Sjóliðarnir fluttir til Moskvu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 09:30 Einn úkraínsku sjóliðana í fylgd rússnesks FSB-liða. Nordicphotos/AFP Þeir 24 úkraínsku sjóliðar sem Rússar handtóku eftir hertöku þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi um síðustu helgi voru í gær fluttir í fangelsi í Moskvu. Þar af er 21 haldið í Lefortovo-fangelsinu en þeir þrír sem særðust við hertökuna eru á sjúkrahúsvæng annars fangelsis. Þetta kom fram á rússnesku fréttastöðinni Rain í gær. Reuters sagði frá því í gær að yfirvöld í Úkraínu neituðu nú öllum fullorðnum, rússneskum karlmönnum um inngöngu í landið. Ástæðan er að herlög eru nú í gildi eftir atburði síðustu helgar. Petró Pórósjenkó forseti hefur sagt þessar aðgerðir nauðsynlegar til að koma í veg fyrir innrás enda gætu óeinkennisklæddir Rússar annars hæglega komist til Úkraínu líkt og er sagt hafa gerst árið 2014 þegar aðskilnaðarsinnar tóku yfir austurhluta landsins og Rússar innlimuðu Krímskaga. Annegret Kramp-Karrenbauer, ein þeirra sem sækjast eftir því að taka við af Angelu Merkel sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að bæði ESB og Bandaríkin ættu að íhuga að banna siglingar rússneskra skipa af Asovshafi um hafnir sínar. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í gær að hann byggist við því að leiðtogaráðið myndi framlengja gildistíma þvingana gegn Rússum þegar þeir funda um miðjan desember og kallaði aðgerðir Rússa á Asovshafi óboðlegar. – þea Rússland Úkraína Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Þeir 24 úkraínsku sjóliðar sem Rússar handtóku eftir hertöku þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi um síðustu helgi voru í gær fluttir í fangelsi í Moskvu. Þar af er 21 haldið í Lefortovo-fangelsinu en þeir þrír sem særðust við hertökuna eru á sjúkrahúsvæng annars fangelsis. Þetta kom fram á rússnesku fréttastöðinni Rain í gær. Reuters sagði frá því í gær að yfirvöld í Úkraínu neituðu nú öllum fullorðnum, rússneskum karlmönnum um inngöngu í landið. Ástæðan er að herlög eru nú í gildi eftir atburði síðustu helgar. Petró Pórósjenkó forseti hefur sagt þessar aðgerðir nauðsynlegar til að koma í veg fyrir innrás enda gætu óeinkennisklæddir Rússar annars hæglega komist til Úkraínu líkt og er sagt hafa gerst árið 2014 þegar aðskilnaðarsinnar tóku yfir austurhluta landsins og Rússar innlimuðu Krímskaga. Annegret Kramp-Karrenbauer, ein þeirra sem sækjast eftir því að taka við af Angelu Merkel sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að bæði ESB og Bandaríkin ættu að íhuga að banna siglingar rússneskra skipa af Asovshafi um hafnir sínar. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í gær að hann byggist við því að leiðtogaráðið myndi framlengja gildistíma þvingana gegn Rússum þegar þeir funda um miðjan desember og kallaði aðgerðir Rússa á Asovshafi óboðlegar. – þea
Rússland Úkraína Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira