Farðu í Adidas skóna þína eða við sektum þig um 139 milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 09:00 Rafinha. Vísir/Getty Rafael Alcantara do Nascimento, sem oftast er kallaður bara Rafinha, er leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins. Hann vissi ekki betur en að samningur sinn við Adidas væri runninn út en góða gamla smáa letrið fór framhjá kappanum. Rafinha hélt að samningur sinn við þýska íþróttavöruframleiðandann Adidas hafi runnið út í sumar og fór hann í framhaldinu að spila í Mizuno skóm. Forráðamenn Adidas töldu á sér brotið og lögsóttu hann. Núna er staðan þannig að Rafinha þarf að fara í Adidas skóna sína eða hann verður sektaður um eina milljón evra sem eru rúmlega 139 milljónir íslenskra króna.Rafinha has been issued an ultimatum... wear Adidas boots again, or face a fine of up to 1m euros. ➡ https://t.co/bwR5OiER4kpic.twitter.com/dlD2MUkdDo — BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2018„Þó að hann sé ekki lögfræðingur þá ætti hann að vita um hvað styrktarsamningar snúast,“ sagði dómarinn áður en hann gaf fyrrnefndan úrskurð. Málið var tekið fyrir í dómstól í Amsterdam þar sem samningurinn var undirritaður. Rafinha þarf að greiða tíu þúsund evrur fyrir hvern dag sem hann fylgir ekki umræddum samningi og sú upphæð getur mest farið upp í eina milljón evra. Rafinha þurfti einnig að borga fyrir allan lögfræðikostnað vegna málsins. Hann slapp reyndar ágætlega því Adidas sóttist eftir því að Rafinha greiddi hundrað þúsund evrur fyrir hvern dag síðan 1. júlí þegar hann hætti að virða samning sinn. Rafinha hefur verið óheppinn með meiðsli og sleit nýverið krossband í hné. Hann heldur því fram að hann hafi ekki fengið neinn stuðning frá Adidas í meiðslum sínum og að umrædd fimm ára endurnýjun á Adidas samingnum hafi verið falin í smáa letrinum í samningnum,. Rafinha er 25 ára gamall og hefur verið hjá Barcelona alla sína tíð. Hann er yngri bróðir Thiago Alcantara sem lék einnig með Barcelona en er núna hjá Bayern München. Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira
Rafael Alcantara do Nascimento, sem oftast er kallaður bara Rafinha, er leikmaður Barcelona og brasilíska landsliðsins. Hann vissi ekki betur en að samningur sinn við Adidas væri runninn út en góða gamla smáa letrið fór framhjá kappanum. Rafinha hélt að samningur sinn við þýska íþróttavöruframleiðandann Adidas hafi runnið út í sumar og fór hann í framhaldinu að spila í Mizuno skóm. Forráðamenn Adidas töldu á sér brotið og lögsóttu hann. Núna er staðan þannig að Rafinha þarf að fara í Adidas skóna sína eða hann verður sektaður um eina milljón evra sem eru rúmlega 139 milljónir íslenskra króna.Rafinha has been issued an ultimatum... wear Adidas boots again, or face a fine of up to 1m euros. ➡ https://t.co/bwR5OiER4kpic.twitter.com/dlD2MUkdDo — BBC Sport (@BBCSport) December 19, 2018„Þó að hann sé ekki lögfræðingur þá ætti hann að vita um hvað styrktarsamningar snúast,“ sagði dómarinn áður en hann gaf fyrrnefndan úrskurð. Málið var tekið fyrir í dómstól í Amsterdam þar sem samningurinn var undirritaður. Rafinha þarf að greiða tíu þúsund evrur fyrir hvern dag sem hann fylgir ekki umræddum samningi og sú upphæð getur mest farið upp í eina milljón evra. Rafinha þurfti einnig að borga fyrir allan lögfræðikostnað vegna málsins. Hann slapp reyndar ágætlega því Adidas sóttist eftir því að Rafinha greiddi hundrað þúsund evrur fyrir hvern dag síðan 1. júlí þegar hann hætti að virða samning sinn. Rafinha hefur verið óheppinn með meiðsli og sleit nýverið krossband í hné. Hann heldur því fram að hann hafi ekki fengið neinn stuðning frá Adidas í meiðslum sínum og að umrædd fimm ára endurnýjun á Adidas samingnum hafi verið falin í smáa letrinum í samningnum,. Rafinha er 25 ára gamall og hefur verið hjá Barcelona alla sína tíð. Hann er yngri bróðir Thiago Alcantara sem lék einnig með Barcelona en er núna hjá Bayern München.
Spænski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Fram - FH | Fyrsti heimaleikur Fram í efstu deild í 37 ár Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Bæði lið fengu skell síðast Í beinni: Þróttur - Breiðablik | Blikar virka ógnvekjandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Sjá meira