Lögregla lýsir eftir hinum 29 ára Chefir Chekatt og birtir af honum mynd. Hann er sagður 180 sentimetra hár, með stutt hár og mögulega skegg. Hann er með einkennandi ör á enninu.
Cherif Chekatt á að hafa hrópað „Allahu Akbar“, „Guð sé mikill“, þegar hann hóf skothríðina á jólamarkaðnum á Klebertorgi í miðbænum um klukkan 20 að staðartíma í gærkvöldi. Tveir létu lífið eftir að hann hóf skothríðina. Þá er einn hinna særðu heiladauður. Alls særðust þrettán til viðbótar, margir þeirra alvarlega.
Lögregla í Frakklandi hefur þekkt til Chérif Chekatt í nokkurn tímann og var vitað að hann hafði hneigst til róttækni þegar hann afplánaði dóm fyrir rán.
Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, segir að um sjö hundruð manns innan lögreglu og öryggislögreglu taki nú þátt í leitinni að Chekatt. Hans er leitað bæði í Frakklandi og Þýskalandi.