Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. desember 2018 10:04 May sagði ummælin óvirðingu við embættið sem hann gegndi Getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands er harðorð í garð Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra landsins vegna ummæla hans um nýja Brexit atkvæðagreiðslu. Hún segir Blair grafa undan Brexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Blair sagði að þingmenn myndu styðja nýja atkvæðagreiðslu ef enginn annar kostur væri í stöðunni. May sagði ummælin óvirðingu við embættið sem hann gegndi eitt sinn og sagði að þingmenn gætu ekki fríað sig þeirri ábyrgð að fylgja Brexit eftir. Ummæli Blair féllu eftir að tíu þingmenn verkamannaflokksins fóru á fund David Lidington, fyrrverandi evrópumálaráðherra, til að ræða nýja atkvæðagreiðslu. Ekki eru þó allir þingmenn verkamannaflokksins hlynntir annarri atkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn Theresu May er á móti öllum slíkum hugmyndum og segir að almenningur hafi gefið skýr skilaboð þegar kosið var með Brexit með 51,9 prósentum atkvæða. Chris Mason, stjórnmálarýnandi Breska ríkisútvarpsins segir mikla reiði einkenna ummæli May í garð Blair. „Að Tony Blair fari til Brussel og reyni að grafa undan samningaviðræðum okkar og tali fyrir annarri atkvæðagreiðslu er óvirðing við embættið sem hann gegndi einu sinni og fólkið sem hann vann fyrir,“ sagði May. Til stóð að þingmenn myndu greiða atkvæði um Brexit samning May síðastliðinn þriðjudag en því var frestað eftir að May viðurkenndi að samningurinn hefði verið felldur með miklum meirihluta. Í kjölfar þess fór May til Brussel og bað um að breytingar yrðu gerðar á samningnum svo hann yrði samþykktur en kom tómhent heim frá þeim viðræðum sömuleiðis. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands er harðorð í garð Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra landsins vegna ummæla hans um nýja Brexit atkvæðagreiðslu. Hún segir Blair grafa undan Brexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Blair sagði að þingmenn myndu styðja nýja atkvæðagreiðslu ef enginn annar kostur væri í stöðunni. May sagði ummælin óvirðingu við embættið sem hann gegndi eitt sinn og sagði að þingmenn gætu ekki fríað sig þeirri ábyrgð að fylgja Brexit eftir. Ummæli Blair féllu eftir að tíu þingmenn verkamannaflokksins fóru á fund David Lidington, fyrrverandi evrópumálaráðherra, til að ræða nýja atkvæðagreiðslu. Ekki eru þó allir þingmenn verkamannaflokksins hlynntir annarri atkvæðagreiðslu. Ríkisstjórn Theresu May er á móti öllum slíkum hugmyndum og segir að almenningur hafi gefið skýr skilaboð þegar kosið var með Brexit með 51,9 prósentum atkvæða. Chris Mason, stjórnmálarýnandi Breska ríkisútvarpsins segir mikla reiði einkenna ummæli May í garð Blair. „Að Tony Blair fari til Brussel og reyni að grafa undan samningaviðræðum okkar og tali fyrir annarri atkvæðagreiðslu er óvirðing við embættið sem hann gegndi einu sinni og fólkið sem hann vann fyrir,“ sagði May. Til stóð að þingmenn myndu greiða atkvæði um Brexit samning May síðastliðinn þriðjudag en því var frestað eftir að May viðurkenndi að samningurinn hefði verið felldur með miklum meirihluta. Í kjölfar þess fór May til Brussel og bað um að breytingar yrðu gerðar á samningnum svo hann yrði samþykktur en kom tómhent heim frá þeim viðræðum sömuleiðis.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Íhaldsmenn lýsa vantrausti á Theresu May Breski forsætisráðherrann þarf að berjast fyrir pólitísku lífi sínu í formannskjöri Íhaldsflokksins í kvöld. 12. desember 2018 07:55
May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30
May snýr tómhent heim frá Brussel Breska forsætisráðherranum tókst ekki að fá neitt upp úr fulltrúum ESB sem gæti sannfært breska þingmenn til að greiða útgöngusamningi hennar atkvæði sitt. 14. desember 2018 14:31