Telur veik skilyrði fyrir neyðarláni til Póstsins Sighvatur Jónsson skrifar 6. desember 2018 12:00 Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að veitt verði 1,5 milljarðs króna neyðarlán til Póstsins. Félag atvinnurekenda vill að gerð verði óháð úttekt á fjárfestingum fyrirtækisins. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrir þriðju umræðu fjárlaga leggur meirihluti fjárlaganefndar til að Íslandspóstur fái lán upp á einn og hálfan milljarð vegna lausafjárskorts hjá Póstinum. Skilyrði fyrir láninu er að fyrirtækið standi við hugmyndir um fjárhagslega endurskipulagninu og upplýsi þingnefnd um gang mála. Fréttablaðið greinir frá því í morgun að Íslandspóstur hyggist endurgreiða lánið með greiðslu úr svokölluðum jöfnunarsjóði alþjónustu, sjóði sem er tómur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Ævintýramennska í samkeppnisrekstri Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur skilyrði fyrir neyðarláninu til Póstsins vera veik. Hann gagnrýnir að ekkert sé farið ofan í það hver beri ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi hjá fyrirtækinu. „Það sem við höfum haldið fram hjá Félagi atvinnurekenda lengi er að stór hluti af vanda Íslandspósts sé kominn til vegna ævintýramennsku í samkeppnisrekstri. Nýjasta dæmið er af ePósti þar sem Pósturinn þráast við að reikna vexti á lán móðurfélagsins til dótturfélags til þess að láta það líta aðeins betur út. Við teljum að það sé þörf á og hefði átt að vera skilyrði af hálfu þingsins að það yrði gerð óháð úttekt á Íslandspósti og sérstaklega þessum samkeppnisrekstri og fjármunum almennings sem hafa tapast þar.“Hærra umsýslugjald erlendra sendinga Á dögunum fjallaði fréttastofa um mikinn kostnað Íslandspósts vegna erlendra póstsendinga þar sem neytendur greiða einungis þriðjung sendingarkostnaðar frá Kína vegna alþjóðasamninga. Ólafur bendir í því samhengi á að Pósturinn ætti að rukka hærra umsýslugjald af notendum þeirrar þjónustu „í stað þess að senda skattborgurum reikninginn.“ Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Fyrir þriðju umræðu fjárlaga leggur meirihluti fjárlaganefndar til að Íslandspóstur fái lán upp á einn og hálfan milljarð vegna lausafjárskorts hjá Póstinum. Skilyrði fyrir láninu er að fyrirtækið standi við hugmyndir um fjárhagslega endurskipulagninu og upplýsi þingnefnd um gang mála. Fréttablaðið greinir frá því í morgun að Íslandspóstur hyggist endurgreiða lánið með greiðslu úr svokölluðum jöfnunarsjóði alþjónustu, sjóði sem er tómur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.Ævintýramennska í samkeppnisrekstri Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, telur skilyrði fyrir neyðarláninu til Póstsins vera veik. Hann gagnrýnir að ekkert sé farið ofan í það hver beri ábyrgð á stöðunni sem nú er uppi hjá fyrirtækinu. „Það sem við höfum haldið fram hjá Félagi atvinnurekenda lengi er að stór hluti af vanda Íslandspósts sé kominn til vegna ævintýramennsku í samkeppnisrekstri. Nýjasta dæmið er af ePósti þar sem Pósturinn þráast við að reikna vexti á lán móðurfélagsins til dótturfélags til þess að láta það líta aðeins betur út. Við teljum að það sé þörf á og hefði átt að vera skilyrði af hálfu þingsins að það yrði gerð óháð úttekt á Íslandspósti og sérstaklega þessum samkeppnisrekstri og fjármunum almennings sem hafa tapast þar.“Hærra umsýslugjald erlendra sendinga Á dögunum fjallaði fréttastofa um mikinn kostnað Íslandspósts vegna erlendra póstsendinga þar sem neytendur greiða einungis þriðjung sendingarkostnaðar frá Kína vegna alþjóðasamninga. Ólafur bendir í því samhengi á að Pósturinn ætti að rukka hærra umsýslugjald af notendum þeirrar þjónustu „í stað þess að senda skattborgurum reikninginn.“
Íslandspóstur Tengdar fréttir Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15 Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Forstjóri Póstsins kallar eftir ríkisframlagi til að halda uppi þjónustu Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið sé eitt af örfáum póstfyrirtækjum í Evrópu sem njóti ekki framlaga frá ríkissjóði. Póstfyrirtæki á Norðurlöndunum njóti slíkra framlaga til að halda uppi þjónustu. Pósturinn glímir nú við mikinn lausafjárvanda og staða fyrirtækisins er tvísýn ef það fær ekki lán frá ríkissjóði. 23. nóvember 2018 12:15
Pósturinn vill aur úr galtómum sjóði Íslandspóstur hefur sótt um að fá 2,6 milljarða úthlutaða úr galtómum sjóði. Fjármunirnir eru hugsaðir til að endurgreiða neyðarlán frá ríkissjóði. Alls kostar óvíst er að fyrirtækið geti endurgreitt lánið. Í svari Póstsins segir að umsókn hafi verið send inn til vonar og vara. 6. desember 2018 07:30
Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15