Rússneskur uppljóstrari talinn hafa látist af náttúrulegum orsökum Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 16:34 Perepilitsjní hafði leitað hælis í Bretlandi eftir að hafa aðstoðað saksóknara í umfangsmiklu skattsvikamáli. Vísir/EPA Dánardómstjóri í London segir að rússneskur uppljóstrari sem fannst látinn nærri heimili sínu á Englandi fyrir sex árum hafi líklega látist af náttúrulegum orsökum. Uppljóstrarinn hafði leitað hælis á Englandi eftir að hafa hjálpað til við að upplýsa um peningaþvætti rússneskra embættismanna. Alexander Perepilitsjní fannst látinn í bænum Weybridge suðvestur af London eftir að hann hafði farið út að skokka í nóvember árið 2012. Hann var 44 ára gamall. Vangaveltur voru uppi um að hann hefði verið myrtur. Hann leitaði hælis í Bretlandi árið 2009 eftir að hafa aðstoðað rannsókn í Sviss á umfangsmiklu peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákveðið var að rannsaka dauða hans upp á nýtt eftir að rússnesk stjórnvöld reyndu að myrða fyrrverandi njósnara og dóttur hans með taugaeitri á Englandi í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað að hafa átt aðild að tilræðinu. Dánardómstjórinn sagði í dag að engar beinar vísbendingar væru um að Perepilitsjní hefði verið ráðinn bani. Dánarorsök hans hefði að öllum líkindum verið skyndilegar hjartsláttartruflanir. Ekkja hans sagði fyrir dómnum að hún teldi ekki að eiginmaður sinn hefði verið myrtur. Hugsanlegt var talið að leifar af sjaldgæfu og banvænu eitri hefðu fundist í maga Perepilitsjní. Dánardómstjórinn sagði að leifar af óþekktu efni hefðu fundist í maga hans en það hafi ekki tengst eitrinu. Ekki hafi hins vegar verið hægt að rannsaka það nánar þar sem lögreglumenn höfðu sturtað niður magainnihaldi líksins. Perepilitsjní lét svissneska saksóknara fá gögn um hvernig háttsettir embættismenn í Rússlandi hefðu gerst segir um hundruð milljón dollara skattsvik. Sergei Magnitskí, endurskoðandi Hermitage-fjárfestingasjóðsins, hafði ljóstrað upp um þau en var hnepptur í fangelsi fyrir. Hann barinn til ólífis í rússnesku fangelsi árið 2009. Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Dánardómstjóri í London segir að rússneskur uppljóstrari sem fannst látinn nærri heimili sínu á Englandi fyrir sex árum hafi líklega látist af náttúrulegum orsökum. Uppljóstrarinn hafði leitað hælis á Englandi eftir að hafa hjálpað til við að upplýsa um peningaþvætti rússneskra embættismanna. Alexander Perepilitsjní fannst látinn í bænum Weybridge suðvestur af London eftir að hann hafði farið út að skokka í nóvember árið 2012. Hann var 44 ára gamall. Vangaveltur voru uppi um að hann hefði verið myrtur. Hann leitaði hælis í Bretlandi árið 2009 eftir að hafa aðstoðað rannsókn í Sviss á umfangsmiklu peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ákveðið var að rannsaka dauða hans upp á nýtt eftir að rússnesk stjórnvöld reyndu að myrða fyrrverandi njósnara og dóttur hans með taugaeitri á Englandi í mars. Rússnesk stjórnvöld hafa neitað að hafa átt aðild að tilræðinu. Dánardómstjórinn sagði í dag að engar beinar vísbendingar væru um að Perepilitsjní hefði verið ráðinn bani. Dánarorsök hans hefði að öllum líkindum verið skyndilegar hjartsláttartruflanir. Ekkja hans sagði fyrir dómnum að hún teldi ekki að eiginmaður sinn hefði verið myrtur. Hugsanlegt var talið að leifar af sjaldgæfu og banvænu eitri hefðu fundist í maga Perepilitsjní. Dánardómstjórinn sagði að leifar af óþekktu efni hefðu fundist í maga hans en það hafi ekki tengst eitrinu. Ekki hafi hins vegar verið hægt að rannsaka það nánar þar sem lögreglumenn höfðu sturtað niður magainnihaldi líksins. Perepilitsjní lét svissneska saksóknara fá gögn um hvernig háttsettir embættismenn í Rússlandi hefðu gerst segir um hundruð milljón dollara skattsvik. Sergei Magnitskí, endurskoðandi Hermitage-fjárfestingasjóðsins, hafði ljóstrað upp um þau en var hnepptur í fangelsi fyrir. Hann barinn til ólífis í rússnesku fangelsi árið 2009.
Bretland Rússland Taugaeitursárás í Bretlandi Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira