Brúin yfir Núpsvötn sögð með þeim verri hér á landi Sylvía Hall skrifar 27. desember 2018 17:56 Eins og sést á þessari mynd er brúin yfir Núpsvötn afar há og löng. Aðgerðastjórn Um tíu til fimmtán brýr eru með ófullnægjandi vegrið hér á landi og brúin yfir Núpsvötn er með þeim verri. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur en hann var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Að sögn Ólafs er margt ábótavant við brúna yfir Núpsvötn þar sem þrír létust í banaslysi í dag þegar bíll fór út af brúnni. Vegriðin uppfylli ekki öryggiskröfur, stálnet sem lagt var yfir gamalt trégólf brúarinnar verði hált í vætu og þá sé brúin einbreið sem geri aðstæður erfiðari. Ólafur segir merkingar við brúna ekki góðar, það vanti hluta af merkingum og merki um hraðalækkanir séu ekki til staðar. Þá sé ekki varað við því að brúin geti verið hál í bleytu og frosti. Brúin yfir Núpsvötn var byggð árið 1973. Hún er 420 metrar að lengd, einbreið með útskotum og næstlengsta brú landsins eftir að Skeiðarárbrú var tekin úr notkun árið 2017. Nokkuð hefur verið um slys á brúnni undanfarin ár en í sumar rákust tveir bílar saman á leið sinni yfir brúnna.Mynd af brúnni, tekin í nóvember 2017.Google Maps/Joseph MSlæm vegrið tifandi tímasprengja Ólafur segir eldri vegrið og brúarhandrið hér á landi ekki gerð samkvæmt viðurkenndum öryggisstöðlum. Til séu öryggisstaðlar yfir brúarhandrið sem nefnast H1 til H4 sem er sá öflugasti en fátt kemst í gegnum brúarhandrið með þann staðal. Hann segir fleiri stórar brýr uppfylla illa öryggiskröfur og nefnir Þjórsárbrú, Ölfusársbrú, Borgarfjarðarbrú og Jökulsárnar sem dæmi. „Allar þessar brýr sem ég nefndi áðan eru ekki með H1 upp í H4. Allar nýjar brýr sem hafa verið gerðar síðustu 5-6 árin eru með H2 yfirleitt, ég get nefnt þar Reykjadalsá og nýju brúna yfir Múlakvísl, hún er með alvöru brúarhandriðum,“ segir Ólafur. „Hornið sem bíllinn er að lenda á á vegriðinu er ekki mikið þannig það er alveg ljóst að þetta heldur ekki, ef þetta hefði verið stærri bíll eins og rúta hefði hann líka farið í gegn og sama á við um Þjórsárbrúna og Ölfusárbrúna og þessar stóru brýr okkar,“ segir Ólafur sem líkir slæmum aðbúnaði brúa hér á landi við tifandi tímasprengju með aukinni ferðamennsku hér á landi.Frá vettvangi slyssins í morgun.Adolf Ingi Erlingsson„Við erum búin að vita þetta“ Ólafur segir það ekkert launungarmál að öryggi brúa sé ábótavant hér á landi og við séum að horfast í augu við afleiðingarnar núna. „Við erum búin að vita þetta og það er búið að tala um þetta í nokkur ár að þetta sé ekki í lagi og við verðum að taka okkur tak og skipta um handrið á þessum stóru brúm sem við megum ekki missa bíla fram af.“ Þá segir Ólafur Vegagerðina hafa reynt að bæta ástandið undanfarin ár þrátt fyrir lítið fjármagn en betur má ef duga skal. „Það þarf bara að fara í stórátak og vinna þetta markvisst. Við vitum núna hvaða staðir þetta eru og við vitum hvaða brýr þetta eru sem eru með þessum veikleika. Þá er ekkert um annað að gera en að einhenda sér það að laga þetta. Það tekur ekki langan tíma, jú það kostar eitthvað af peningum en sjáið þið afleiðingarnar núna,“ segir Ólafur og segir slys af þessu tagi geta haft vond áhrif á ferðamennsku, svo ekki sé minnst á hversu hræðilegt það sé að gestir landsins séu að láta lífið. „Þau koma hér til að njóta jólanna en þetta endar með einhverjum mesta harmleik sem hægt er að hugsa sér.“Viðtalið við Ólaf Guðmundsson má heyra í spilaranum hér að neðan. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16. 