Framkvæmdir stopp í innpökkuðu glæsihúsi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. desember 2018 06:15 Fjölnisvegur 11 vekur nú athygli fyrir að vera eins og risastór jólapakki að sjá. Fyrir innan hafa framkvæmdir verið stöðvaðar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Framkvæmdir við hið fræga glæsihýsi við Fjölnisveg 11 hafa verið stöðvaðar þar sem breytingar sem stendur til að gera á því eru enn í grenndarkynningu og því ósamþykktar. Húsið, sem verið hefur í eigu margra þekktustu athafna- og auðmanna landsins undanfarin ár, hefur vakið athygli vegfarenda að undanförnu enda hefur því verið pakkað kyrfilega inn. Reist hefur verið skjólhús utan um húsið fræga. Húsið eignaðist Ingólfur Shahin, eigandi bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, sem notið hefur mikillar velgengni undanfarin misseri og skilað eigendum sínum ríkulegum hagnaði, líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um. Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt og titlaður hönnunarstjóri verksins, segir að eitt hafi leitt af öðru við framkvæmdirnar. Framkvæmdir innanhúss hafi leitt í ljós að flestir innveggir hafi verið óeinangraðir og afar hljóðbært milli veggja. Því var kippt í lag, auk þess sem frekari endurnýjun varð á innra rými hússins. „Svo hélt hann áfram upp í gegnum húsið. Bjó til nýjan stiga upp í risið til að geta nýtt það almennilega,“ segir Jón Þór. Þær breytingar sem Ingólfur hefur sótt um að gera á húsinu eru einmitt að setja upp þennan nýja stiga milli hæðar og riss, setja tvo nýja kvisti í þakið að aftanverðu eins og eru framan á því og lækkun garðs framan við húsið. Sem fyrr segir er ekki búið að samþykkja erindið. Loks þegar kom að þakinu komu fleiri vandræði í ljós. „Þá kom í ljós að þakið er nánast ónýtt, bara myglað. Og þar sem hann ætlar að reyna að búa þarna fer hann í að lagfæra þakið. Sækir um leið um leyfi hjá borginni til að gera þessa kvisti.“ Af umsögnum er ekki að sjá að athugasemdir hafi borist vegna kvistanna. Skipta þarf því um þakið og koma fyrir steinflísum sem fluttar eru inn frá Póllandi líkt og vinnuaflið í húsinu. Og til að reyna að nýta verkamennina sem komnir eru hingað til lands á launum ákvað Ingólfur að setja framkvæmdirnar í gang við að laga þakið. „Til að geta unnið þetta svona seint á árinu ákváðu þeir að pakka húsinu inn. Ég hafði aldrei séð svona. En þarna inni er allt annað hitastig og fín vinnuaðstaða,“ segir Jón Þór um innpökkunina. En þegar framkvæmdir voru komnar af stað, bak við huliðshjúpinn, segir Jón Þór líklegt að einhver hafi klagað. „Og það er búið að stöðva framkvæmdirnar og það helgast af því að hið endanlega leyfi er ekki komið. Fyrst hann vildi æða af stað og framkvæma áður en leyfi lá fyrir hef ég kúplað mig frá þessu. Ég var búinn að benda honum á að hann gæti lent í vandræðum án leyfa.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Sjá meira
Framkvæmdir við hið fræga glæsihýsi við Fjölnisveg 11 hafa verið stöðvaðar þar sem breytingar sem stendur til að gera á því eru enn í grenndarkynningu og því ósamþykktar. Húsið, sem verið hefur í eigu margra þekktustu athafna- og auðmanna landsins undanfarin ár, hefur vakið athygli vegfarenda að undanförnu enda hefur því verið pakkað kyrfilega inn. Reist hefur verið skjólhús utan um húsið fræga. Húsið eignaðist Ingólfur Shahin, eigandi bókunarfyrirtækisins Guide to Iceland, sem notið hefur mikillar velgengni undanfarin misseri og skilað eigendum sínum ríkulegum hagnaði, líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um. Jón Þór Þorvaldsson, arkitekt og titlaður hönnunarstjóri verksins, segir að eitt hafi leitt af öðru við framkvæmdirnar. Framkvæmdir innanhúss hafi leitt í ljós að flestir innveggir hafi verið óeinangraðir og afar hljóðbært milli veggja. Því var kippt í lag, auk þess sem frekari endurnýjun varð á innra rými hússins. „Svo hélt hann áfram upp í gegnum húsið. Bjó til nýjan stiga upp í risið til að geta nýtt það almennilega,“ segir Jón Þór. Þær breytingar sem Ingólfur hefur sótt um að gera á húsinu eru einmitt að setja upp þennan nýja stiga milli hæðar og riss, setja tvo nýja kvisti í þakið að aftanverðu eins og eru framan á því og lækkun garðs framan við húsið. Sem fyrr segir er ekki búið að samþykkja erindið. Loks þegar kom að þakinu komu fleiri vandræði í ljós. „Þá kom í ljós að þakið er nánast ónýtt, bara myglað. Og þar sem hann ætlar að reyna að búa þarna fer hann í að lagfæra þakið. Sækir um leið um leyfi hjá borginni til að gera þessa kvisti.“ Af umsögnum er ekki að sjá að athugasemdir hafi borist vegna kvistanna. Skipta þarf því um þakið og koma fyrir steinflísum sem fluttar eru inn frá Póllandi líkt og vinnuaflið í húsinu. Og til að reyna að nýta verkamennina sem komnir eru hingað til lands á launum ákvað Ingólfur að setja framkvæmdirnar í gang við að laga þakið. „Til að geta unnið þetta svona seint á árinu ákváðu þeir að pakka húsinu inn. Ég hafði aldrei séð svona. En þarna inni er allt annað hitastig og fín vinnuaðstaða,“ segir Jón Þór um innpökkunina. En þegar framkvæmdir voru komnar af stað, bak við huliðshjúpinn, segir Jón Þór líklegt að einhver hafi klagað. „Og það er búið að stöðva framkvæmdirnar og það helgast af því að hið endanlega leyfi er ekki komið. Fyrst hann vildi æða af stað og framkvæma áður en leyfi lá fyrir hef ég kúplað mig frá þessu. Ég var búinn að benda honum á að hann gæti lent í vandræðum án leyfa.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Sjá meira