Magnaður Curry leiddi Warriors til sigurs Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. desember 2018 07:30 Það er eins og Curry hafi ekki misst neitt úr vísir/getty Stephen Curry er nýstiginn upp úr meiðslum en það kom ekki að sök þegar Golden State Warriors mætti Atlanta Hawks í NBA deildinni í nótt. Curry setti 30 stig á 29 mínútum í sigri Warriors. Leikurinn var aðeins annar leikur Curry eftir nokkurra vikna fjarveru en það var ekki að sjá á honum. Hann einn og sér skoraði fleiri stig í fyrsta leikhluta heldur en allt lið Atlanta. Curry var með 18 af 34 stigum Warriors gegn 17 stigum Hawks í leikhlutanum. Hann setti fjögur af fimm þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum niður. „Ég er bara að reyna að finna taktinn aftur. Það er gott að ná inn nokkrum skotum snemma. Við settum tóninn í leiknum snemma, við þurftum á útisigri að halda,“ sagði Curry eftir leikinn. Curry var samtals með 30 stig í leiknum og félagar hans tveir í gullna tríói liðsins, Kevin Durant og Klay Thompson, settu 28 og 27 stig hvor í 128-111 sigri.Steph Curry scores 30 PTS in Atlanta, including 18 in the opening quarter! #DubNationpic.twitter.com/uUGwdz6WGu — NBA (@NBA) December 4, 2018 Stórstjarnan í Denver, Nikola Jokic, átti enn einn frábæra leikinn þegar strákarnir í Denver Nuggets sóttu Toronto Raptors heim. Jokic var með þrefalda tvennu, skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og sendi félögum sínum 15 stoðsendingar í 106-103 sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Jokic nær þrefaldri tvennu. Jokic kom Nuggets yfir af vítalínunni þegar 7 sekúndur voru eftir og setti tvö vítaskot til viðbótar með 5,6 sekúndur á klukkunni. Kyle Lowry reyndi flautukörfu til þess að jafna leikinn fyrir Raptors en skotið fór af hringnum og Denver fagnaði sigri. Sigurinn tók Nuggets upp við hlið LA Clippers á toppi Vesturdeildarinnar með 16-7 sigurhlutfall. Sigurinn kostaði þó sitt, Gary Harris meiddist á nára í leiknum og fer í myndatöku í dag. Harris hafði sett þrjú stig á níu mínútum í fyrsta leikhluta en meiddist undir lok hans og gat ekkert tekið þátt í leiknum eftir það.Nikola Jokic tallies his 18th career triple-double in Toronto. 23 PTS - 15 ASTS - 11 REBS pic.twitter.com/r8MDFRzuq3 — NBA (@NBA) December 4, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Oklahoma City Thunder 83-110 Atlanta Hawks - Golden State Warriors 111-128 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 97-99 New York Knicks - Washington Wizards 107-110 Toronto Raptors - Denver Nuggets 103-106 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 103-91 New Orleans Pelicans - LA Clippers 126-129 NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Stephen Curry er nýstiginn upp úr meiðslum en það kom ekki að sök þegar Golden State Warriors mætti Atlanta Hawks í NBA deildinni í nótt. Curry setti 30 stig á 29 mínútum í sigri Warriors. Leikurinn var aðeins annar leikur Curry eftir nokkurra vikna fjarveru en það var ekki að sjá á honum. Hann einn og sér skoraði fleiri stig í fyrsta leikhluta heldur en allt lið Atlanta. Curry var með 18 af 34 stigum Warriors gegn 17 stigum Hawks í leikhlutanum. Hann setti fjögur af fimm þriggja stiga skotum sínum í leikhlutanum niður. „Ég er bara að reyna að finna taktinn aftur. Það er gott að ná inn nokkrum skotum snemma. Við settum tóninn í leiknum snemma, við þurftum á útisigri að halda,“ sagði Curry eftir leikinn. Curry var samtals með 30 stig í leiknum og félagar hans tveir í gullna tríói liðsins, Kevin Durant og Klay Thompson, settu 28 og 27 stig hvor í 128-111 sigri.Steph Curry scores 30 PTS in Atlanta, including 18 in the opening quarter! #DubNationpic.twitter.com/uUGwdz6WGu — NBA (@NBA) December 4, 2018 Stórstjarnan í Denver, Nikola Jokic, átti enn einn frábæra leikinn þegar strákarnir í Denver Nuggets sóttu Toronto Raptors heim. Jokic var með þrefalda tvennu, skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og sendi félögum sínum 15 stoðsendingar í 106-103 sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Jokic nær þrefaldri tvennu. Jokic kom Nuggets yfir af vítalínunni þegar 7 sekúndur voru eftir og setti tvö vítaskot til viðbótar með 5,6 sekúndur á klukkunni. Kyle Lowry reyndi flautukörfu til þess að jafna leikinn fyrir Raptors en skotið fór af hringnum og Denver fagnaði sigri. Sigurinn tók Nuggets upp við hlið LA Clippers á toppi Vesturdeildarinnar með 16-7 sigurhlutfall. Sigurinn kostaði þó sitt, Gary Harris meiddist á nára í leiknum og fer í myndatöku í dag. Harris hafði sett þrjú stig á níu mínútum í fyrsta leikhluta en meiddist undir lok hans og gat ekkert tekið þátt í leiknum eftir það.Nikola Jokic tallies his 18th career triple-double in Toronto. 23 PTS - 15 ASTS - 11 REBS pic.twitter.com/r8MDFRzuq3 — NBA (@NBA) December 4, 2018Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Oklahoma City Thunder 83-110 Atlanta Hawks - Golden State Warriors 111-128 Brooklyn Nets - Cleveland Cavaliers 97-99 New York Knicks - Washington Wizards 107-110 Toronto Raptors - Denver Nuggets 103-106 Minnesota Timberwolves - Houston Rockets 103-91 New Orleans Pelicans - LA Clippers 126-129
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira