Forngripur á Alþingi Ellert B. Schram skrifar 18. desember 2018 07:00 Ef einhverjir hafa orðið hissa á endurkomu minni inn á Alþingi, þá get ég sagt, að ég sjálfur hafi undrast mest. Það var skemmtileg jólagjöf. Þingsaga mín er að vísu skrykkjótt. Inn og út, allt frá árinu 1971. Þá yngstur, nú elstur. Mér er sagt að ég sé elstur allra sem setið hafa á þingi og sennilega er ég að spanna, lengsta tíma, frá því að ég settist á Alþingi fyrir 47 árum og þar til nú. Sem sagt: forngripur. Veru minni á Alþingi, í þetta skiptið, er lokið. Ég mætti ekki í fótboltaskónum, til að sparka í einhvern, né heldur í inniskónum, til að slappa af. Ég átti erindi við ríkisstjórnina og fjármálaráðherra, sem ekki var viðstaddur á þriðjudegi, þegar ég fékk tækifæri til að ganga í ræðustól. En hann var við á fimmtudeginum og þá flutti ég að mestu leyti sömu ræðuna, sem beindist að því að fá svar frá fjármálaráðherra um málefni eldri borgara. Það jákvæða sem fram kom í svari ráðherrans, var undirtekt um að beina þurfi sjónum okkar, að þeim sem eru í veikastri stöðu. Bjarni sagði: „Ég hef ávallt talað fyrir því úr þessum stóli, að eftir því sem styrkur okkar vex, til þess að standa betur á bak við þá sem höllum fæti standa.“ Ræðutími minn var tvær mínútur og aftur ein mínúta í andsvari. Þannig að það var erfitt að fara dýpra í þessa umræðu. Svör Bjarna Benediktssonar, voru með mörgum „efum“ en hann tók undir að „beina þurfi sjónum að þeim sem eru í veikustu stöðu“. Kannski gat ég ekki búist við afdráttarlausari svörum. Kannski vaknar samt einhver von um að þessi mál aldraðra verði tekin föstum tökum, þegar þau eru rædd af alvöru. Kannski hefur erindi mitt inn á Alþingi, óvænt uppákoma og rödd úr hópi aldraðra, einhver áhrif. Mér þótti vænt um að Bjarni skyldi taka undir „þetta göfuga markmið sem háttvirtur þingmaður lýsir hér“. Ég gat líka, í þessari heimsókn í þingið, lagt fram tvær fyrirspurnir, er varða eldri borgara, sem mun verða svarað innan fimmtán daga. Með því að bjóða mig fram í síðustu kosningum og komast inn á þing í nokkra daga er það ábending frá mér að eldri borgarar eigi erindi inn á þingið og það fleiri en einn. Veru minni á Alþingi er lokið. Að minnsta kosti í þetta skiptið. En ég hafði gaman af þessu, mér var vel tekið og ég fann fyrir kurteisi, ánægju og virðingu meðal annarra þingmanna. Ég hef líka fundið fyrir gleði og þakklæti hjá fólki hér og hvar og samstöðu og stuðningi. Handabönd og bros. Fyrir það vil ég þakka. Nær tvö þúsund manns hafa sent mér „like“. Ég get ekki svarað þeim öllum, en geri það núna. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og komandi árs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ef einhverjir hafa orðið hissa á endurkomu minni inn á Alþingi, þá get ég sagt, að ég sjálfur hafi undrast mest. Það var skemmtileg jólagjöf. Þingsaga mín er að vísu skrykkjótt. Inn og út, allt frá árinu 1971. Þá yngstur, nú elstur. Mér er sagt að ég sé elstur allra sem setið hafa á þingi og sennilega er ég að spanna, lengsta tíma, frá því að ég settist á Alþingi fyrir 47 árum og þar til nú. Sem sagt: forngripur. Veru minni á Alþingi, í þetta skiptið, er lokið. Ég mætti ekki í fótboltaskónum, til að sparka í einhvern, né heldur í inniskónum, til að slappa af. Ég átti erindi við ríkisstjórnina og fjármálaráðherra, sem ekki var viðstaddur á þriðjudegi, þegar ég fékk tækifæri til að ganga í ræðustól. En hann var við á fimmtudeginum og þá flutti ég að mestu leyti sömu ræðuna, sem beindist að því að fá svar frá fjármálaráðherra um málefni eldri borgara. Það jákvæða sem fram kom í svari ráðherrans, var undirtekt um að beina þurfi sjónum okkar, að þeim sem eru í veikastri stöðu. Bjarni sagði: „Ég hef ávallt talað fyrir því úr þessum stóli, að eftir því sem styrkur okkar vex, til þess að standa betur á bak við þá sem höllum fæti standa.“ Ræðutími minn var tvær mínútur og aftur ein mínúta í andsvari. Þannig að það var erfitt að fara dýpra í þessa umræðu. Svör Bjarna Benediktssonar, voru með mörgum „efum“ en hann tók undir að „beina þurfi sjónum að þeim sem eru í veikustu stöðu“. Kannski gat ég ekki búist við afdráttarlausari svörum. Kannski vaknar samt einhver von um að þessi mál aldraðra verði tekin föstum tökum, þegar þau eru rædd af alvöru. Kannski hefur erindi mitt inn á Alþingi, óvænt uppákoma og rödd úr hópi aldraðra, einhver áhrif. Mér þótti vænt um að Bjarni skyldi taka undir „þetta göfuga markmið sem háttvirtur þingmaður lýsir hér“. Ég gat líka, í þessari heimsókn í þingið, lagt fram tvær fyrirspurnir, er varða eldri borgara, sem mun verða svarað innan fimmtán daga. Með því að bjóða mig fram í síðustu kosningum og komast inn á þing í nokkra daga er það ábending frá mér að eldri borgarar eigi erindi inn á þingið og það fleiri en einn. Veru minni á Alþingi er lokið. Að minnsta kosti í þetta skiptið. En ég hafði gaman af þessu, mér var vel tekið og ég fann fyrir kurteisi, ánægju og virðingu meðal annarra þingmanna. Ég hef líka fundið fyrir gleði og þakklæti hjá fólki hér og hvar og samstöðu og stuðningi. Handabönd og bros. Fyrir það vil ég þakka. Nær tvö þúsund manns hafa sent mér „like“. Ég get ekki svarað þeim öllum, en geri það núna. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og komandi árs.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun