Íbúar á Hrafnistu eru of veikir fyrir sundlaug Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. desember 2018 06:00 Sundlaugin á Hrafnistu í Hraunvangi. Fréttablaðið/Anton Brink Sjómannadagsráð og Hrafnista vilja að Hafnarfjarðarbær komi að rekstri sundlaugar við hjúkrunarheimilið í Hraunvangi. „Hugmynd okkar er sú hvort bærinn hafi áhuga á samstarfi um reksturinn því sundlaugin er ekki að nýtast íbúum hjúkrunarheimilisins að neinu ráði,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Í árslok 2016 hafi velferðarráðuneytið gefið út kröfulýsingu um það sem eigi að vera á hjúkrunarheimilum og þar sé ekki gert ráð fyrir sundlaugum. Því sé ekkert fjármagn ætlað til þeirra sérstaklega.Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu.„Á síðustu árum þurfa íbúar á hjúkrunarheimilum alltaf meiri og meiri þjónustu því þeir eru alltaf veikari og veikari þegar þeir koma inn. Þarf af leiðandi hefur fækkað hratt íbúum sem geta nýtt sér sundlaugina,“ útskýrir Pétur. Laugin á Hrafnistu í Hraunvangi er sextán metrar að lengd og var tekin í notkun á níunda áratug síðustu aldar að því er kemur fram í bréfi Hrafnistu til bæjarins. Við hana eru einnig heitir pottar. Reksturinn er sagður kosta 10 milljónir króna á ári. Pétur sér fyrir sér að laugin geti nýst fyrir aldraða sem búa í nágrenni Hrafnistu, sem reyndar nota laugina nú þegar, eins og gestir í dagdvöl á hjúkrunarheimilinu. Einnig fyrir sérhópa. „Þessi sundlaug er heitari en aðrar laugar og hentar til dæmis fyrir vatnsleikfimi eldri borgara. Við vorum að reka sundlaug við hjúkrunarheimilið í Boðaþingi fyrir Kópavogsbæ sem þeir tóku yfir um síðustu áramót. Þar er skólasund og ýmislegt fleira,“ segir Pétur. Í erindinu til Hafnarfjarðarbæjar er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um hugsanlega aðkomu bæjarins að rekstrinum „svo sundlaugin geti áfram þjónað sínum tilgangi sem er að bæta lífsgæði aldraðra.“ Pétur segir samstarfið geta orðið spennandi. Hrafnista sé opin fyrir ýmsum möguleikum í notkun laugarinnar. „Það er erfitt fyrir hjúkrunarheimilið að halda úti þessum rekstri þegar sá fjöldi íbúa á hjúkrunarheimilinu sem notar laugina er teljandi á fingrum annarrar handar,“ undirstrikar forstjórinn. Eitthvað þurfi því að koma til. „Ef svo fer sem horfir að ríkið haldi áfram að skera niður framlög til hjúkrunarheimila þá munum við hætta rekstri laugarinnar á einhverjum tímapunkti.“ Hafnarfjörður Heilbrigðismál Sundlaugar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Sjómannadagsráð og Hrafnista vilja að Hafnarfjarðarbær komi að rekstri sundlaugar við hjúkrunarheimilið í Hraunvangi. „Hugmynd okkar er sú hvort bærinn hafi áhuga á samstarfi um reksturinn því sundlaugin er ekki að nýtast íbúum hjúkrunarheimilisins að neinu ráði,“ segir Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu. Í árslok 2016 hafi velferðarráðuneytið gefið út kröfulýsingu um það sem eigi að vera á hjúkrunarheimilum og þar sé ekki gert ráð fyrir sundlaugum. Því sé ekkert fjármagn ætlað til þeirra sérstaklega.Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu.„Á síðustu árum þurfa íbúar á hjúkrunarheimilum alltaf meiri og meiri þjónustu því þeir eru alltaf veikari og veikari þegar þeir koma inn. Þarf af leiðandi hefur fækkað hratt íbúum sem geta nýtt sér sundlaugina,“ útskýrir Pétur. Laugin á Hrafnistu í Hraunvangi er sextán metrar að lengd og var tekin í notkun á níunda áratug síðustu aldar að því er kemur fram í bréfi Hrafnistu til bæjarins. Við hana eru einnig heitir pottar. Reksturinn er sagður kosta 10 milljónir króna á ári. Pétur sér fyrir sér að laugin geti nýst fyrir aldraða sem búa í nágrenni Hrafnistu, sem reyndar nota laugina nú þegar, eins og gestir í dagdvöl á hjúkrunarheimilinu. Einnig fyrir sérhópa. „Þessi sundlaug er heitari en aðrar laugar og hentar til dæmis fyrir vatnsleikfimi eldri borgara. Við vorum að reka sundlaug við hjúkrunarheimilið í Boðaþingi fyrir Kópavogsbæ sem þeir tóku yfir um síðustu áramót. Þar er skólasund og ýmislegt fleira,“ segir Pétur. Í erindinu til Hafnarfjarðarbæjar er óskað eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um hugsanlega aðkomu bæjarins að rekstrinum „svo sundlaugin geti áfram þjónað sínum tilgangi sem er að bæta lífsgæði aldraðra.“ Pétur segir samstarfið geta orðið spennandi. Hrafnista sé opin fyrir ýmsum möguleikum í notkun laugarinnar. „Það er erfitt fyrir hjúkrunarheimilið að halda úti þessum rekstri þegar sá fjöldi íbúa á hjúkrunarheimilinu sem notar laugina er teljandi á fingrum annarrar handar,“ undirstrikar forstjórinn. Eitthvað þurfi því að koma til. „Ef svo fer sem horfir að ríkið haldi áfram að skera niður framlög til hjúkrunarheimila þá munum við hætta rekstri laugarinnar á einhverjum tímapunkti.“
Hafnarfjörður Heilbrigðismál Sundlaugar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent