Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 8. desember 2018 09:04 Dodge Challenger-bifreiðin sem Fields ók niður þrönga götu og inn í hóp mótmælenda. Vísir/Getty Rúmlega tvítugur karlmaður sem er yfirlýstur nýnasisti var dæmdur fyrir að hafa myrt rúmlega þrítuga konu þegar hann ók bíl sínum á hana og fleiri mótmælendur í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra. Konan og fólkið mótmæltu stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í fjölda ára sem árásarmaðurinn tók þátt í. Kviðdómur taldi að James Alex Fields yngri frá Ohio hefði ekið á fólkið í þröngri götu í miðbæ Charlottsville að yfirlögðu ráði. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og 35 manns slösuðust til viðbótar. Fields var einnig sakfelldur fyrir að hafa valdið þeim særðu líkamstjóni. Voðaverkið framdi Fields í kjölfarið á átökum hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú Klúx Klan-liða annars vegar og mótmælenda þeirra hins vegar 12. ágúst í fyrra. Þeir fyrrnefndu komu saman í borginni til þess að mótmæla því að fjarlægja ætti styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, í bandaríska borgarastríðinu. Yfirskrift samkomunnar var „Sameinum hægrið“. Öfgamennirnir höfðu kvöldið áður gengið fylktu liði með kyndla og hrópað hatursfull slagorð eins og „Gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Í brýnu sló á milli þeirra og mótmælenda daginn eftir. Tveir lögreglumenn sem voru að störfum í tengslum við atburðina fórust í þyrluslysi þann dag. Óreiðirnar og árás Fields skóku bandarískt samfélag, ekki síst eftir að Donald Trump forseti þráaðist ítrekað við að fordæma hægriöfgamennina. Staðhæfing hans um að „fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum í Charlottesville leiddi meðal annars til þess að fulltrúa stórra fyrirtækja sögðu sig frá ráðgjafanefndum Hvíta hússins í mótmælaskyni.Hakakrossar og nasistakveðjur voru áberandi á samkomu hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville í Virginíu í fyrra.Vísir/GettySögðu Fields hafa brugðist við af ótta og ringlun Verjendur Fields þrættu ekki fyrir að hann hefði ekið bílnum en sagði að hann hafi ekki ekið á fólkið með illum hug heldur af ótta um eigin öryggi og ringlun. Hann hafi strax iðrast gjörða sinna, að sögn Washington Post. Saksóknarar sýndu hins vegar myndbandsupptöku þar sem sást að enginn var nálægt bíl Fields þegar hann bakkaði honum fyrst upp götuna og gaf síðan í niður brekku í átt að fólkinu. Refsing Fields verður ákvörðuð fyrir dómi á mánudag. Hann á einnig yfir höfði sér ákæru frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna hatursglæpa. Þar gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður sem er yfirlýstur nýnasisti var dæmdur fyrir að hafa myrt rúmlega þrítuga konu þegar hann ók bíl sínum á hana og fleiri mótmælendur í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra. Konan og fólkið mótmæltu stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í fjölda ára sem árásarmaðurinn tók þátt í. Kviðdómur taldi að James Alex Fields yngri frá Ohio hefði ekið á fólkið í þröngri götu í miðbæ Charlottsville að yfirlögðu ráði. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og 35 manns slösuðust til viðbótar. Fields var einnig sakfelldur fyrir að hafa valdið þeim særðu líkamstjóni. Voðaverkið framdi Fields í kjölfarið á átökum hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú Klúx Klan-liða annars vegar og mótmælenda þeirra hins vegar 12. ágúst í fyrra. Þeir fyrrnefndu komu saman í borginni til þess að mótmæla því að fjarlægja ætti styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, í bandaríska borgarastríðinu. Yfirskrift samkomunnar var „Sameinum hægrið“. Öfgamennirnir höfðu kvöldið áður gengið fylktu liði með kyndla og hrópað hatursfull slagorð eins og „Gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Í brýnu sló á milli þeirra og mótmælenda daginn eftir. Tveir lögreglumenn sem voru að störfum í tengslum við atburðina fórust í þyrluslysi þann dag. Óreiðirnar og árás Fields skóku bandarískt samfélag, ekki síst eftir að Donald Trump forseti þráaðist ítrekað við að fordæma hægriöfgamennina. Staðhæfing hans um að „fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum í Charlottesville leiddi meðal annars til þess að fulltrúa stórra fyrirtækja sögðu sig frá ráðgjafanefndum Hvíta hússins í mótmælaskyni.Hakakrossar og nasistakveðjur voru áberandi á samkomu hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville í Virginíu í fyrra.Vísir/GettySögðu Fields hafa brugðist við af ótta og ringlun Verjendur Fields þrættu ekki fyrir að hann hefði ekið bílnum en sagði að hann hafi ekki ekið á fólkið með illum hug heldur af ótta um eigin öryggi og ringlun. Hann hafi strax iðrast gjörða sinna, að sögn Washington Post. Saksóknarar sýndu hins vegar myndbandsupptöku þar sem sást að enginn var nálægt bíl Fields þegar hann bakkaði honum fyrst upp götuna og gaf síðan í niður brekku í átt að fólkinu. Refsing Fields verður ákvörðuð fyrir dómi á mánudag. Hann á einnig yfir höfði sér ákæru frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna hatursglæpa. Þar gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Sjá meira
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53