Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2018 10:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Forsetaembætti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að sveitir sínar muni ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum (YPG) á næstu dögum. Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háða hafa áratuga langa frelsisbaráttu í Tyrklandi. Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í NATO og stuðningur Bandaríkjanna við SDF gegn Íslamska ríkinu hefur lengi verið horn í síðu yfirvalda í Ankara. Þá óttast Tyrkir að velgengni sýrlenskra Kúrda og hugsanlegt sjálfstæði þeirra myndi leiða til aukinna átaka innan Tyrklands. Erdogan sagði í sjónvarpsávarpi í gær að árásir á Kúrda væru yfirvofandi og að Tyrkir myndu gera árásir austur fyrir Efrat á næstu dögum. Hann tók fram að ekki stæði til að gera árásir á bandaríska hermenn sem eru á yfirráðasvæði SDF. Ef af verður yrði um þriðju innrás Tyrkja í Sýrland að ræða. Fyrst gerðu þeir innrás í norðurhluta landsins, vestur af Efrat, til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að tengja yfirráðasvæði sitt við Afrin-hérað. Seinna meir gerðu þeir einnig innrás í Afrin og ráku Kúrda þaðan og fluttu uppreisnarmenn og vígamenn sem þeir hafa stutt inn í héraðið. YPG stundar þó skæðan skæruhernað í héraðinu þeir hópar sem Tyrkir styðja á svæðinu hafa einnig deilt sín á milli. Sérstakt deiluatriði er borgin Manbij, sem Tyrkir vilja að Kúrdar yfirgefi. Hún er á vestan megin við Efrat. Bandarískir hermenn hafa þó komið fyrir eftirlitsstöðvum við landamæri Tyrkja og Kúrda og hafa einnig komið hermönnum fyrir í Manbij. Guardian segir um tvö þúsund bandaríska hermenn vera í og við Manbij. Þá eru Bandaríkin með herstöð austur af borginni. Bandarískum herþyrlum er einnig flogið um svæðið og undanfarna daga hefur komið til smávægilegra bardaga á milli bandamanna SDF, sem stjórna Manbij, og uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja. Í ávarpi sínu í gær kvartaði Erogan yfir óheiðarleika Bandaríkjanna og sagði að Tyrkjum hefði verið lofað að Kúrdar færu frá Manbij. Það hefði ekki gerst og því myndu Tyrkir færa þá. Talsmaður hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna sagði Guardian að einhliða hernaðaraðgerðir Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands, þar sem bandarískir hermenn eru staðsettir, væru óásættanlegar. Erdogan hefur lengi hótað því að senda hermenn gegn sýrlenskum Kúrdum í norðausturhluta Sýrlands. Bandaríkin Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15 Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. 21. nóvember 2018 23:41 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að sveitir sínar muni ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum (YPG) á næstu dögum. Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háða hafa áratuga langa frelsisbaráttu í Tyrklandi. Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í NATO og stuðningur Bandaríkjanna við SDF gegn Íslamska ríkinu hefur lengi verið horn í síðu yfirvalda í Ankara. Þá óttast Tyrkir að velgengni sýrlenskra Kúrda og hugsanlegt sjálfstæði þeirra myndi leiða til aukinna átaka innan Tyrklands. Erdogan sagði í sjónvarpsávarpi í gær að árásir á Kúrda væru yfirvofandi og að Tyrkir myndu gera árásir austur fyrir Efrat á næstu dögum. Hann tók fram að ekki stæði til að gera árásir á bandaríska hermenn sem eru á yfirráðasvæði SDF. Ef af verður yrði um þriðju innrás Tyrkja í Sýrland að ræða. Fyrst gerðu þeir innrás í norðurhluta landsins, vestur af Efrat, til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að tengja yfirráðasvæði sitt við Afrin-hérað. Seinna meir gerðu þeir einnig innrás í Afrin og ráku Kúrda þaðan og fluttu uppreisnarmenn og vígamenn sem þeir hafa stutt inn í héraðið. YPG stundar þó skæðan skæruhernað í héraðinu þeir hópar sem Tyrkir styðja á svæðinu hafa einnig deilt sín á milli. Sérstakt deiluatriði er borgin Manbij, sem Tyrkir vilja að Kúrdar yfirgefi. Hún er á vestan megin við Efrat. Bandarískir hermenn hafa þó komið fyrir eftirlitsstöðvum við landamæri Tyrkja og Kúrda og hafa einnig komið hermönnum fyrir í Manbij. Guardian segir um tvö þúsund bandaríska hermenn vera í og við Manbij. Þá eru Bandaríkin með herstöð austur af borginni. Bandarískum herþyrlum er einnig flogið um svæðið og undanfarna daga hefur komið til smávægilegra bardaga á milli bandamanna SDF, sem stjórna Manbij, og uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja. Í ávarpi sínu í gær kvartaði Erogan yfir óheiðarleika Bandaríkjanna og sagði að Tyrkjum hefði verið lofað að Kúrdar færu frá Manbij. Það hefði ekki gerst og því myndu Tyrkir færa þá. Talsmaður hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna sagði Guardian að einhliða hernaðaraðgerðir Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands, þar sem bandarískir hermenn eru staðsettir, væru óásættanlegar. Erdogan hefur lengi hótað því að senda hermenn gegn sýrlenskum Kúrdum í norðausturhluta Sýrlands.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15 Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. 21. nóvember 2018 23:41 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15
Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. 21. nóvember 2018 23:41