Gæti stefnt í offramboð af nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2018 19:30 Það gæti stefnt í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri hagsjá Landsbankans, þrátt fyrir umframeftirspurn eftir húsnæði. Hagfræðingur segir engar haldbærar tölur liggja fyrir um raunverulega húsnæðisþörf á markaði. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis stendur yfir víða um höfuðborgarsvæðið en það er aftur á móti spursmál hvort allar þessar nýju íbúðir komi til með að mæta þeirri þörf sem er til staðar. Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins voru um 4.900 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í haust. Nýjum íbúðum fer jafnt og þétt fjölgandi og er reiknað með að lokið verði við byggingu samtals um 4.300 íbúða á árunum 2018 og 2019. „Framboðið hefur stóraukist, á sama tíma er verið að tala um að það þurfi að byggja fyrir sérstaka hópa, það er verið að tala um það við kjarasamningsborðið. Og ég hef bara einfaldlega áhyggjur af því að ef það fer mikið í gang á þeim vettvangi að þá verði bara allt of mikið af íbúðum til sölu vegna þess að það gengur bara ekkert allt of vel að selja þær íbúðir sem nú þegar er búið að byggja og væntanlega verður það sama uppi á teningnum með þær íbúðir sem koma inn á markaðinn á næstu mánuðum,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagdeild Landsbankans. Meðalstærð nýrra seldra íbúða á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var um 103 fermetrar og meðalverð á fermetra um 521 þúsund krónur. Meðalverð fyrir nýja íbúð var því tæpar 54 milljónir sem óhætt er að segja að sé töluvert hærra en margir ráða við. „Það er alveg augljóst að það vantar minni íbúðir en minni íbúðir eru líka tiltölulega dýrar og ég reikna með því að hugmyndafræðin með það sem er verið að tala um við samningaborðið sé að reyna að byggja íbúðir sem eru minni og líka miklu miklu ódýrari. En hvort að það tekst er svo allt önnur saga,“ segir Ari. „Heildarmynd af þessum markaði sem er algjörlega treystandi, hún er ekki til.“ Húsnæðismál Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Að segja upp án þess að brenna brýr Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Bretar fyrstir til að semja við Trump Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Sjá meira
Það gæti stefnt í offramboð á nýju íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt nýrri hagsjá Landsbankans, þrátt fyrir umframeftirspurn eftir húsnæði. Hagfræðingur segir engar haldbærar tölur liggja fyrir um raunverulega húsnæðisþörf á markaði. Mikil uppbygging íbúðarhúsnæðis stendur yfir víða um höfuðborgarsvæðið en það er aftur á móti spursmál hvort allar þessar nýju íbúðir komi til með að mæta þeirri þörf sem er til staðar. Samkvæmt tölum frá Samtökum iðnaðarins voru um 4.900 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu í haust. Nýjum íbúðum fer jafnt og þétt fjölgandi og er reiknað með að lokið verði við byggingu samtals um 4.300 íbúða á árunum 2018 og 2019. „Framboðið hefur stóraukist, á sama tíma er verið að tala um að það þurfi að byggja fyrir sérstaka hópa, það er verið að tala um það við kjarasamningsborðið. Og ég hef bara einfaldlega áhyggjur af því að ef það fer mikið í gang á þeim vettvangi að þá verði bara allt of mikið af íbúðum til sölu vegna þess að það gengur bara ekkert allt of vel að selja þær íbúðir sem nú þegar er búið að byggja og væntanlega verður það sama uppi á teningnum með þær íbúðir sem koma inn á markaðinn á næstu mánuðum,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagdeild Landsbankans. Meðalstærð nýrra seldra íbúða á fyrstu tíu mánuðum þessa árs var um 103 fermetrar og meðalverð á fermetra um 521 þúsund krónur. Meðalverð fyrir nýja íbúð var því tæpar 54 milljónir sem óhætt er að segja að sé töluvert hærra en margir ráða við. „Það er alveg augljóst að það vantar minni íbúðir en minni íbúðir eru líka tiltölulega dýrar og ég reikna með því að hugmyndafræðin með það sem er verið að tala um við samningaborðið sé að reyna að byggja íbúðir sem eru minni og líka miklu miklu ódýrari. En hvort að það tekst er svo allt önnur saga,“ segir Ari. „Heildarmynd af þessum markaði sem er algjörlega treystandi, hún er ekki til.“
Húsnæðismál Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Að segja upp án þess að brenna brýr Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Bretar fyrstir til að semja við Trump Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Sjá meira