Örlög norðurslóða ráðast ekki síst sunnar á hnettinum Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2018 20:00 Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. Mikilvægt væri að Asíuríki taki þátt í hringborðinu eins og á ráðstefnu sem nú stendur yfir á vegum samtakanna í Seoul í Suður Kóreu. Ráðstefna Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í höfuðborg Suður Kóreu er haldin í samvinnu við utanríkisráðuneyti og haf- og sjávarútvegsráðuneyti Kóreu, heimskautastofnun landsins og hafrannsóknarstofnun. Hana sækja háttsettir fulltrúar stjórnvalda, vísinda og viðskiptalífs frá Kóreu, Kína, Japan og Singapore auk þátttakenda frá fjölda ríkja utan Asíu. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða segir þetta áttundu sérhæfðu ráðstefnu samtakanna í öðrum löndum en heimsþing Hringborðsins fer fram í Reykjavík ár hvert í október. „Að vissu leyti er óhætt að segja að framtíð norðurslóða verði ákvörðuð í öðrum heimsálfum og í öðrum heimshlutum. Því orkukerfið, mengunin, aukning koltvísýringslosunar munu hafa óviðráðanlegar afleiðingar fyrir framtíð norðurslóða,“ sagði Ólafur Ragnar í ávarpi sínu á ráðstefnunni í dag. Auk Ólafs Ragnars er Ban Ki-moon fyrrverandi utanríkisráðherra Kóreu og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 til 2016 meðal um 250 þáttakenda. Hann segir ekkert eitt ríki eða hóp ríkja geta leyst loftlagsvandann á norðurslóðum. „Hnattræn áskorun krefst hnattrænna lausna. Ekkert eitt land, sama hversu voldugt eða úrræðagott það kann að vera, getur gert það á eigin spýtur. Við verðum að vinna saman. Við erum öll í þessu saman,“ sagði Ban. Á ráðstefnunni er fjallað um vísindarannsóknir á Norðurslóðum, þróun siglinga og innviða, orkunýtingar og nýsköpunar. En henni lýkur með heimsókn í nýlega heimskautastofnun Suður Kóreu þar sem starfa hátt á þriðja hundrað sérfræðingar. „Svo þegar við komum saman, í dag og á morgun og næstu daga hérna í Kóreu, til að ræða ýmsar hliðar á framtíð norðurslóða erum við líka að tala um framtíð plánetunnar okkar,“ sagði Ólafur Ragnar. Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Stjórnsýsla Umhverfismál Hringborð norðurslóða Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða sagði örlög þeirra ekki síst ráðast af þróun loftlagsmála sunnar á hnettinum. Mikilvægt væri að Asíuríki taki þátt í hringborðinu eins og á ráðstefnu sem nú stendur yfir á vegum samtakanna í Seoul í Suður Kóreu. Ráðstefna Hringborðs norðurslóða, Arctic Circle, í höfuðborg Suður Kóreu er haldin í samvinnu við utanríkisráðuneyti og haf- og sjávarútvegsráðuneyti Kóreu, heimskautastofnun landsins og hafrannsóknarstofnun. Hana sækja háttsettir fulltrúar stjórnvalda, vísinda og viðskiptalífs frá Kóreu, Kína, Japan og Singapore auk þátttakenda frá fjölda ríkja utan Asíu. Ólafur Ragnar Grímsson formaður Hringborðs norðurslóða segir þetta áttundu sérhæfðu ráðstefnu samtakanna í öðrum löndum en heimsþing Hringborðsins fer fram í Reykjavík ár hvert í október. „Að vissu leyti er óhætt að segja að framtíð norðurslóða verði ákvörðuð í öðrum heimsálfum og í öðrum heimshlutum. Því orkukerfið, mengunin, aukning koltvísýringslosunar munu hafa óviðráðanlegar afleiðingar fyrir framtíð norðurslóða,“ sagði Ólafur Ragnar í ávarpi sínu á ráðstefnunni í dag. Auk Ólafs Ragnars er Ban Ki-moon fyrrverandi utanríkisráðherra Kóreu og framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2007 til 2016 meðal um 250 þáttakenda. Hann segir ekkert eitt ríki eða hóp ríkja geta leyst loftlagsvandann á norðurslóðum. „Hnattræn áskorun krefst hnattrænna lausna. Ekkert eitt land, sama hversu voldugt eða úrræðagott það kann að vera, getur gert það á eigin spýtur. Við verðum að vinna saman. Við erum öll í þessu saman,“ sagði Ban. Á ráðstefnunni er fjallað um vísindarannsóknir á Norðurslóðum, þróun siglinga og innviða, orkunýtingar og nýsköpunar. En henni lýkur með heimsókn í nýlega heimskautastofnun Suður Kóreu þar sem starfa hátt á þriðja hundrað sérfræðingar. „Svo þegar við komum saman, í dag og á morgun og næstu daga hérna í Kóreu, til að ræða ýmsar hliðar á framtíð norðurslóða erum við líka að tala um framtíð plánetunnar okkar,“ sagði Ólafur Ragnar.
Norðurslóðir Ólafur Ragnar Grímsson Stjórnsýsla Umhverfismál Hringborð norðurslóða Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Sjá meira