á faglegu mati. Niðurstaða í úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar er að uppsögn starfsmannsins telst réttmæt. Til að breiða yfir raunverulega ástæðu uppsagnarinnar, var búin til frásögn á samfélagsmiðlum, þar sem ummæli og atburðir voru slitin úr samhengi eða uppskálduð. Ég viðurkenni fúslega að ég tala yfirleitt hreint út um það sem mér býr í brjósti og mætti eflaust stundum orða hlutina á nærgætnari hátt. Upplifun fólks af aðstæðum er misjöfn og það sem einum finnst í lagi að segja í samskiptum á vinnustað, getur annar tekið illa upp. Talsmáti og samskipti sem áður þóttu í lagi á karllægum vinnustöðum teljast ekki boðleg í dag. Þetta þurfa ég og aðrir karlar að læra að tileinka okkur á nýjum tímum og það hef ég leitast við að gera.Ógagnrýnið samspil samfélagsmiðla og fjölmiðla Rannsókn Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sýnir að tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast og þau sem ég vann nánast með bera mér ekki illa söguna. Það er mér léttir að samkvæmt úttektinni upplifði enginn starfsmaður að henni eða honum hafi staðið ógn af framkomu minni. Í ljósi atburðarásar, sem í þessu tilfelli kom fyrirmyndar stórfyrirtæki í uppnám, tel ég að fyrirtæki þurfi að bæta óhróðri á samfélagsmiðlum inn í áhættustjórnun sína. Viðbrögð við öðrum hættum eru kortlögð og æfð og má sem dæmi nefna viðbrögð við eldi sem kom upp í Hellisheiðarvirkjun í janúar síðastliðnum en þar tókst að koma í veg fyrir stórtjón vegna þess að hættan var fyrirséð og búið að æfa viðbrögð við henni. Ég tel ólíklegt að íslensk fyrirtæki eða stofnanir hafi yfirleitt gert viðbragðsáætlanir til að undirbúa viðbrögð við árás á orðspor þeirra eða starfsmanna þeirra frá aðilum sem telja sig eiga harma að hefna. Í gagnrýnislitlu samspili samfélagmiðla og fjölmiðla er auðvelt að dreifa sögum sem þykja líklegar til að ná athygli lesenda, án þess að haft sé fyrir því að kanna sannleiksgildi þeirra. Því tel ég fulla ástæðu til að huga að þessari hættu. Að lokum vil ég þakka þeim fjölmörgu fyrrverandi samstarfsmönnum sem hafa sent mér skilaboð og lýst jákvæðri upplifun af samskiptum við mig í leik og starfi. Einnig vil ég þakka Brynhildi Davíðsdóttur, stjórnarformanni Orkuveitunnar, fyrir að taka faglega á málinu og láta framkvæma þá úttekt sem nú eru komnar niðurstöður úr. Ég ber fullt traust til þeirra sem unnu að úttektinni og vona að með niðurstöðum hennar linni atlögum að mannorði mínu og óhróðri um minn fyrrverandi vinnustað.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun