Michael Jordan húðskammaði einn leikmann Charlotte Hornets Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2018 23:30 Michael Jordan. Vísir/Getty Michael Jordan, að flestra mati besti körfuboltamaður allra tíma, bauð upp á eina stutta en hnitmiðaða skammarræðu í leik síns liðs í NBA-deildinni. Jordan er löngu hættur að spila sjálfur en hann er enn hluti af NBA-deildinni sem aðaleigandi og stjórnarformaður Charlotte Hornets. Charlotte Hornets liðið vann 108-107 sigur á Detriot Pistons í nótt og er nú komið einum sigurleik yfir fimmtíu prósent sigurhlutfall og upp í sjötta sætið í Austurdeildinni. Það munaði þó litlu að einn leikmaður liðsins hafi klúðrað kvöldinu og sá fékk að heyra það frá herra Jordan. Sá heitir Malik Monk og fékk líka fleira en eitt orð í eyra frá MJ. Michael Jordan var þekktur fyrir fagmennsku inn á körfuboltavellinum og meiri keppnismann er erfitt að finna. Hann sá því fulla ástæðu til að tala yfir hausamótunum á Malik Monk.Michael Jordan went Full Disappointed Dad Mode on Malik Monk, smacking him upside the head after Monk picked up a silly tech for running on the court too soon to celebrate Jeremy Lamb's game-winner. pic.twitter.com/nOKDczgHxt — Michael Lee (@MrMichaelLee) December 13, 2018 Eins og sjá má hér fyrir ofan þá hegðar Michael Jordan sér eins og vonsvikinn faðir þegar hann tekur strákinn í gegn. Sem betur fer fyrir Malik Monk þá tókst leikmönnum Detoit Pistons ekki að skora úr lokaskoti sínu og Charlotte Hornets vann því mikilvægan sigur. Hér fyrir neðan má sjá ástæðuna fyrir því að Michael Jordan var svona ósáttur með Malik Monk. Jeremy Lamb setti niður þriggja stiga körfur en Malik Monk fékk tæknivillu fyrir að hlaupa inn á völlinn í miðjum æsingnum.Here’s Jeremy Lamb’s 3 pointer to put the #Hornets up 2. You can see Malik Monk run on the court in excitement. Results in a tech. pic.twitter.com/niyHXm2B4C — Ashley Holder (@AshNoelleTV) December 13, 2018Malik Monk spilaði í ellefu mínútur í þessum leik og var með 7 stig á þeim. Hann tapaði þremur boltum og hitti úr 3 af 9 skotum sínum. Malik Monk er bara tvítugur og á því enn eftir margt ólært í NBA-deildinni. Hann spilaði með Kentucky háskólanum en var valinn í nýliðavalinu sumarið 2017. Þetta er hans annað tímabil með Charlotte Hornets. NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira
Michael Jordan, að flestra mati besti körfuboltamaður allra tíma, bauð upp á eina stutta en hnitmiðaða skammarræðu í leik síns liðs í NBA-deildinni. Jordan er löngu hættur að spila sjálfur en hann er enn hluti af NBA-deildinni sem aðaleigandi og stjórnarformaður Charlotte Hornets. Charlotte Hornets liðið vann 108-107 sigur á Detriot Pistons í nótt og er nú komið einum sigurleik yfir fimmtíu prósent sigurhlutfall og upp í sjötta sætið í Austurdeildinni. Það munaði þó litlu að einn leikmaður liðsins hafi klúðrað kvöldinu og sá fékk að heyra það frá herra Jordan. Sá heitir Malik Monk og fékk líka fleira en eitt orð í eyra frá MJ. Michael Jordan var þekktur fyrir fagmennsku inn á körfuboltavellinum og meiri keppnismann er erfitt að finna. Hann sá því fulla ástæðu til að tala yfir hausamótunum á Malik Monk.Michael Jordan went Full Disappointed Dad Mode on Malik Monk, smacking him upside the head after Monk picked up a silly tech for running on the court too soon to celebrate Jeremy Lamb's game-winner. pic.twitter.com/nOKDczgHxt — Michael Lee (@MrMichaelLee) December 13, 2018 Eins og sjá má hér fyrir ofan þá hegðar Michael Jordan sér eins og vonsvikinn faðir þegar hann tekur strákinn í gegn. Sem betur fer fyrir Malik Monk þá tókst leikmönnum Detoit Pistons ekki að skora úr lokaskoti sínu og Charlotte Hornets vann því mikilvægan sigur. Hér fyrir neðan má sjá ástæðuna fyrir því að Michael Jordan var svona ósáttur með Malik Monk. Jeremy Lamb setti niður þriggja stiga körfur en Malik Monk fékk tæknivillu fyrir að hlaupa inn á völlinn í miðjum æsingnum.Here’s Jeremy Lamb’s 3 pointer to put the #Hornets up 2. You can see Malik Monk run on the court in excitement. Results in a tech. pic.twitter.com/niyHXm2B4C — Ashley Holder (@AshNoelleTV) December 13, 2018Malik Monk spilaði í ellefu mínútur í þessum leik og var með 7 stig á þeim. Hann tapaði þremur boltum og hitti úr 3 af 9 skotum sínum. Malik Monk er bara tvítugur og á því enn eftir margt ólært í NBA-deildinni. Hann spilaði með Kentucky háskólanum en var valinn í nýliðavalinu sumarið 2017. Þetta er hans annað tímabil með Charlotte Hornets.
NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Fleiri fréttir Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Sjá meira