Umferðarslys varð á Gaulverjabæjarvegi nú á fimmta tímanum þegar tveir bílar rákust saman við Hraunsá nærri Stokkseyri.
Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og sjúkraflutningamenn eru við vinnu á vettvangi, en beita þarf klippum til þess að ná fólki út.
Vegurinn er lokaður vegna slyssins.
Uppfært klukkan 17:17:
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið send á vettvang. Einn var fluttur á slysadeild Landspítalans.
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur á Gaulverjabæjarvegi
Jóhann K. Jóhannsson skrifar