27. desember 2018 16:18 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Um tíu til fimmtán brýr eru með ófullnægjandi vegrið hér á landi og brúin yfir Núpsvötn er með þeim verri. Þetta segir Ólafur Guðmundsson umferðaröryggissérfræðingur en hann var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Að sögn Ólafs er margt ábótavant við brúna yfir Núpsvötn þar sem þrír létust í banaslysi í dag þegar bíll fór út af brúnni. Vegriðin uppfylli ekki öryggiskröfur, stálnet sem lagt var yfir gamalt trégólf brúarinnar verði hált í vætu og þá sé brúin einbreið sem geri aðstæður erfiðari. Ólafur segir merkingar við brúna ekki góðar, það vanti hluta af merkingum og merki um hraðalækkanir séu ekki til staðar. Þá sé ekki varað við því að brúin geti verið hál í bleytu og frosti. Brúin yfir Núpsvötn var byggð árið 1973. Hún er 420 metrar að lengd, einbreið með útskotum og næstlengsta brú landsins eftir að Skeiðarárbrú var tekin úr notkun árið 2017. Nokkuð hefur verið um slys á brúnni undanfarin ár en í sumar rákust tveir bílar saman á leið sinni yfir brúnna.Mynd af brúnni, tekin í nóvember 2017.Google Maps/Joseph MSlæm vegrið tifandi tímasprengja Ólafur segir eldri vegrið og brúarhandrið hér á landi ekki gerð samkvæmt viðurkenndum öryggisstöðlum. Til séu öryggisstaðlar yfir brúarhandrið sem nefnast H1 til H4 sem er sá öflugasti en fátt kemst í gegnum brúarhandrið með þann staðal. Hann segir fleiri stórar brýr uppfylla illa öryggiskröfur og nefnir Þjórsárbrú, Ölfusársbrú, Borgarfjarðarbrú og Jökulsárnar sem dæmi. „Allar þessar brýr sem ég nefndi áðan eru ekki með H1 upp í H4. Allar nýjar brýr sem hafa verið gerðar síðustu 5-6 árin eru með H2 yfirleitt, ég get nefnt þar Reykjadalsá og nýju brúna yfir Múlakvísl, hún er með alvöru brúarhandriðum,“ segir Ólafur. „Hornið sem bíllinn er að lenda á á vegriðinu er ekki mikið þannig það er alveg ljóst að þetta heldur ekki, ef þetta hefði verið stærri bíll eins og rúta hefði hann líka farið í gegn og sama á við um Þjórsárbrúna og Ölfusárbrúna og þessar stóru brýr okkar,“ segir Ólafur sem líkir slæmum aðbúnaði brúa hér á landi við tifandi tímasprengju með aukinni ferðamennsku hér á landi.Frá vettvangi slyssins í morgun.Adolf Ingi Erlingsson„Við erum búin að vita þetta“ Ólafur segir það ekkert launungarmál að öryggi brúa sé ábótavant hér á landi og við séum að horfast í augu við afleiðingarnar núna. „Við erum búin að vita þetta og það er búið að tala um þetta í nokkur ár að þetta sé ekki í lagi og við verðum að taka okkur tak og skipta um handrið á þessum stóru brúm sem við megum ekki missa bíla fram af.“ Þá segir Ólafur Vegagerðina hafa reynt að bæta ástandið undanfarin ár þrátt fyrir lítið fjármagn en betur má ef duga skal. „Það þarf bara að fara í stórátak og vinna þetta markvisst. Við vitum núna hvaða staðir þetta eru og við vitum hvaða brýr þetta eru sem eru með þessum veikleika. Þá er ekkert um annað að gera en að einhenda sér það að laga þetta. Það tekur ekki langan tíma, jú það kostar eitthvað af peningum en sjáið þið afleiðingarnar núna,“ segir Ólafur og segir slys af þessu tagi geta haft vond áhrif á ferðamennsku, svo ekki sé minnst á hversu hræðilegt það sé að gestir landsins séu að láta lífið. „Þau koma hér til að njóta jólanna en þetta endar með einhverjum mesta harmleik sem hægt er að hugsa sér.“Viðtalið við Ólaf Guðmundsson má heyra í spilaranum hér að neðan.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16. 27. desember 2018 16:18 Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Hræðileg aðkoma og afar erfiðar aðstæður á vettvangi Aðstæður á slysstað við Núpsvötn í dag voru afar erfiðar og aðkoman hræðileg. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Herdísi Gunnarsdóttur, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), sem hún sendi fjölmiðlum laust fyrir klukkan 16. 27. desember 2018 16:18
Svo mannskæð umferðarslys afar sjaldgæf Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að Toyota Land Cruiser jeppi fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. 27. desember 2018 14:42