Segið af ykkur Stjórn Uppreisnar og ungliðahreyfingar Viðreisnar. skrifa 1. desember 2018 13:07 Kvenfyrirlitningin, fötlunarfordómarnir og hommahatrið sem sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sýndu þriðjudaginn 20. nóvember s.l. brýtur gegn siðareglum alþingismanna. Uppreisn skorar á Miðflokksmennina Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur ásamt Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni úr Flokki fólksins að segja af sér þingmennsku hið snarasta og biðja viðkomandi sem þau særðu og þjóðina afsökunar. Í aldanna rás hafa konur þurft að upplifa ofbeldi, kúgun og niðurlægingu af höndum karla og þá sérstaklega valdamikilla karla. Sárt er að horfa upp á þingmenn og fyrrverandi ráðherra kalla kvenkyns þingmenn „húrrandi klikkaða kuntu,“ „helvítis tík“ sem „spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann“ og því miður margt viðurstyggilegt fleira. Þær konur sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa dregið í viðbjóðslegt níð eiga að sjálfsögðu ekkert af þessu skilið. Freyja Haraldsdóttir hefur verið ötul baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks í mörg ár. Íslenskt samfélag kann henni margt að þakka. Það er með ólíkindum að þingmenn skuli bera hana saman við dýr, þegar þeir eru hinir einu sem sýna fram á vanþróað villidýraeðli. Í mörgum löndum er hinsegin fólk jaðarsett, útskúfað úr samfélaginu og jafnvel drepið. Ráðamenn Íslands eiga að kappkosta við að búa til samfélag þar sem hinsegin fólki líður vel. Það er hræðilegt að heyra þingmenn tala til þessa hóps á niðrandi máta. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagsþegnar taki ábyrgð á orðum sínum og þingmenn eru engin undantekning þar á. Nauðgunarmenning, kvenfyrirlitning og fordómar þrífast í samfélagi þar sem einstaklingar komast upp með talsmáta sem þennan án afleiðinga. Það er óásættanlegt að ráðamenn þjóðarinnar tali fyrir feminískum gildum og jafnrétti út á við en grafi undan því í einrúmi. Þið eruð hluti af vandamálinu. Hvernig ætlið þið að leysa það? Stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Kvenfyrirlitningin, fötlunarfordómarnir og hommahatrið sem sex þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins sýndu þriðjudaginn 20. nóvember s.l. brýtur gegn siðareglum alþingismanna. Uppreisn skorar á Miðflokksmennina Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson, Bergþór Ólason og Önnu Kolbrúnu Árnadóttur ásamt Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni úr Flokki fólksins að segja af sér þingmennsku hið snarasta og biðja viðkomandi sem þau særðu og þjóðina afsökunar. Í aldanna rás hafa konur þurft að upplifa ofbeldi, kúgun og niðurlægingu af höndum karla og þá sérstaklega valdamikilla karla. Sárt er að horfa upp á þingmenn og fyrrverandi ráðherra kalla kvenkyns þingmenn „húrrandi klikkaða kuntu,“ „helvítis tík“ sem „spilar á karlmenn eins og kvenfólk kann“ og því miður margt viðurstyggilegt fleira. Þær konur sem þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins hafa dregið í viðbjóðslegt níð eiga að sjálfsögðu ekkert af þessu skilið. Freyja Haraldsdóttir hefur verið ötul baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks í mörg ár. Íslenskt samfélag kann henni margt að þakka. Það er með ólíkindum að þingmenn skuli bera hana saman við dýr, þegar þeir eru hinir einu sem sýna fram á vanþróað villidýraeðli. Í mörgum löndum er hinsegin fólk jaðarsett, útskúfað úr samfélaginu og jafnvel drepið. Ráðamenn Íslands eiga að kappkosta við að búa til samfélag þar sem hinsegin fólki líður vel. Það er hræðilegt að heyra þingmenn tala til þessa hóps á niðrandi máta. Það er gríðarlega mikilvægt að samfélagsþegnar taki ábyrgð á orðum sínum og þingmenn eru engin undantekning þar á. Nauðgunarmenning, kvenfyrirlitning og fordómar þrífast í samfélagi þar sem einstaklingar komast upp með talsmáta sem þennan án afleiðinga. Það er óásættanlegt að ráðamenn þjóðarinnar tali fyrir feminískum gildum og jafnrétti út á við en grafi undan því í einrúmi. Þið eruð hluti af vandamálinu. Hvernig ætlið þið að leysa það? Stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun