Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. desember 2018 10:37 Laun starfsmanna þjóðkirkjunnar eiga samkvæmt ákvæðinu ekki að taka breytingum fyrr en samkomulag næst við þjóðkirkjuna um breytt fyrirkomulag á framlagi ríkisins til kirkjunnar. Vísir/vilhelm Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. Frumvarpið er nú til skoðunar á Alþingi og fjallar um afleiðingar þess að leggja niður kjararáð. RÚV greinir frá. Í umræddu bráðabirgðaákvæði segir að laun starfsmanna þjóðkirkjunnar skuli ekki taka breytingum fyrr en samkomulag næst við þjóðkirkjuna um breytt fyrirkomulag á framlagi ríkisins til kirkjunnar. Þá gilda „almenn og önnur starfskjör“ sem fram koma í ákvörðunarorði kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum þar til samkomulag hefur náðst.Sjá einnig: Vilja að kjararáð verði lagt niður Í yfirlýsingu sem Prestafélag Íslands sendi nefndasviði Alþingis, og RÚV birti á vef sínum, er þessu mótmælt. „Stjórn Prestafélags Íslands mótmælir harðlega þeim áætlunum að „frysta“ laun biskupa, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar um óskilgreindan tíma. Eðlilegt er að þeir embættismenn sem hér um ræðir fái sömu meðferð og þeir aðrir sem undir kjararáð heyrðu og að laun þeirra verði endurskoðuð árlega til hækkunar eins og hjá öðrum.“ Ekkert liggi jafnframt fyrir um væntanlega endurskoðun samninga um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju. Því sé óásættanlegt að „tengja saman og skilyrða“ slíka endurskoðun samninga og launagreiðslur kirkjunnar manna. Með þessu segir Prestafélagið að vegið sé harkalega að þeirri réttarvernd sem núverandi samningar tryggja. „Stjórn PÍ krefst þess að ákvæði þessu til bráðabirgða verði breytt án tafar og að embættismenn þjóðkirkjunnar standi jafnfætis öðrum sem undir kjararáð heyrðu.“ Ekki náðist í Ninnu Sif Svavarsdóttur, formann Prestafélags Íslands, við vinnslu þessarar fréttar. Kjaramál Trúmál Tengdar fréttir Íhuga stefnu vegna afgreiðslu kjararáðs Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. 13. nóvember 2018 06:00 Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu Formaður Dómarafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. 3. desember 2018 06:00 Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar fá veglegri jólabónus en gerist almennt á vinnumarkaði. Allir sem fengu laun ákvörðuð hjá kjararáði fengu 181 þúsund krónur. 4. desember 2018 06:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. Frumvarpið er nú til skoðunar á Alþingi og fjallar um afleiðingar þess að leggja niður kjararáð. RÚV greinir frá. Í umræddu bráðabirgðaákvæði segir að laun starfsmanna þjóðkirkjunnar skuli ekki taka breytingum fyrr en samkomulag næst við þjóðkirkjuna um breytt fyrirkomulag á framlagi ríkisins til kirkjunnar. Þá gilda „almenn og önnur starfskjör“ sem fram koma í ákvörðunarorði kjararáðs frá 17. desember síðastliðnum þar til samkomulag hefur náðst.Sjá einnig: Vilja að kjararáð verði lagt niður Í yfirlýsingu sem Prestafélag Íslands sendi nefndasviði Alþingis, og RÚV birti á vef sínum, er þessu mótmælt. „Stjórn Prestafélags Íslands mótmælir harðlega þeim áætlunum að „frysta“ laun biskupa, vígslubiskupa, prófasta og presta þjóðkirkjunnar um óskilgreindan tíma. Eðlilegt er að þeir embættismenn sem hér um ræðir fái sömu meðferð og þeir aðrir sem undir kjararáð heyrðu og að laun þeirra verði endurskoðuð árlega til hækkunar eins og hjá öðrum.“ Ekkert liggi jafnframt fyrir um væntanlega endurskoðun samninga um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju. Því sé óásættanlegt að „tengja saman og skilyrða“ slíka endurskoðun samninga og launagreiðslur kirkjunnar manna. Með þessu segir Prestafélagið að vegið sé harkalega að þeirri réttarvernd sem núverandi samningar tryggja. „Stjórn PÍ krefst þess að ákvæði þessu til bráðabirgða verði breytt án tafar og að embættismenn þjóðkirkjunnar standi jafnfætis öðrum sem undir kjararáð heyrðu.“ Ekki náðist í Ninnu Sif Svavarsdóttur, formann Prestafélags Íslands, við vinnslu þessarar fréttar.
Kjaramál Trúmál Tengdar fréttir Íhuga stefnu vegna afgreiðslu kjararáðs Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. 13. nóvember 2018 06:00 Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu Formaður Dómarafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. 3. desember 2018 06:00 Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar fá veglegri jólabónus en gerist almennt á vinnumarkaði. Allir sem fengu laun ákvörðuð hjá kjararáði fengu 181 þúsund krónur. 4. desember 2018 06:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Íhuga stefnu vegna afgreiðslu kjararáðs Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum. 13. nóvember 2018 06:00
Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu Formaður Dómarafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. 3. desember 2018 06:00
Fimm hundruð fengu jólabónus kjararáðs Fleiri en þjóðkjörnir fulltrúar fá veglegri jólabónus en gerist almennt á vinnumarkaði. Allir sem fengu laun ákvörðuð hjá kjararáði fengu 181 þúsund krónur. 4. desember 2018 06:00