Gunnar vann eins og frægt er orðið Oliveira í einum blóðugasta bardaga sem menn muna eftir í UFC heiminum. Gunnar náði höggi á enni Oliveira með þeim afleiðingum að stórt sár opnaðist á enni Brasilíumannsins sem blæddi all hressilega úr.
Í gær var greint frá því að Oliveira hafi þurft ein 29 spor til þess að loka sárinu og seint í gærkvöldi birtist mynd af Olvieira eftir aðhlynninguna.
Netverjar voru fljótir að grípa til grínsins eins og svo oft áður og benti einn tístandi á að skurðurinn minnti á rúnina A. Víkingurinn Gunni skildi mark sitt eftir á enni kúrekans.
Skurðurinn mun án efa skilja eftir sig myndarlegt ör sem Oliveira mun bera um alla tíð. Umboðsmaðurinn Snorri Barón Jónsson spaugaði með að örið minnti á það sem galdrastrákurinn Harry Potter ber á enni sínu. Kannski kúrekinn breyti gælunafni sínu yfir í galdramaðurinn?
I'm no expert but it appears @GunniNelson left the Icelandic rune for the letter 'A' on Oliveira's dome. pic.twitter.com/Bcy2VxP10I
— Michael Carroll (@MJCflipdascript) December 11, 2018
Alex “Potter” Oliveira #ufc231pic.twitter.com/LaiSPVKheu
— Snorri Barón Jónsson (@SnorriBaron) December 11, 2018