Útskýrði af hverju Google-leit að „hálfvita“ skilar myndum af Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2018 12:00 Svona raðar Google upp leitarniðurstöðum sé leitað að enska orðinu idiot í myndaleit Google. Mynd/Skjáskot Sundar Pichai, forstjóri Google, þurfti í gær að útskýra fyrir þingmönnum bandaríska þingsins afhverju myndir af Donald Trump birtast efst í leitarvél Google sé enska orðið „idiot“ eða „hálfviti“ slegið inn í leitarvélina. Washington Post greinir frá. Það var demókratinn Zoe Lofgren sem spurði Pichai út í leitarniðurstöðurnar en Pichai kom fyrir dómsmáladeild fulltrúadeildarinnar í gær til þess að svara spurningum um starfsemi Google og söfnun gagna í tengslum við hana.Sé enska orðið „idiot“ slegið inn í myndaleitarvél Google má sjá að þar birtast fjölmargar myndir af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hafa repúblikanar meðal annars haldið því fram að þetta sé viljandi gert af hálfu Google til þess að koma óorði á forsetann.Pichai útskýrði hvernig leitarvél Google virkar og í máli hans kom fram að nánast ógerlegt væri að hafa slík áhrif á leitarvélina, til þess væru alltof margir ólíkir þættir sem teknir voru til greina varðandi hvaða orð skili hvaða leitarniðurstöðum. „Þannig að þú ert að segja að það sé ekki einhver lítill kall sem situr á bak við tjald sem ákveður hvað sé sýnt notendum hverju sinni,“ svaraði Lofgren kaldhæðnislega. Pichai mátti þola orrahríð frá þingmönnum repúblikana sem sökuðu hann og Google um að ýta neikvæðum fréttum um repúblikana og stefnumál þeirra ofar á leitarvél Google. Ted Lieu, þingmaður demókrata, kom Pichai hins vegar til varna og sagði málið vera einfalt, ef repúblikanar vildu sjá jákvæðar leitarniðurstöður í garð þeirra, þyrftu þeir að framkvæma jákvæða hluti. Þeir ættu því að íhuga að vandamálið værri þeirra megin, en ekki hjá Google. Bandaríkin Donald Trump Google Tækni Tengdar fréttir Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. 28. ágúst 2018 18:00 Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem voru reknir fyrir að segja að það væru líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væru verri forritarar og fyrir ummæli um múslima, hafa stefnt Google fyrir mismunun. 8. janúar 2018 20:38 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Sundar Pichai, forstjóri Google, þurfti í gær að útskýra fyrir þingmönnum bandaríska þingsins afhverju myndir af Donald Trump birtast efst í leitarvél Google sé enska orðið „idiot“ eða „hálfviti“ slegið inn í leitarvélina. Washington Post greinir frá. Það var demókratinn Zoe Lofgren sem spurði Pichai út í leitarniðurstöðurnar en Pichai kom fyrir dómsmáladeild fulltrúadeildarinnar í gær til þess að svara spurningum um starfsemi Google og söfnun gagna í tengslum við hana.Sé enska orðið „idiot“ slegið inn í myndaleitarvél Google má sjá að þar birtast fjölmargar myndir af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hafa repúblikanar meðal annars haldið því fram að þetta sé viljandi gert af hálfu Google til þess að koma óorði á forsetann.Pichai útskýrði hvernig leitarvél Google virkar og í máli hans kom fram að nánast ógerlegt væri að hafa slík áhrif á leitarvélina, til þess væru alltof margir ólíkir þættir sem teknir voru til greina varðandi hvaða orð skili hvaða leitarniðurstöðum. „Þannig að þú ert að segja að það sé ekki einhver lítill kall sem situr á bak við tjald sem ákveður hvað sé sýnt notendum hverju sinni,“ svaraði Lofgren kaldhæðnislega. Pichai mátti þola orrahríð frá þingmönnum repúblikana sem sökuðu hann og Google um að ýta neikvæðum fréttum um repúblikana og stefnumál þeirra ofar á leitarvél Google. Ted Lieu, þingmaður demókrata, kom Pichai hins vegar til varna og sagði málið vera einfalt, ef repúblikanar vildu sjá jákvæðar leitarniðurstöður í garð þeirra, þyrftu þeir að framkvæma jákvæða hluti. Þeir ættu því að íhuga að vandamálið værri þeirra megin, en ekki hjá Google.
Bandaríkin Donald Trump Google Tækni Tengdar fréttir Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. 28. ágúst 2018 18:00 Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem voru reknir fyrir að segja að það væru líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væru verri forritarar og fyrir ummæli um múslima, hafa stefnt Google fyrir mismunun. 8. janúar 2018 20:38 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. 28. ágúst 2018 18:00
Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem voru reknir fyrir að segja að það væru líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væru verri forritarar og fyrir ummæli um múslima, hafa stefnt Google fyrir mismunun. 8. janúar 2018 20:38