Einn mesti gagnaleki sögunnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 07:15 Marriott rekur meðal annars hótel í Kína. Nordicphotos/AFP Upplýsingum um 500 milljónir gesta hótelfyrirtækisins Starwood hefur verið stolið úr gagnagrunni fyrirtækisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem móðurfyrirtækið Marriott sendi til yfirvalda. Þar sagði að árásin hafi átt sér stað fyrir 10. september síðastliðinn og mögulega hefði innbrotið átt sér stað fyrir heilum fjórum árum. „Við rannsókn komst Marriott að því að einhver afritaði upplýsingar í leyfisleysi,“ sagði í yfirlýsingunni. Starwood rekur hótel undir nöfnunum W Hotels, Sheraton, Le Méridien og Four Points. Hótelrisinn Marriott keypti Starwood árið 2016 og úr varð stærsta hótelsamsteypa heims. Starwood-hlutinn starfrækir um 1.200 gististaði. Fyrirtækið hefur hafist handa við að gera gestum sem lentu í lekanum viðvart og samkvæmt Techcrunch hafa gestir í til að mynda Bandaríkjunum, Kanada og á Bretlandi verið látnir vita. Þar kemur sömuleiðis fram að vegna GDPR, nýju evrópsku persónuverndarlöggjafarinnar, gæti Starwood verið sektað um allt að fjögur prósent árlegrar veltu vegna málsins. Magn upplýsinga sem stolið var úr gagnagrunninum er gífurlegt. Í tilfellum um 327 milljóna gesta má finna til að mynda nöfn þeirra, heimilisföng, símanúmer, netföng, vegabréfsnúmer, bankaupplýsingar, fæðingardag, kyn og/eða komu- og brottfarartíma. Aukinheldur má í sumum tilfellum búast við því að dulkóðaðar kortaupplýsingar fylgi. Fyrirtækið getur hins vegar ekki útilokað að dulkóðunarlyklunum hafi einnig verið stolið. „Við hörmum þennan atburð. Marriott hefur tilkynnt þetta til yfirvalda og mun halda áfram stuðningi við rannsókn þeirra,“ sagði í tilkynningu í gær. Séu einhverjir Íslendingar á meðal þeirra sem urðu fyrir því að upplýsingum um þá var stolið mega viðkomandi búast við tölvupósti frá hótelsamsteypunni. Þá hefur einnig verið sett upp vefsíða fyrir smeyka hótelgesti, answers.kroll.com, og eru allir þeir sem gistu á hótelum Starwood beðnir um að vera vakandi fyrir mögulegri misnotkun á greiðslukortum sínum. Þá ber sömuleiðis að varast óprúttna tölvuþrjóta sem gætu sent póst í nafni fyrirtækisins. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tölvuárásir Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira
Upplýsingum um 500 milljónir gesta hótelfyrirtækisins Starwood hefur verið stolið úr gagnagrunni fyrirtækisins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem móðurfyrirtækið Marriott sendi til yfirvalda. Þar sagði að árásin hafi átt sér stað fyrir 10. september síðastliðinn og mögulega hefði innbrotið átt sér stað fyrir heilum fjórum árum. „Við rannsókn komst Marriott að því að einhver afritaði upplýsingar í leyfisleysi,“ sagði í yfirlýsingunni. Starwood rekur hótel undir nöfnunum W Hotels, Sheraton, Le Méridien og Four Points. Hótelrisinn Marriott keypti Starwood árið 2016 og úr varð stærsta hótelsamsteypa heims. Starwood-hlutinn starfrækir um 1.200 gististaði. Fyrirtækið hefur hafist handa við að gera gestum sem lentu í lekanum viðvart og samkvæmt Techcrunch hafa gestir í til að mynda Bandaríkjunum, Kanada og á Bretlandi verið látnir vita. Þar kemur sömuleiðis fram að vegna GDPR, nýju evrópsku persónuverndarlöggjafarinnar, gæti Starwood verið sektað um allt að fjögur prósent árlegrar veltu vegna málsins. Magn upplýsinga sem stolið var úr gagnagrunninum er gífurlegt. Í tilfellum um 327 milljóna gesta má finna til að mynda nöfn þeirra, heimilisföng, símanúmer, netföng, vegabréfsnúmer, bankaupplýsingar, fæðingardag, kyn og/eða komu- og brottfarartíma. Aukinheldur má í sumum tilfellum búast við því að dulkóðaðar kortaupplýsingar fylgi. Fyrirtækið getur hins vegar ekki útilokað að dulkóðunarlyklunum hafi einnig verið stolið. „Við hörmum þennan atburð. Marriott hefur tilkynnt þetta til yfirvalda og mun halda áfram stuðningi við rannsókn þeirra,“ sagði í tilkynningu í gær. Séu einhverjir Íslendingar á meðal þeirra sem urðu fyrir því að upplýsingum um þá var stolið mega viðkomandi búast við tölvupósti frá hótelsamsteypunni. Þá hefur einnig verið sett upp vefsíða fyrir smeyka hótelgesti, answers.kroll.com, og eru allir þeir sem gistu á hótelum Starwood beðnir um að vera vakandi fyrir mögulegri misnotkun á greiðslukortum sínum. Þá ber sömuleiðis að varast óprúttna tölvuþrjóta sem gætu sent póst í nafni fyrirtækisins.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tölvuárásir Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liða Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Sjá meira